Leita í fréttum mbl.is

Suður Ossetía og Kosovo

Sko, það er ekki hægt að æsa sig svona gegn Rússum eins og Bildt gerir nema að vera með sama æsing gagnvart Kosovo Albönum. Samkvæmt alþjóðalögum var Kosovo viðurkennt landsvæði innan Serbíu. Íbúarnir vildu flestir segja sig úr lögum við Serbíu. Það var gert við "fögnuð" flestra nema Serba. Þetta var auðvitað ekki mögulegt nema vegna innrásar NATO. Íbúar Suður Ossetíu vilja flestir ekkert með Georgíu hafa. Þeir hafa í raun stjórnað sér sjálfir frá hruni Sovétríkjanna. Serbar reyndu að berja niður uppreisn Albana í Kosovo. NATO greip inní við fögnuð íbúanna í Kosovo. Georgíumenn reyndu að brjóta niður sjálfstjórn Suður Osseta. Rússar gripu inn í við fögnuð íbúanna í Suður Ossetíu. Ef menn vilja ekki vera stimplaðir algjörir hræsnarar verða þeir að setja sama mælikvarða á þessi tvö dæmi.

Þetta eru auðvitað hroðalegar hörmungar og saklausir borgarar sem þjáðst mest vegna stríðs"leikjanna" eins og oftast. Crying


mbl.is „Rök Rússa sömu og Hitlers"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

1989 voru íbúar Abkhazíu skipt eftir uppruna á eftirfarandi hátt:

Georgíumenn 239.872. Abkhazar 93.267. Rússar 74.913. Armenar 76.541 og Grikkir 14.664.

Eftir uppreisnina 1992 (með stuðningi Rússa) þá var staðan eftirfarandi:

Georgíumenn 45.953. Abkhazar: 94.606. Rússar 23.420. Armenar 44.870 og Grikkir 1.486.

Finndu 5 breytingar.

Sama er uppi á teningnum í S. Ossetíu og hlutföllin svipuð. Þú verður að gera þér grein fyrir að þeir sem þarna eru, voru sigurvegarar uppreisnar og þjóðernishreinsana, en mikill fjöldi Georgíumanna féll og aðrir flúðu heimili sín og fóru yfir til Georgíu. Þessu fólki langar aftur heim og Saakashili hafði lofað þeim því.

Það sem gerðist fyrir innrás Georgíumanna var að þeir Ossetar og Abkhazar sem ennþá voru eftir, voru farnir að ráðast á þá Georgíumenn sem höfðu ekki flúið eða höfðu snúið til baka eftir að vopnahléi var komið á. Þegar "friðargæsluliðarnir" gæta ekki friðar nema á annan vegin, þá eru þeir farnir að taka afstöðu og hlutleysi þeirra verður svolítið hæpið.

Júlíus Sigurþórsson, 12.8.2008 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband