21.1.2009 | 11:49
Skilaboðin eru hávær og skýr...
Mótmæla aftur í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.1.2009 | 14:54
Framsókn gerir upp við fortíðina
Framsóknarflokkurinn rær nú lífróðri til að bjarga flokknum frá útrýmingu. Mönnum fortíðarinnar er gersamlega hafnað, og klár ungur maður valinn til forystu. Það getur vel verið að honum takist að bjarga hræinu þó að ég sé þess efins að flokkurinn sé á vetur setjandi. E.t.v. tekst Sigmundi að bjarga því sem bjargað verður þannig að úr verði ca. 10-15% miðjuflokkur sem væri stjórntækur. Ef einhverjum tekst það þá væri það Sigmundi. Ég hef seint talist til aðdáenda Framsóknarflokksins, en verð að gefa þeim kredit fyrir að reyna að bjarga flokknum með því að kjósa Sigmund formann. Nú er bara að sjá hvort aðrir stjórnmálaflokkar nái þessu og sjái að það þarf að hreinsa út úr fjósinu.
Það sem mér finnst standa uppúr há Sigmundi er að hann segir réttilega að umræðan um mögulega aðild að ESB sé ekki það sem skipti máli nú. Fyrst þarf að takast á við efnahagshrunið. Það verður ekki gert nema með því að ríkisstjórnin fari frá með góðu eða illu.
Vill færa flokkinn frá hægri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2009 | 15:09
Það þýðir ekkert bara að væla um þetta Kalli...
Vill kvótann á markað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.1.2009 | 13:10
Hvers vegna er kvótinn ekki boðinn upp?
Viðbótin skilar 10 milljörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.1.2009 | 12:43
Forgangsverkefni í öryggismálum þjóðarinnar
NATO-ráðstefna um öryggi á norðurslóðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2008 | 16:58
Til hamingju Hörður
Hörður er vel að þessu kominn, táknrænn fyrir uppreisn almennings sem á endanum hlýtur að leiða til hruns ríkisstjórnarinnar og alls þess hyskis sem situr við skemmdarverk í enn í valdastólum. Ég verð sífellt sannfærðari að ef ríkisstjórnin víki ekki með góðu á allra næstu vikum þá verði henni einfaldlega hent af almenningi og 2009 verði minnst sem byltingarárs. Fólkið á kröfu á því að brennuvargarnir séu ekki í slökkvistarfinu og að þjófnaðinum á almannaeignum verði þegar í stað hætt. Krafan hlýtur að vera ríkisstjórnina frá strax og kosningar innan nokkurra vikna.
Ég þakka hér með öllum lesendum mínum fyrir samskiptin á árinu og óska öllum gleðilegs nýs byltingarárs! Baráttan er rétt að byrja.
Hörður Torfason maður ársins á Rás 2 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2008 | 10:05
Ótrúlegur hroki
Hvílíkur hroki. Davíð er gersamlega dottinn úr tengslum við raunveruleikann. Hann er í dag aumkunarverð persóna sem átti að baki glæstan pólitískan feril sem nú er í svaðinu. Hann er okkar Geore W. Bush, pólitíkus sem gert hefur ótrúlegan skaða en virðist ekki fatta það. Davíð fór fyrir ríkisstjórninni sem einkavinavæddi banka almennings, gaf þeim frjálsar hendur við að breyta Íslandi í spilavíti þar sem allir vinningar fóru í vasa gæðinganna en tapið var borið af almenningi. Svo brást hann gersamlega vaktina sem seðlabankastjóri. Til að kóróna verkið hefur hann gert Ísland að athlægi sem einn fáránlegasti seðlabankastjóri mannkynssögunnar, opnar varla muninn án þess að kosta okkur milljarðatugi. Það eina jákvæða sem virðist koma frá honum er að menn geta skemmt sér við að lesa grínsögur af honum í heimspressunni. Hann hefur talið sér trú um að þetta sé öllum öðrum að kenna, hann hafi alltaf varað við þessu og bla bla bla. Það liggur við að maður vorkenni kallinum, maður myndi gera það ef hann hefði ekki valdið svona miklum skaða og heldur áfram að valda skaða með hverri mínútu sem hann situr í nokkru embætti. Ég held að sjálfstæðismönnum hljóti að líða eins og íhaldsmönnum í Bretlandi leið þegar Margaret Thatcher hélt áfram að bjóða"góðmenninu" og vini sínum Augusto Pinocet í te eftir að hún yfirgaf pólitíkina. En Bretar höfðu allavega vit á að hleypa frúnni ekki í neitt embætti sem skipti máli. Tökum Davíð á orðinu, hendum honum úr Seðlabankanum og látum hann fara aftur í pólitík og verða sér að athlægi þar.
Vissulega er Davíð fjarri því að vera eini blóraböggullinn. Auðvitað eru bónusfurstarnir og fjárglæframennirnir aðal sökudólgarnir. Sjálfstæðisflokkurinn er aðal sökudólgurinn pólitískt og samstarfaðilar þeirra í ríkisstjórnum, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin eru líka sekir. Síðastnefndi flokkurinn brást pólitískt vaktina og hefur gersamlega brugðist við stjórn kreppunnar. Allir sökudólgarnir sitja enn í stöðum sínum, bönkunum er stjórnað af sama fólki og eignir almennings seldar (gefna) til vildarvina með leynd. Það er löngu komið nóg. Það þarf að skipta um allt settið, ríkisstjórnina, seðlabankastjórnina og allt settið sem stjórnar enn almenningsvæddu bönkunum. Ya basta!
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2008 | 15:31
Halló, á hvaða forsendum?
Stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2008 | 15:22
Flauelsbyltingin í Tékkóslóvakíu
Fyrir réttum 19 árum var byltingarástand í Tékkóslóvakíu. Atburðirnir hófust fyrir alvöru 16. Nóvember 1989 og enduðu með algjöru hruni stjórnkerfisins í lok desember það ár þegar skáldið og andófsmaðurinn Václav Havel var kjörinn forseti landsins. Þó að efnahagskerfi landsins væri í skárra ástandi en flestra nágrannalandanna þá var ljóst að ríkisstjórnin var pólitískt gjaldþrota. Fólkið var búið að fá nóg. Það reis upp gegn ríkisstjórninni og þrátt fyrir að stjórnvöld reyndu að lægja öldurnar með málamiðlunum og óljósum loforðum um umbætur, samþykkti fólkið það ekki. Nú var komið nóg. Skipta þurfti um allt settið. Flauelsbyltingin svokallaða var hafin. Byltingin tók samtals um einn og hálfan mánuð og var nær algjörlega friðsamlega. Ríkisstjórnin hékk um tíma en gafst að lokum upp. Fólkið hafði sigur.
Nú er flauel ekki mjög áberandi á Íslandi. Hins vegar er flís mjög almennt notað meðal almennings. Orðið flís hefur líka þá skemmtilegu skírskotun að það þýðir bæði óunnin ull af sauðfé og hið nútímalega hlýja efni sem nær allir íslendingar klæðast í dag. Er í raun hinn nýi lopi, skírskotar bæði til róta okkar sem sauðfjárbænda og til nútímans sem hátækni iðnaðarframleiðsla. Svo er er hið auðvitað hið gyllta flís úr grísku goðafræðinni, sem vísar til flótta undan erfiðleikum. Flís stefnir því til framtíðar, en er með sögulegum skírskotunum. Nú er ég staddur í London, Bretlandi en mun koma heim fljótlega. Ég mætti á fyrsta mótmælafundinn gegn ríkisstjórninni og seðlabankastjóra á Austurvelli fyrir rúmum mánuði í flísjakkanum mínum. Þegar ég kem heim aftur mun ég mæta á Austurvöll á ný í flísjakkanum mínum. Og vænti þess að þúsundir annarra muni gera slíkt hið sama. Er ekki komið nóg?
Ónýtur banki bjargar ónýtri krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2008 | 15:48
Framsóknarflokkurinn 1916-2008 RIP
Guðni segir af sér þingmennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google