Leita í fréttum mbl.is

Af lélegum afsökunum

Ég verð að segja að mér er líka ofboðið eins og viðmælendum mbl.is í þessari frétt. Daprar eru líka afsakanir ráðherra. Björn skýlir sér bak við Dýflinarsamninginn. Samkvæmt honum má (ath. má) senda fólk til baka til þess lands sem það kom fyrst til innan Schengen. Nú er mér spurn. Frá hvaða löndum utan Schengen er beint flug til Íslands? Að mínu viti eru þau aðeins 3. Bandaríkin, Kanada og Bretland. Þýðir það þá að við tökum einungis fyrir mál pólitískra flóttamanna frá þessum þremur löndum? Ingibjörg Sólrún segir að þetta heyri ekki undir hana. Vissulega er Útlendingastofnun undir Dómsmálaráðuneytið. En, málefni pólitískra flóttamanna eru byggð á samþykktum SÞ. Og málefni SÞ heyra undir hana. Henni er því skylt að taka á málinu. Ég undirstrika það sem ég sagði í fyrra bloggi mínu að ef þessi ófögnuður verður ekki leiðréttur mun ég beita mér fyrir því að Ísland verði ekki kjörið í Öryggisráð SÞ, enda ættum við þá ekkert erindi þangað.

Paul Ramses er með tengsl á Íslandi í gegnum veru hans hér sem skiptinemi. Það er því eðlilegt að hann leiti sér skjóls hér á landi. Til að komast hingað þurfti hann að millilenda í öðru Schengen landi og þar með samkvæmt reglum Schengen varð hann að sækja um áritun í því landi. Hann er með engin tengsl á Ítalíu. Hér hitti hann konu sína, þau eignuðust barn og svo voga stjórnvöld sér að senda lögreglu á heimili hans og rífa nýfæddan son hans úr örmum hans og senda hann úr landi. Er hægt að leggjast lægra. Angry


mbl.is Ráðherra viðurkenni mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gersamlega óþolandi

 Unga fjölskyldan án föðursins

Að senda Paul Ramses í "faðm" Berlusconi klíkunnar á Ítalíu er hneyksli. Ríkisstjórn Ítalíu er full af útlendingahöturum sem eru alls vísir til að senda hann í (hugsanlega) dauðann. Þeir munu líklega afsaka sig með því að hann hafi engar rætur á Ítalíu. Hann er með rætur á Íslandi, var þar við vinnu og á þar fjölskyldu. Það er ekki of seint að viðurkenna mistökin og bjóða Paul velkominn aftur heim til Íslands. Hvar er Samfylkingin, hvar er Ingibjörg?

Verði þessu stjórnarfarsofbeldi ekki hnekkt þá lýsi ég því hér með yfir að ég mun berjast af hörku gegn því að Ísland fái sæti í Öryggisráði SÞ. Ég hvet alla samlanda mína til hins sama. Ég lýsi því líka yfir að ég er tilbúinn að borga fyrir hluta af heilsíðuauglýsingu í New York Times þegar kemur að kjörinu í Öryggisráðið, sem vonandi yrði undirrituð af fjölda íslenskra ríkisborgara. Þar myndum við benda á þetta mál og hvetja ríki SÞ til að kjósa Ísland ekki í öryggisráðið. Boltinn er nú í höndum ríkisstjórnarinnar, það þýðir ekkert að skýla sér á bak við embættismenn. Angry

 

Skrifum öll undir undirskriftarlistann.


mbl.is Undirskriftarlisti til stuðnings Ramses
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi hlustar Mugabe á Mandela

Þegar Nelson Mandela talar hlutar heimsbyggðin. Fyrir hann var það örugglega erfitt að gagnrýna Mugabe þar sem ANC á honum og fólkinu í Zimbabwe mikið að þakka frá tímum Apartheid. En það er auðvitað löngu kominn tími á gamla manninn, Mugabe hefur skilið landið sitt eftir í rjúkandi rúst. Mandela vitnaði einnig til annars skandals, sem því miður vantar í Mogga fréttina. Hann var þar að tala um ógeðslegar árásir á innflytjendur frá Zimbabwe í Suður Afríku. Hversu lengi þarf þessi ólánsama þjóð að þjást?
mbl.is Nelson Mandela fordæmir Mugabe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir af kvikmyndastjörnunni

DSC00350

4 "sænskir" sjómenn

Með kærustunni

Klæddur í sparifötin með "kærustunni".

Með Bill

Með Bill á leið í land eftir töku


Hollywood, Here I Come!

Ég hef ekki haft mikinn tíma til að blogga nýlega þar sem ég hef ákveðið að gerast kvikmyndastjarna! Er kominn um borð á bátnum sem rokkar(The Boat That Rocked) með stjörnum eins og Philip Seymour HoffmanRhys Ifans,  Kenneth Branagh, January Jones og Bill Nighy. Var við tökur út maímánuð í Dorset (á bátnum) og er í stúdíói í London í júní. Ég býst auðvitað við að fá óskarinn þar sem Hoffmann og Branagh hafa þegar unnið! Ég er auðvitað í stjörnuhlutverki þó ég eigi víst ekki að tala á ensku, heldur sænsku!

Ástæðan fyrir því að ég hef ákveðið að gerast stjarna er að íslendingafélagið sendi inn auglýsingu um að kvikmyndaframleiðendurnir væru að leita að norrænum mönnum til að leika áhöfnina á bátnum. Er byggt á sannsögulegum heimildum um sjóræningjastöð fyrir um 40 árum. Stöðin leigði sænskt skip (með áhöfn, þ.e.a.s. mér og öðrum minni spámönnum) og þess vegna eru kvikmyndaframleiðendurnir að leita að áhöfn fyrir bíómyndina. Ég sótti um í bríaríi, komst í gegnum forval og var síðan einn af þremur sem var valinn af leikstjóranum! Býst við að hann hafi verið að leita að einhverjum með "handsome, rugged and muscular look" og þess vegna valið mig auðvitað! Vinn m.a. með Finna og við eigum að tala sænsku í bakgrunninum. Það eru 5 leikarar sem eru í hlutverkum sænskra sjómanna og enginn er sænskur! Einugis 3 tala sænsku af okkur. Þurfti að rifja upp sænsk blótsyrði. Það var líka gaman að lyfta kollu með Philip Seymour, Bill, Rhys, Chris O´Dowd, Nick Frost, Ralph Brown og öðrum á pöbbunum í Dorset eins og hinum stórskemmtilega Rhys Darby. Þetta er lítið hlutverk en skemmtilegt og gaman að sjá hvernig kvikmyndabransinn virkar. Hlutverkið mitt er auðvitað (pínu)lítið, en ég ætti samt að vera sjáanlegur! Hef allavega skemmt mér konunglega. Góður leikarahópur, og bíómyndin er þrælfyndin, eins og Richard Curtis er von og vísa. Spái að myndin slái í gegn, ekki síst vegna þátttöku minnar!Tounge


Að hlaupa á sig

Einn helsti kosturinn við bloggið er að það er á rauntíma. Það þýðir að maður, jafnvel einhver sem búsettur er erlendis eins og ég, get tekið þátt í umræðum við landa mína hvar sem er í heiminum nær því eins og að hafa samræður við þá. En slíkt getur líka haft vandræði í för með sér, maður getur auðveldlega hlaupið á sig! Segjum sem svo að maður hefði eftirfarandi samtal: Ég (snillingurinn): "Heyrðu, ég sé að þeir hafa rekið Styrmi af Mogganum. Það hlýtur að vera vegna þess að hann er búinn að skamma Flokkinn of mikið nýlega". Vinur minn: "Ha, Mummi, veistu ekki að Styrmir er að verða sjötugur?". Ég: "Úps, er hann virkilega svona gamall, ég hélt að hann væri svona um 65 ára. Úps, þarna hljóp ég á mig. Er ÉG virkilega orðinn þetta gamall. Og þetta sem var svo flott samsæriskenning hjá mér". Síðan væri þetta samtal gleymt og grafið.
 
Vandamálið við bloggið slík vitleysa sem þessi getur fests á prenti. Nú hafði ég hlaupið illilega á mig. Hvað var hægt að gera. Ég ákvað að gera Björn Bjarnason og ritskoða bloggið mitt. Slíkt er auðvitað einungis hægt að gera í skjóli nætur. Ég stillti því vekjaraklukkuna á háf fjögur, tók til gúmmíhanskana, vasaljósið og sólgleraugun til að undirbúa það að læðast upp á skrifstofuna mína og ritskoða Styrmisbloggið mitt. Klukkan 7 í morgun vaknaði ég síðan þegar sonur minn vakti mig. Svona er þessi tækni, með gamaldags vekjaraklukkum stillir maður bara á þann tíma sem maður vill vakna á, en með vekjaranum í símanum þarf maður víst að velja um AM og PM. Og ég sem var búinn að undirbúa svo flottan Björn og ætlaði síðan að kommenta á ritskoðaða bloggið og hlæja að kommentum annarra því þeir hefðu greinilega misskilið bloggið mitt. Well, svo fór um sjóferð þá, tæknin brást mér og sólgleraugun voru aldrei sett upp.
 
Ætli það sé nokkuð eftir nema að biðja Styrmi Gunnarsson, Flokkinn og Ólaf Stephensen afsökunar á dellunni í mér. Óli Stef er ágætur fagmaður og góður drengur. Óska honum velfarnaðar í starfi. Vonandi þorir hann líka að setja sig stundum upp á móti flokknum eins og Styrmir gerði. Vissulega eru nú komin kynslóðaskipti á Mogganum. Njóttu eftirlaunanna vel Styrmir, þú hefur unnið fyrir þeim.

mbl.is Nýr ritstjóri hlakkar til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök vegna tæknilegra örðugleika.

Það hefur runnið upp fyrir mér að þegar ég sendi inn síðasta bloggið mitt (FLOKKURINN grípur í taumana), þá breytist textinn af einhverjum óskiljanlegum orsökum. Líklega er það vegna þess að Mogginn og FLOKKURINN eru í samsæri gegn mér persónulega og breyta blogginu mínu til að gera lítið úr mér. Pósturinn sem ég sendi inn átti að vera svona:

TOPPURINN grípur tækifærið

Jæja, nú er Styrmir búinn kominn á aldur? TOPPURINN hefur greinilega látið af stjórn Prövdu. Það er eðlilegt, enda er TOPPURINN að verða sjötugur. Styrmir er því eðlilega að hætta. Ólafur Þ. er þægilegur þannig að hann er vel að ritstjóraembættinu kominn. Nú eru stór tímamót á Mogganum,  málgagni  Sjálfstæðisflokksins.

Styrmir hættir nú fyrir aldurs sakir, as he should. Þó hefði verið betra ef Styrmir hefði lýst því yfir að hann myndi hætta með a.m.k. árs fyrirvara. Þá væri maður betur viðbúinn.

 


FLOKKURINN grípur í taumana

Jæja, er Styrmir búinn að vera of óþekkur? FLOKKURINN hefur greinilega stjórn á Prövdu. Það má greinilega ekki gagnrýna FLOKKINN. Styrmir látinn fjúka fyrir það. Ólafur Þ. er þægur, þannig að hann verður ekki með neinn uppsteyt. Nú er endanlega búið að jarða allar tálmyndir um að Mogginn hafi eitthvað sjálfstæði.

"Fyrir aldurs sakir", my ass. Ef það væri raunin hefði Styrmir lýst því yfir að hann myndi hætta með a.m.k. árs fyrirvara.  


mbl.is Ólafur nýr ritstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég studdi "hryðjuverkamenn"

Á 9. áratugnum var ég mjög aktívur í stuðningsbaráttu við frelsissamtökin ANC, sem voru (og eru greinilega enn) skilgreind sem hryðjuverkasamtök af hálfu Bandaríkjastjórnar. Margaret Thatcher varð t.d. æf yfir því að Ken Livingstone skildi láta reisa brjóstmynd af Nelson Mandela, sem þá var í fangelsi, við South Bank listamiðstöðina í London. Hún kallaði Mandela hryðjuverkamann. Formlega virðast ANC enn vera skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Það sem verra er, bandaríkjastjórn áskilur sér rétt til að handtaka aðildarmenn "hryðjuverkasamtaka" og senda þá til Guantanamo. Ekki nóg með það, þeir áskilja sér rétt til að handtaka stuðningsmenn "hryðjuverkasamtaka" og senda þá til Guantanamo eða einhverra pyntingabúða CIA út um allan heim. Ég tók þátt í að fjármagna "hryðjuverkasamtök" þar sem ég var þátttakandi í fjársöfnun sem rann til ANC. Það skildi aldrei vera að maður ætti á hættu að lenda í Guantanamo vegna þessa?
mbl.is Mandela enn skilgreindur sem hryðjuverkamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spá mín að rætast?

Ég velti þeirri hugmynd upp í gær um að nú gæti verið að menn væru að leita að "face saving" leið fyrir Mugabe til að draga sig til hliðar. Þessi frétt styrkir þá skoðun mína. Mugabe "fær" flest atkvæði, en ekki meirihluta, hann dregur sig í hlé þar sem hann fékk ekki meirihluta "þar sem hann virðir reglur lýðræðisins" og brautin verður opin til að ná sátt í landinu. Vissulega myndi þetta geta komið í veg fyrir blóðsúthellingar og "hjálpað" gamla manninum að hverfa á braut.
mbl.is Hreinn meirihluti næst líklega ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband