Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2007

Sorglega líkt og heima í vor

Úrslitin í ţingkosningunum í Danmörku eru sorglega lík úrslitunum á Íslandi sl. vor. Vinstriflokkur bćtir stórlega viđ sig, kratar standa í stađ og fram kemur nýtt frambođ sem virđist hafa mikinn byr í upphafi en botninn dettur síđan úr frambođinu á lokasprettinum. Og svo ţađ sorglega, hćgristjórn rétt hangir međ meirihluta ţrátt fyrir ađ hafa dottiđ út um nóttina. Vissulega er sigur SF glćsilegur og ég fagna sigrinum međ félögum mínum í Danmörku, en vonbrigđin međ ađ stjórnin haldi eru sár. Sérstaklega ef kratarnir í Fćreyjum hefđu druslast til ađ ná manni inn og ţar međ gert alla fćreysku og grćnlensku ţingmennina rauđa ţá hefđu áhrif rasistaflokksins Dansk folkeparti veriđ minnkuđ verulega. Nú hangir hćgristjórnin á bláţrćđi međ stuđningi Piu Kćrsgaard og er ţađ hrođaleg stađa. Betra hefđi veriđ ađ stjórnin hefđi ţurft ađ reiđa sig á Naser Khader. Frown
mbl.is Fogh áformar ekki ađ breyta stjórnarforminu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hver kaus spánarkonung?

Nú finnst mér Chavez hafa veriđ međ óţarfa upphlaup á fundinum og e.t.v. fulllangt gengiđ ađ kalla Aznar fasista, ţó vissulega hafi sá asni veriđ spánverjum til skammar međ ţjónkun sinni viđ klerkastjórnina í Washington. En vissulega á flokkur Aznar rćtur sínar í fasistaflokki Franco ţó flokkurinn hafi vissulega lagast mikiđ síđan ţá. En mér er spurn, hver kaus Juan Carlos? Í hvađa umbođi talar hann? Var hann e.t.v. svona uppstökkur vegna ţess ađ alţjóđ veit ađ ţađ var sjálfur fasistaeinrćđisherran Franco sem kom honum í embćttiđ?
mbl.is Spánarkonungur sagđi Chaves ađ ţegja
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sérkennilegur fréttaflutningur

Fréttaflutningur Morgunblađsins af dönsku kosningabaráttunni virđist vćgast sagt furđulegur, og virđist frekar einkennast af óskhyggju frekar en raunveruleikanum. Kratarnir virđast eitthvađ vera ađ síga, en ţađ er meira en bćtt upp međ stórsókn systurflokks VG, Sosialistik folkeparti, sem stefnir í ađ meira en tvöfalda fylgi sitt. Ţriđji vinstriflokkurinn, Enhedslisten er núna líka inni (yfir 2%) samkvćmt nýjustu könnunum. Politiken segir líka samkvćmt síđustu könnunum ţá séu ţađ stjórnarandstöđuflokkarnir sem séu jafn nálćgt ţví ađ ná meirihluta einir og ríkisstjórnarflokkarnir. Enn virđist allt benda til ađ flokkur Nasser Khaders muni vera í oddastöđu.

Kosningarnar eru allavega mjög spennandi og allt getur gerst. Félagar okkar í Danmörku ţurfa ţví augljóslega ađ bretta upp ermarnar til ađ tryggja ađ ríkisstjórnin falli.


mbl.is Allt bendir til ţess ađ danska stjórnin haldi velli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Des. 2017
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband