7.10.2008 | 12:06
Kúdos fyrir ríkisstjórnina og aðila vinnumarkaðarinns...
Ný eining sér um innlenda starfsemi Landsbankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.10.2008 | 17:20
Hausar skulu fjúka...
Víðtækar heimildir til inngripa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2008 | 11:15
Af samfélagsvæddu tapi og einkavæddum gróða
Samfélagið hefur ekki efni á því að fjármálakerfið fari á hausinn. Þetta vita fjármálastofnanir. Þetta leiðir til hættulegrar áhættutöku í von um ofsagróða og feita bónusa. Ef allt fer til andskotans, eins og það hefur gert núna, þá vita bankamennirnir að þeir geta alltaf hlaupið í pilsfaldinn hennar mömmu. Slíkt er auðvitað óþolandi fyrir almenning sem situr uppi með tapið, meðan að bónusfurstarnir hafa allt sitt á hreinu eigandi feita bónusa fyrri ára í sjóðum meðan almenningur situr uppi með tapið af spilavítiskapítalismanum. Slíkt er auðvitað óþolandi. Það á auðvitað að snarhækka hátekjuskatta og gera skattana afturvirka á bónusa fyrri ára. Það er lágmarkskrafa almennings.
Þó pakkinn fyrir bandaríkjaþingi hafi skánað þá er grundvallarhugmyndin sú sama, þ.e. að ríkið taki yfir eitruðu fjárfestingapakkana með lágmarks kröfum í staðin. Í raun þýðir þetta að tapið er samfélagsnýtt en gróðinn heldur áfram að vera í einkaeign. Slíkt gengur auðvitað ekki upp. Íslenska leiðin er betri, það er eðlilegt að krefjast þess að fá eignarhlut almennings í þeim bönkum sem bjargað er. Þess vegna lýsi ég yfir stuðningi við samfélagsvæðingu Glitnis. Nú þarf bara að tryggja það að bankinn verði ekki seldur aftur á útsölu til einkavina. Það er krafa okkar eigenda Glitnis.
Spilavítiskapítalisminn gengur ekki upp, það sjá allir í dag. Fjármálakerfið hefur í raun einungis eitt samfélagslegt hlutverk, að miðla sparnaði í fjárfestingar. Menn virðast hafa misst sjónar á þessu og haldið að peningar verði til í fjármálakerfinu. Kerfið er auðvitað bara miðlari og stendur sig illa sem slíkur. Það fyrsta sem á að gera er að slá á spákaupmennsku með því að skattleggja allar fjármálatilfærslur með alþjóðlegum samningum. Með því að setja 1/2% til 1% skatt á fjármálatilfærslur eru tvær flugur slegnar í einu höggi. Spákaupmennska myndi stórlækka og tugmilljarðar bandaríkjadala myndu safnast í sjóði árlega sem nota ætti í uppbyggingu í þróunarlöndunum. Hægt væri að útrýma fátækt og byggja upp mennta og heilbrigðiskerfi fátækra landa með þessum fjármunum. Þetta eruð auðvitað ekki nýjar hugmyndir, hafa verið settar fram af samtökunum ATTACC. En nú ætti allavega öllum að vera ljóst að þetta á að taka upp. Hingað og ekki lengra.
Önnur atkvæðagreiðsla á Bandaríkjaþingi í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2008 | 12:41
Vill maður þessa persónu nálægt kjarnorkuvopnatakkanum?
Bað Palin verndar frá göldrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2008 | 14:29
Flokkur til sölu
Fyrrverandi stórveldi meðal íslenskra stjórnmálaflokka, Framsóknarflokkurinn er til sölu. Flokkurinn er enn með nokkra kjörna fulltrúa, en þeir verða horfnir eftir næstu kosningar. Það eru því að verða síðustu forvöð fyrir flokkinn að komast að kjötkötlunum og eru flokksmenn því tilbúnir að styðja hvern þann sem vill til meirihluta. Verðið eru bitlingar, samstarfsflokkurinn getur valið öll stefnumálin.
Vinsamlegast sendið tilboð til Óskars Bergssonar, seinasta borgarfulltrúa Framsóknarflokksins í sögunni.
Nýr meirihluti að fæðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2008 | 12:49
Skrípaleikur í borginni
Óvissa um meirihlutann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.8.2008 | 01:15
Suður Ossetía og Kosovo
Sko, það er ekki hægt að æsa sig svona gegn Rússum eins og Bildt gerir nema að vera með sama æsing gagnvart Kosovo Albönum. Samkvæmt alþjóðalögum var Kosovo viðurkennt landsvæði innan Serbíu. Íbúarnir vildu flestir segja sig úr lögum við Serbíu. Það var gert við "fögnuð" flestra nema Serba. Þetta var auðvitað ekki mögulegt nema vegna innrásar NATO. Íbúar Suður Ossetíu vilja flestir ekkert með Georgíu hafa. Þeir hafa í raun stjórnað sér sjálfir frá hruni Sovétríkjanna. Serbar reyndu að berja niður uppreisn Albana í Kosovo. NATO greip inní við fögnuð íbúanna í Kosovo. Georgíumenn reyndu að brjóta niður sjálfstjórn Suður Osseta. Rússar gripu inn í við fögnuð íbúanna í Suður Ossetíu. Ef menn vilja ekki vera stimplaðir algjörir hræsnarar verða þeir að setja sama mælikvarða á þessi tvö dæmi.
Þetta eru auðvitað hroðalegar hörmungar og saklausir borgarar sem þjáðst mest vegna stríðs"leikjanna" eins og oftast.
Rök Rússa sömu og Hitlers" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.7.2008 | 14:22
Um nekt í náttúrunni
Vissulega er ekkert sem bannar nekt utandyra og á alls ekki að vera. Eina sem bannað er hegðun sem særir blygðunarkennd manna. Maður sem gengur á Esjunni nakinn er því alls ekki að brjóta neitt af sér en maður sem hoppar út úr runna og flettir opnum frakka er eðlilega að brjóta lög. Menn hafa baðað sig í hverum allberir í árhundruðir á Íslandi.
Hins vegar hljómar eins og kalt sé á Esjunni nú og því vissulega rétt að hafa áhyggjur af manninum. Ég hefði haft jafn miklar áhyggjur af honum ef hann hefði verið á sundskýlu eða í stuttbuxum einum fata. Því er þvi sjþalfsagt að leita að manninum svo hann ofkælist ekki.
Allsnakinn á Esjunni í 600 metra hæð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.7.2008 kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2008 | 10:44
Loksins, loksins...
Einn versti stríðsglæpamaður Evrópu frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar hefur nú loksins verið handtekinn. Ekki er seinna að vænta og verður hann nú sendur til Haag þar sem hann þarf að svara fyrir þúsundir fórnarlamba sem hann ber ábyrgð á með beinum og óbeinum hætti. Radovan Karadžić er dæmigert smámenni sem hinar hroðalegu kringumstæður spruttu af hruni Júgóslavíu leiddu illu heilli í ábyrgðarstöðu. Karadžićvar geðlæknir að mennt og framan af hafði lítinn áhuga á stjórnmálum. Faðir hans sat lengi í fangelsi í Júgóslavíu Tító´s sem meðlimur í hinum alræmdu útltra þjóðernissinnuðu serbísku Tsjétníks samtökum og virðist þjóðernisstefnan hafa síast inn í soninn. Hann gerðist snemma aðdáandi Dobrica Ćosić, sem var serbneskur þjóðernissinni sem var almennt fyrirlitin á tíma hinnar andþjóðernislegu ríkisstjórnar Tító. Við fráfall Tító 1980 uxu áhrif serbneskra þjóðernissinna sem leiddi loks til að þjóðernisdraugurinn var uppvakinn um allt landi, sérstaklega meðal Serba og Króata. Karadžić flutti ungur til Sarajevo frá Svartfjallalandi, þar sem hann var fæddur, en virðist sem serbískur útkjálkaismi hans hafi ekki fallið vel að hinu kósmópólitíska andrúmslofti í borginni. Karadžić fannst vera litið niður á sig af menntamönnum borgarinnar, sérstaklega þeirra með múslimskan bakgrunn og virðist þetta hafa m.a. brotist út í hvatningu hans í umsátrinu um Sarajevo 1992-1995 þegar þessi yndislega, fjölmenningarlega borg var sprengd í loft upp af serbneskum brjálæðingum sem Karadžić atti áfram. Versti stríðsglæpur í Evrópu á seinni hluta 20. aldarinnar var framinn af undirsátum Karadžić í Srebrenica, þar sem 8000 drengir og menn voru myrtir fyrir þá sök eina að hafa nöfn af íslömskum uppruna.
Þessi glæpamaður hefur nú loksins verið handtekinn og vonandi munu fórnarlömb hans finna réttlæti í Haag. Hér fagna íbúar Sarajevo handtöku Karadžić við júgóslavneska minnismerkið um fórnarlömb fasismans:
Karadzic framseldur til Haag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2008 | 10:59
Brava Björk
Í stjórnarandstöðu nema Ramses komi aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007