4.5.2007 | 13:27
Betur má ef duga skal
Það yrði skelfilegt fyrir íslendinga ef niðurstöður kosninganna væru þær einar að fylgi færðist dálítið milli stjórnarflokkanna og á milli stjórnarandstöðuflokknanna. Samkvæmt nýjustu Gallup könnuninni bætir ríkisstjórnin við þingstyrk sinn ef eitthvað er þó svo að Framsóknarflokknum sé réttilega refsað fyrir íhaldsþjónkun sína. Eitthvað virðast félagar mínir í Samfylkingunni kætast, en einhverjar tilfærslur milli vinstriflokkanna skipta litlu máli ef við ætlum að breyta íslenska samfélaginu. Betur má ef duga skal. Nú þurfa vinstrimenn að bretta upp ermarnar, flokkarnir þurfa að ná sem næst 45% fylgi samanlagt. Það var alltaf vitað að sveiflan yfir á VG væri ýkt enda erfitt fyrir nokkurn flokk að þrefalda fylgi sitt. Tvöföldun yrði auðvitað ótrúlegur sigur. En þó vissulega stefni í það að VG verði sigurvegari kosninganna þá yrði slíkur sigur bitur ef ríkisstjórnin héldi áfram eina ferðina enn.
Annars verður maður að vona að Sjálfstæðisflokkurinn sé vel ofmetinn um 4-5% fylgi í þessari könnun. Tölurnar sem birtar voru nýlega úr Reykjavík Norður voru frábærar, vinstriflokkarnir með vel yfir 50% fylgi og exbé fjarri því að ná manni inn. Það var könnun sem vert var að fagna, ekki þessi lélega könnun sem voru slæmar fréttir fyrir vinstrimenn. Brettum upp ermarnar og fellum ríkisstjórnina. Ég kýs V, aðrir vinstrimenn kjósa S. Það er samanlagt fylgi vinstriflokkanna sem skiptir mestu.
Samfylkingin aftur fram úr VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2007 | 12:10
Bjargað fyrir horn
Verkamannaflokkurinn tapar fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2007 | 15:55
Ha, hver er að tala um kynlífsþræla?
Hvernig í ósköpunum kemst Mogginn að þeirri niðurstöðu við lestur greinarinnar um kynlíf steinaldarmanna að þeir hafi haldið "kynlífsþræla"? Það er hvergi talað um slíkt, enda fjarstæða að halda því fram að slíkt hafi tíðkast. Megininntak rannsóknanna er að steinaldarmenn hafi stundað kynlíf til sér til skemmtunar og til að bindast innan hópa. Sem hluti af þessum kynlífsiðkunum hafi þeri stundað leiki. Orðrétt segir á ensku:
"Practices ranging from bondage to group sex, transvestism and the use of sex toys were widespread in primitive societies as a way of building up cultural ties."
Hvernig í ósköpunum fá menn það út að hér sé verið að vísa í að steinaldarmenn hafi haldið "kynlífsþræla"? Þvert á móti virðist sem viðhorf til kynlífs hafi verið frjálslegt og stundað af báðum kynjum sér til ánægju. Hugtakið "bondage" vísar til kynlífsleikja. Þeir sem hafa lágmarks þekkingu á samfélögum safnara og veiðimanna (steinaldarmanna) vita að það er gersamlega út í hött að tala um að "halda kynlífsþræla", enda er engin ástæða til þess þegar viðhorf til kynlífs er frjálslegt og enginn getur "slegið eign sinni" á nokkur annan. Þrælar og þrælahald kemur ekki til fyrr en með landbúnaðarsamfélögunum.
Steinaldarmenn lifðu fjörugu kynlífi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2007 | 20:16
Í járnum
Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2007 | 16:13
Eru þá útlendingar bak við þetta?
Framsóknarflokkurinn virðist allavega vera á því, enda segir flokkurinn að "að áletrunin á skiltunum sé slagorð, sem erlendir virkjanaandstæðingar hafi notað í aðgerðum sínum gegn Kárahnjúkavirkjun og uppbyggingu iðnaðar á Austurlandi." Er flokkurinn nú kominn í samkeppni við Frjálslynda flokkinn?
Annars virðist mér þetta bara vera fíflaleg strákapör sem gera ekkert annað en að hjálpa Framsóknarflokknum upp úr 7 í 8%. Líklega einhverjir krakkar á fylleríi.
Auglýsingaskilti Framsóknarflokksins á Egilsstöðum skemmd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2007 | 10:54
Í Afríku eru barnahermenn endurhæfðir...
...og reynt að hjálpa þeim til að aðlaga sig samfélaginu eftir ömurleg stríðsátök. Bandaríkjamenn aðhyllast greinilega ekki slíka mannúðarstefnu, enda leggja þau sig fram að handtaka börn og halda þeim í fangabúðum. Gengu m.a.s. svo langt að handtaka svo ung börn sem 12 ára og fangað þau í Guantanamo (reyndar var þessum börnum sleppt eftir um tveggja ára vist í pyntingarbúðunum). Nú lögsækja þau barnahermann fyrir morð af því að hann réðist á erlendan innrásarher í Afganistan! Eru menn ekki í lagi? Bandaríkjastjórn telur greinilega að árásir á innrásarher þeirra séu morð og hryðjuverk, meðan þeim þykir ekki tiltökumál að drepa tugþúsundir almennra borgara í erlendum löndum. Hvernig í ósköpunum getur árás á innrásarhermann talist til morðs? Hvernig í ósköpunum dettur mönnum í hug að telja árásir á bandaríska hersetuliðið í Írak sem hryðjuverk (má m.a. benda á að bandaríska pressan talar enn um það sem hryðjuverkaárás þegar líbanskir skæruliðar réðust á bandaríska innrásarherinn í þeirra eigin landi 1982). Með sömu rökum voru allar árásir á þýska hermenn í seinni heimstyrjöldinni morð.
Þessi lögsókn á manni sem var handtekinn 15 ára gamall er auðvitað slík fjarstæða að maður hefði talið að jafnvel bandaríkjastjórn myndi ekki detta slík della í hug. Viðkomandi var augljóslega barnahermaður og átti að hjálpa honum til að aðlagast samfélaginu á ný. Er viss um að kanadamenn hefðu getað hjálpað honum. Að loka drenginn inni í pyntingarbúðum í 5 ár og lögsækja hann fyrir morð á innrásarhermanni sýnir auðvitað alveg ótrúlegan hroka og mannfyrirlitningu. Greinilegt að bandaríkjastjórn þarf að taka sér Afríkuríki sér til fyrirmyndar í mannréttindarmálum.
Fangi í Guantánamo-búðunum ákærður fyrir morð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2007 | 19:05
Hrun Framsóknarflokksins staðfest í hverri könnuninni á fætur annari
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig þingmanni í Reykjavík suður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.4.2007 | 10:44
Vinstrimenn verða að herða róðurinn
Slæmu fréttirnar í þessari könnun eru að Sjálfstæðisflokkurinn er allt of sterkur. Spái því samt að D sé töluvert ofmetinn, flokkurinn endar líklega í kringum 36%. Góðu fréttirnar eru auðvitað að Framsóknarflokkurinn er búinn að festa sig í sessi sem smáflokkur. Spái því að flokkurinn megi þakka fyrir ef hann skríður í tveggja stafa tölu. Jón Sigurðsson er örugglega ekki á þingi, nema að hann detti inn sem uppbótamaður fyrir einhverja slysni.
Á vinstrivængnum er ekkert óeðlilegt að Samfylkingin bæti við sig í kjölfar landsfundar. Einnig held ég að allir hafi vitað að svimandi hæðir í fylgi VG væru eitthvað ýktar. Í raun er allt yfir 15% fylgi stórsigur fyrir VG, svo ég tali nú ekki um nær 20% fylgi sem er vissulega raunhæft. Samfylkingin endar líklega í kringum 25% fylgi sem væru vissulega vonbrygði fyrir flokkinn en alls ekkert hrun eins og margir óttuðust. Fyrir mig skiptir mestu máli að vinstriflokkarnir tveir verði nálægt 45% fylgi samanlagt, ca. 20% VG og 25% Sf.
Samfylkingin eykur verulega fylgi sitt á kostnað VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.4.2007 | 18:12
Hvaða flokkur fer ekki í ríkisstjórn á eigin forsendum?
Meira að segja Framsóknarflokkurinn fer í ríkisstjórn á "eigin forsendum", þeirra forsendur koma bara hugsjónum og stefnu lítið við, snúast um stóla, störf og aðra bitlinga.
Hvað er Árni Páll að fara hér? Hvað þýðir það að Samfylkingin fari bara í ríkisstjórn "á eigin forsendum": Þýðir það að Samfylkingin setjist bara í ríkisstjórn þar sem þeir ráða öllu? Slíkt væri alveg ótrúlegur hroki. "Skiptir engu máli hversu margir kjósa okkur, við viljum ráða öllu". Ég trúi því varla að Árni Páll hafi meint þetta svona. Þá væri gott að vita hvað hann er í raun að fara.
Samfylking fari einungis í stjórn á eigin forsendum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2007 | 19:32
Jæja, vinstriflokkarnir allavega miklu stærri en Sjálfstæðisflokkurinn
Fylgi Samfylkingar minnkar enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007