Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2007

Sigurvegararnir eyddu minnstu

Ţađ er athyglisvert ađ fylgiđ virđist vera í öfugu hlutfalli viđ eyđslu í auglýsingar! VG eyddi minnstu, og vann stćrsta kosningasigurinn! Sjálfstćđisflokkurinn eyddi líka frekar litlu og vann ágćtan sigur. Hins vegar eyddu Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn, sem töpuđu samanlagt um 10% mestu. Ţađ eru allavega góđar fréttir ađ peningar virđast ekki ráđa öllu um úrslit kosninga.

mbl.is Samfylkingin og Framsóknarflokkur vörđu mestu fé í auglýsingar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Samfylkingin fćr minni völd í samstjórn međ D en Framsóknarflokkurinn hafđi!

Ég ćtla varla ađ trúa ţví, í stađ ţess ađ fá uppstokkun á ríkisstjórn sem löngu er kominn tími til ţá virđist Samfylkingin sćtta sig viđ ţađ ađ setjast í hćgristjórn međ minni völd en Framsóknarflokkurinn hafđi. Almennt fćr Samfylkingin sömu ráđuneytin og örflokkurinn Framsóknarflokkurinn hafđi, nema ađ ţeir gefa eftir heilt ráđuneyti (landbúnađarráđuneytiđ) og skipta á Samgöngu- og Heilbrigđisráđuneytunum til ađ gefa Sjálfstćđisflokknum betra spil til ađ einkavćđa heilbrigđiskerfiđ! Ţetta er mjög dapurlegt.

Ţađ vita allir ađ samkvćmt íslenskri stjórnskipan ţá eru ráđherrar gífurlega valdamiklir og ráđherraskipan skiptir ţví miklu máli. Ţađ er međ ólíkindum ađ Samfylkingin hafi ekki krafist fjármála og dómsmálaráđuneytanna. Ingibjörg hefđi átt ađ gerast Fjármálaráđherra og Össur Utanríkisráđherra. Björn Bjarnason virđist áfram eiga ađ fá áfram frítt spil í dómsmálaráđuneytinu og Sjálfstćđisflokkurinn kemst međ einkavćđingarkrumlur sínar í heilbrigđismálin eins og ţeir stefndu alltaf ađ. Sjálfstćđisflokkurinn fćr sem sé allt sem ţeir vilja og Samfylkingin sćttir sig viđ fćrri brauđmola en Framsókn hafđi. Ég verđ ađ segja ađ ţetta er dapur stađa, ekki hefđi ég búist viđ ađ "desperasjón" Samfylkingarinnar ađ komast í ríkisstjórn vćri svona mikil. Frown


mbl.is Ný ríkisstjórn kynnt fyrir forseta Íslands innan skamms
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ný helmingaskiptastjórn

Jćja, núna virđist ný helmingaskiptastjórn Sjálfstćđisflokks og Samfylkingarinnar vera ađ smella saman. Ţetta var auđvitađ ţađ sem viđ var ađ búast, ţrátt fyrir ţađ ađ Framsókn virtist reyna ađ leggja flokkinn endanlega niđur međ ţví ađ hanga í áfram í fráfarandi stjórn. Vissulega hefđi veriđ gott ađ losna viđ Sjálfstćđisflokkinn líka úr stjórn en svona fóru nú kosningarnar, stjórnin hélt velli og gaf ţar međ Sjálfstćđisflokknum óvenju sterka stöđu sem erfitt var ađ vinna gegn.

Ţessi ríkisstjórn getur ţróast á alla vegu. Ţetta er ekki ný"Viđreisnarstjórn", Samfylkingin er hvorki Alţýđuflokkurinn né Framsóknarflokkurinn, Sjálfstćđisflokkurinn kemur aldrei til međ ađ ráđa öllu eins og í stjórn međ A og síđustu 12 ár međ B. Hins vegar er ákveđin hćtta á ađ ţetta verđi hćgristjórn ef hćgriöflin í Samfylkingunni ná yfirhöndinni. Ţađ verđur ţví gífurlega mikilvćgt hlutverk stjórnarandstöđunnar Vinstri grćnna (ekki búast viđ miklu af smáflokkunum Framsókn og Frjálslyndum) ađ halda stjórninni viđ efniđ og draga hana til vinstri. Hvort ný ríkisstjórn verđur hćgristjórn eđa miđjustjórn verđum viđ síđan ađ sjá.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráđherraembćttum jöfn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađ ţarf ađ refsa Framsóknarflokknum oft ţar til hann nćr skilabođunum?

Ég tel ţađ fjarstćđu fyrir Framsóknarflokkinn ađ halda áfram núverandi ríkisstjórn nema flokkurinn sé haldinn sterkri sjálfseyđingarhvöt. Hvađ ţarf ţjóđin oft ađ refsa Framsóknarflokknum í kosningum áđur en flokkurinn nćr ţessu? Međ ţví ađ fara í enn eina hćgristjórn er flokkurinn ađ segja skýrum rómi ađ hjá honum snúist ţetta bara um völd. Skynsamlegast vćri fyrir Framsóknarflokkinn ađ verja minnihlutastjórn V og S falli, ţannig gćti flokkurinn slegiđ tvćr flugur í einu höggi. Endurbyggt sig utan stjórnar en samt sýnt ábyrgđ međ ţví ađ stuđla ađ breytingum sem kjósendur augljóslega vildu. Efast samt um ađ exbé nái ţessu, enda virđist flokkurinn orđinn samvaxinn Sjálfstćđisflokknum. Einstakir flokksmenn hafa ţó augljóslega skiliđ skilabođin frá kjósendum.

Hvađ er ţá í stöđunni? Helst vildi ég ađ vinstriflokkarnir stćđu saman, teldi slíkt farsćlast fyrir samfélagiđ. En Sjálfstćđisflokkurinn er ólíklegur til ađ fara í ţriggja flokka stjórn. Ţá er skárra ađ sjá DV stjórn en DS, ţví ég er hrćddur um ađ hin síđarnefnda myndi leiđa til ţess ađ hćgri armur Samfylkingarinnar nćđi yfirhöndinni og viđ gćtum séđ hreina hćgristjórn sem gćti m.a.s. gengiđ svo langt ađ einkavćđa Landsvirkjun. DV stjórn myndi hins vegar geta haft skýr markmiđ, sérstaklega í efnahagsmálum. VG myndi ađ sjálfsögđu gera ákveđnar lágmarkskröfur, m.a. um stóriđjustopp, skattatilfćrslur til baka til láglaunafólks frá hálaunafólki og svo ţví ađ hćtta blindum stuđningi viđ klerkastjórnina í Washington. Ćtti ekki ađ vera of erfitt ţar sem margir Sjálfstćđismenn eru búnir ađ fá nóg af glćpum bandaríkjastjórnar. Vissulega vćri DV stjórn enginn ídeal kostur, auđvitađ vćri best ađ losna viđ báđa ríkisstjórnarflokkana úr stjórnarráđinu. Ţess vegna vildi ég helst sjá minnihlutastjórn V og S. En svona fóru nú kosningarnar einu sinni og landiđ ţarf á ađ halda öflugri ríkisstjórn sem getur hreinsađ upp eftir eyđslufyllerí síđustu ára.


mbl.is Framsóknarmenn taka afstöđu til stjórnarsamstarfs í dag
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Lokaspretturinn

Núna er bara lokaspretturinn eftir. Vinstriflokkarnir virđast vera á góđri siglingu, Samfylkingin hefur sérstaklega sýnt frábćran endasprett og óska ég ţeim til hamingju međ ţađ. Ég sem vinstrimađur lít fyrst á hvort ríkisstjórnin sé fallin, síđan samanlagt fylgi vinstriflokkanna og loks á fylgi minna manna í VG. Vissulega vildi ég gjarnan sjá minn flokk sem hćstan, sérstaklega finnst mér ţađ miđur ađ Guđfríđur Lilja í kraganum virđist úti. Hvet alla vinstrimenn til ađ tryggja kjör hennar. VG er í ţeirri ađstöđu ađ mögulega tvöfalda fylgi sitt, sem vćri stórkostlegt. Allt yfir 15% vćri auđvitađ sigur en fylgi undir 14% vonbrigđi vegna góđs gengis í skođanakönnunum. Ég hvet alla vinstrimenn ađ tryggja allavega ađ VG verđi stćrri en Framsókn, annađ vćri stórslys. En vissulega skiptir mestu máli ađ fella ríkisstjórnina og ţessi könnun Stöđvar 2 lofar ţví góđu. Smile Nú ţurfa allir ađ tryggja ađ allir vinir og vandamenn kjósi og felli ríkisstjórnina!


mbl.is Samfylking og Framsóknarflokkur bćta viđ sig samkvćmt könnun Stöđvar 2
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Betur má ef duga skal

Ţađ yrđi skelfilegt fyrir íslendinga ef niđurstöđur kosninganna vćru ţćr einar ađ fylgi fćrđist dálítiđ milli stjórnarflokkanna og á milli stjórnarandstöđuflokknanna. Samkvćmt nýjustu Gallup könnuninni bćtir ríkisstjórnin viđ ţingstyrk sinn ef eitthvađ er ţó svo ađ Framsóknarflokknum sé réttilega refsađ fyrir íhaldsţjónkun sína. Eitthvađ virđast félagar mínir í Samfylkingunni kćtast, en einhverjar tilfćrslur milli vinstriflokkanna skipta litlu máli ef viđ ćtlum ađ breyta íslenska samfélaginu. Betur má ef duga skal. Nú ţurfa vinstrimenn ađ bretta upp ermarnar, flokkarnir ţurfa ađ ná sem nćst 45% fylgi samanlagt. Ţađ var alltaf vitađ ađ sveiflan yfir á VG vćri ýkt enda erfitt fyrir nokkurn flokk ađ ţrefalda fylgi sitt. Tvöföldun yrđi auđvitađ ótrúlegur sigur. En ţó vissulega stefni í ţađ ađ VG verđi sigurvegari kosninganna ţá yrđi slíkur sigur bitur ef ríkisstjórnin héldi áfram eina ferđina enn.

Annars verđur mađur ađ vona ađ Sjálfstćđisflokkurinn sé vel ofmetinn um 4-5% fylgi í ţessari könnun. Tölurnar sem birtar voru nýlega úr Reykjavík Norđur voru frábćrar, vinstriflokkarnir međ vel yfir 50% fylgi og exbé fjarri ţví ađ ná manni inn. Ţađ var könnun sem vert var ađ fagna, ekki ţessi lélega könnun sem voru slćmar fréttir fyrir vinstrimenn. Brettum upp ermarnar og fellum ríkisstjórnina. Ég kýs V, ađrir vinstrimenn kjósa S. Ţađ er samanlagt fylgi vinstriflokkanna sem skiptir mestu.

 


mbl.is Samfylkingin aftur fram úr VG
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bjargađ fyrir horn

Sú stađreynd ađ Tony Blair er á útleiđ úr pólitík virđist hafa komiđ í veg fyrir algjört hrun verkamannaflokksins, ţó vissulega sé 26% fylgi ömurleg niđurstađa. Enda er Blair og "New Labour" nćr búinn ađ rústa Verkamannaflokknum. Spurningin er sú hvort flokkurinn nćr ađ rétta úr sér eftir ađ skemmdarverkamađurinn og stríđsglćpamađurinn Tony Blair hverfur á braut. Ţađ tók verkalýđsfélögin og verkafólk áratugi ađ byggja upp breska Verkamannaflokkinn. Ţađ hefur tekiđ Tony Blair og litlu ljótu klíkuna hans um 10 ár ađ rústa ţeirri uppbyggingu. Ekki einungis er stefna "New Labour" eitthvađ til hćgri viđ Sjálfstćđisflokkinn heldur hefur Blair litiđ á ţađ sem helsta pólitíska markmiđ sitt ađ stappa á vinstrisinnum og trođa hćgrisinnuđum skođunum sínum uppá flokkinn. Írak stríđiđ og ţjónkunin viđ klerkastjórnina í Washington er bara eitt af mörgu. Sem betur fer er ţessi skemmdarverkamađur á leiđ út úr pólitík. Ćtli hann byrji ţá ekki feril sem kvöldverđarrćđumađur hjá stórfyrirtćkjunum sem munu borga honum stórfé fyrir ţjónkunina og ađ hlusta á hann segja frá ţví hvernig honum tókst ađ stappa á verkafólki og félögum ţeirra til ađ ţjóna hagsmunum atvinnurekenda.
mbl.is Verkamannaflokkurinn tapar fylgi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Des. 2017
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband