4.7.2008 | 14:29
Af lélegum afsökunum
Ég verð að segja að mér er líka ofboðið eins og viðmælendum mbl.is í þessari frétt. Daprar eru líka afsakanir ráðherra. Björn skýlir sér bak við Dýflinarsamninginn. Samkvæmt honum má (ath. má) senda fólk til baka til þess lands sem það kom fyrst til innan Schengen. Nú er mér spurn. Frá hvaða löndum utan Schengen er beint flug til Íslands? Að mínu viti eru þau aðeins 3. Bandaríkin, Kanada og Bretland. Þýðir það þá að við tökum einungis fyrir mál pólitískra flóttamanna frá þessum þremur löndum? Ingibjörg Sólrún segir að þetta heyri ekki undir hana. Vissulega er Útlendingastofnun undir Dómsmálaráðuneytið. En, málefni pólitískra flóttamanna eru byggð á samþykktum SÞ. Og málefni SÞ heyra undir hana. Henni er því skylt að taka á málinu. Ég undirstrika það sem ég sagði í fyrra bloggi mínu að ef þessi ófögnuður verður ekki leiðréttur mun ég beita mér fyrir því að Ísland verði ekki kjörið í Öryggisráð SÞ, enda ættum við þá ekkert erindi þangað.
Paul Ramses er með tengsl á Íslandi í gegnum veru hans hér sem skiptinemi. Það er því eðlilegt að hann leiti sér skjóls hér á landi. Til að komast hingað þurfti hann að millilenda í öðru Schengen landi og þar með samkvæmt reglum Schengen varð hann að sækja um áritun í því landi. Hann er með engin tengsl á Ítalíu. Hér hitti hann konu sína, þau eignuðust barn og svo voga stjórnvöld sér að senda lögreglu á heimili hans og rífa nýfæddan son hans úr örmum hans og senda hann úr landi. Er hægt að leggjast lægra.
Ráðherra viðurkenni mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.7.2008 | 12:53
Gersamlega óþolandi
Að senda Paul Ramses í "faðm" Berlusconi klíkunnar á Ítalíu er hneyksli. Ríkisstjórn Ítalíu er full af útlendingahöturum sem eru alls vísir til að senda hann í (hugsanlega) dauðann. Þeir munu líklega afsaka sig með því að hann hafi engar rætur á Ítalíu. Hann er með rætur á Íslandi, var þar við vinnu og á þar fjölskyldu. Það er ekki of seint að viðurkenna mistökin og bjóða Paul velkominn aftur heim til Íslands. Hvar er Samfylkingin, hvar er Ingibjörg?
Verði þessu stjórnarfarsofbeldi ekki hnekkt þá lýsi ég því hér með yfir að ég mun berjast af hörku gegn því að Ísland fái sæti í Öryggisráði SÞ. Ég hvet alla samlanda mína til hins sama. Ég lýsi því líka yfir að ég er tilbúinn að borga fyrir hluta af heilsíðuauglýsingu í New York Times þegar kemur að kjörinu í Öryggisráðið, sem vonandi yrði undirrituð af fjölda íslenskra ríkisborgara. Þar myndum við benda á þetta mál og hvetja ríki SÞ til að kjósa Ísland ekki í öryggisráðið. Boltinn er nú í höndum ríkisstjórnarinnar, það þýðir ekkert að skýla sér á bak við embættismenn.
Skrifum öll undir undirskriftarlistann.
Undirskriftarlisti til stuðnings Ramses | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.6.2008 | 11:19
Vonandi hlustar Mugabe á Mandela
Nelson Mandela fordæmir Mugabe | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2008 | 15:08
Myndir af kvikmyndastjörnunni
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2008 | 13:36
Hollywood, Here I Come!
Ástæðan fyrir því að ég hef ákveðið að gerast stjarna er að íslendingafélagið sendi inn auglýsingu um að kvikmyndaframleiðendurnir væru að leita að norrænum mönnum til að leika áhöfnina á bátnum. Er byggt á sannsögulegum heimildum um sjóræningjastöð fyrir um 40 árum. Stöðin leigði sænskt skip (með áhöfn, þ.e.a.s. mér og öðrum minni spámönnum) og þess vegna eru kvikmyndaframleiðendurnir að leita að áhöfn fyrir bíómyndina. Ég sótti um í bríaríi, komst í gegnum forval og var síðan einn af þremur sem var valinn af leikstjóranum! Býst við að hann hafi verið að leita að einhverjum með "handsome, rugged and muscular look" og þess vegna valið mig auðvitað! Vinn m.a. með Finna og við eigum að tala sænsku í bakgrunninum. Það eru 5 leikarar sem eru í hlutverkum sænskra sjómanna og enginn er sænskur! Einugis 3 tala sænsku af okkur. Þurfti að rifja upp sænsk blótsyrði. Það var líka gaman að lyfta kollu með Philip Seymour, Bill, Rhys, Chris O´Dowd, Nick Frost, Ralph Brown og öðrum á pöbbunum í Dorset eins og hinum stórskemmtilega Rhys Darby. Þetta er lítið hlutverk en skemmtilegt og gaman að sjá hvernig kvikmyndabransinn virkar. Hlutverkið mitt er auðvitað (pínu)lítið, en ég ætti samt að vera sjáanlegur! Hef allavega skemmt mér konunglega. Góður leikarahópur, og bíómyndin er þrælfyndin, eins og Richard Curtis er von og vísa. Spái að myndin slái í gegn, ekki síst vegna þátttöku minnar!
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2008 | 09:52
Að hlaupa á sig
Nýr ritstjóri hlakkar til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2008 | 09:48
Mistök vegna tæknilegra örðugleika.
Það hefur runnið upp fyrir mér að þegar ég sendi inn síðasta bloggið mitt (FLOKKURINN grípur í taumana), þá breytist textinn af einhverjum óskiljanlegum orsökum. Líklega er það vegna þess að Mogginn og FLOKKURINN eru í samsæri gegn mér persónulega og breyta blogginu mínu til að gera lítið úr mér. Pósturinn sem ég sendi inn átti að vera svona:
TOPPURINN grípur tækifærið
Jæja, nú er Styrmir búinn kominn á aldur? TOPPURINN hefur greinilega látið af stjórn Prövdu. Það er eðlilegt, enda er TOPPURINN að verða sjötugur. Styrmir er því eðlilega að hætta. Ólafur Þ. er þægilegur þannig að hann er vel að ritstjóraembættinu kominn. Nú eru stór tímamót á Mogganum, málgagni Sjálfstæðisflokksins.
Styrmir hættir nú fyrir aldurs sakir, as he should. Þó hefði verið betra ef Styrmir hefði lýst því yfir að hann myndi hætta með a.m.k. árs fyrirvara. Þá væri maður betur viðbúinn.
23.4.2008 | 16:52
FLOKKURINN grípur í taumana
Jæja, er Styrmir búinn að vera of óþekkur? FLOKKURINN hefur greinilega stjórn á Prövdu. Það má greinilega ekki gagnrýna FLOKKINN. Styrmir látinn fjúka fyrir það. Ólafur Þ. er þægur, þannig að hann verður ekki með neinn uppsteyt. Nú er endanlega búið að jarða allar tálmyndir um að Mogginn hafi eitthvað sjálfstæði.
"Fyrir aldurs sakir", my ass. Ef það væri raunin hefði Styrmir lýst því yfir að hann myndi hætta með a.m.k. árs fyrirvara.
Ólafur nýr ritstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.4.2008 | 11:24
Ég studdi "hryðjuverkamenn"
Mandela enn skilgreindur sem hryðjuverkamaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2008 | 12:10
Spá mín að rætast?
Hreinn meirihluti næst líklega ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007