14.11.2007 | 11:49
Sorglega líkt og heima í vor
Fogh áformar ekki að breyta stjórnarforminu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2007 | 13:12
Hver kaus spánarkonung?
Spánarkonungur sagði Chaves að þegja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2007 | 10:18
Sérkennilegur fréttaflutningur
Fréttaflutningur Morgunblaðsins af dönsku kosningabaráttunni virðist vægast sagt furðulegur, og virðist frekar einkennast af óskhyggju frekar en raunveruleikanum. Kratarnir virðast eitthvað vera að síga, en það er meira en bætt upp með stórsókn systurflokks VG, Sosialistik folkeparti, sem stefnir í að meira en tvöfalda fylgi sitt. Þriðji vinstriflokkurinn, Enhedslisten er núna líka inni (yfir 2%) samkvæmt nýjustu könnunum. Politiken segir líka samkvæmt síðustu könnunum þá séu það stjórnarandstöðuflokkarnir sem séu jafn nálægt því að ná meirihluta einir og ríkisstjórnarflokkarnir. Enn virðist allt benda til að flokkur Nasser Khaders muni vera í oddastöðu.
Kosningarnar eru allavega mjög spennandi og allt getur gerst. Félagar okkar í Danmörku þurfa því augljóslega að bretta upp ermarnar til að tryggja að ríkisstjórnin falli.
Allt bendir til þess að danska stjórnin haldi velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2007 | 13:35
Össur í þýsku ríkisstjórninni?
Össur átti fund með forseta Filippseyja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.10.2007 | 10:49
Dönsku þingkosningarnar
Þar sem kosningar fara nú í hönd í Danmörku ákvað ég að taka "próf" á Politiken til að sjá hvar ég stæði væri ég kjósandi í Danmörku. Að flestu leiti komu mér úrslitin ekki á óvart, ég á samkvæmt þessu að kjósa annað hvort Enhedslisten eða Socialistik folkeparti. Helst kom mér að óvart að kratarnir skyldu lenda neðar en bæði Radikale venstre og kristilegir. Ég á síðan augljóslega að forðast ríkisstjórnarflokkana. Það sem fleytti ø yfir f var að ég er algjörlega á móti því að mismunun sé leifð í opinbera kerfinu samkvæmt greiðslu. Hér kemur niðurstaðan mín:
24.10.2007 | 09:19
Jón og séra Jón
Hálf milljón manna hafa yfirgefið heimili sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.10.2007 | 11:29
Vel að þessu kominn
Fyrrum forseti Mósambík fyrstur til að hljóta ný verðlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2007 | 15:05
Frábært grín með alvarlegum undirtón
Þó að þetta sé auðvitað grín þá er undirtónninn alvarlegur. Áður var réttilega gert "grín" að fáránlegum stuðningi fyrrverandi ríkisstjórnar við stríðsglæpina í Írak, "Ísland tilbúið að styðja hernaðinn í Írak til hins síðasta bandaríska blóðdropa! Nú köllum við "herinn" heim frá Írak (þ.e.a.s. Herdísi) og það er auðvitað þrælfyndið. En alvarlegi undirtónninn eru auðvitað pólitísku skilaboðin sem við sendum, við erum hætt að styðja árásarstefnu BNA í Írak. Betri landkynningu er ekki hægt að fá. Virði 100 auglýsinga í New York Times.
Pólitíski undirtónninn er auðvitað að m.a.s. litla Ísland er hætt að styðja við bakið að Írak stríðinu. Batnandi mönnum er best að lifa, þó vissulega hafi upphaflegur stuðningur Davíðs og Halldórs í nafni íslensku þjóðarinnar verið skandall.
Osama bin Laden hatar Björk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.10.2007 | 10:10
Rétt ákvörðun
Al Gore útilokar forsetaframboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2007 | 11:31
Samfélagslaun, framhald
Ég kom með þá hugmynd fyrir nokkrum dögum að við tækjum upp samfélagslaun í stað þess kraðaks bóta, lífeyris, námslána og félagsstuðnings sem nú tíðkast. Þessar tölur styrkja þá skoðun mína að ekki einungis séu slík laun æskileg heldur vel framkvæmanleg. Ef við tökum heilbrigðismálin út úr þessu dæmi (þurfum auðvitað að reka heilbrigðiskerfið áfram) eru framlög til annarrar félagsverndar 144.5 milljarðar. Ef við gefum okkur að um 200.000 einstaklingar yfir 18 ára séu í landinu og reiknum þeim 170,000 í samfélagslaun á mánuði þá gerir það 408 milljarða í samfélagslaun. Reiknum síðan 30,000 krónur í barnabætur á mánuði fyrir öll börn, sem eru um 100.000. Það gerir 36 milljarða. Heildar samfélagslaun eru því 444 milljarðar á ári. Þar sem nú hafa allir fullorðnir einstaklingar 170,000 á mánuði í samfélagslaun þá má reikna með að laun lækki sem því nemur. Þessa upphæð er hægt að rukka fyrirtækin í gengum skatta á umsvif (ég legg til blöndu af veltusköttum og nefsköttum á starfsmenn). Ef við gefum okkur að u.þ.b. 70% fullorðna séu í fullu starfi þá er hægt að rukka launagreiðendur um 170,000*12*140,000 í skatta á umsvif þar sem það kemur í sama stað niður fyrir fyrirtækin vegna þess að laun lækka sem því nemur (athugið að launagreiðslur á vegum ríkisins skipta ekki máli þar sem þær eru bara millifærsla á fé). Heildartekjur af slíkum sköttum væru því 285,6 milljarðar. Mismunurinn á þessu og útgjöldum vegna samfélagslaunanna er því einungis 158,4 milljarðar sem er ekki mikið meira en þeir 144.5 milljarðar sem fara í félagsvernd að frátalinni heilsugæslu. Þetta er því vel kljúfanleg. Þetta eru auðvitað ofureinfaldaðar tölur en samt nærri lagi.
Með því að taka upp samfélagslaun er hægt að tryggja öllum mannsæmandi kjör. Það kemur öllu samfélaginu til góða. Þegar menn hætta að hafa áhyggjur af því að eiga í sig og á má færa rök fyrir því að kostaður við heilsugæslu lækki. Einnig má færa rök fyrir því að framleiðni aukist bæði vegna þess að laun láglaunafólksins hljóta að aukast stórlega og því hvati hjá fyrirtækjunum að hámarka framleiðni (sem er vandamál á Íslandi). Allir fá eitthvað við sitt hæfi, bæði hægri og vinstrimenn. Hægrimenn sjá ríkisbáknið minnka því nú er engin þörf á því að vera með her skriffinna sem eru nú að reikna bætur og bótaskerðingar. Opinberum starfsmönnum hlýtur því að fækka, sem kemur síðan einkageiranum til góða. Báknið burt verður því að raunveruleika. Vinstrimenn sjá drauminn um réttindi allra samfélagsþegna til mannsæmandi lífs verða að veruleika og samfélagslaun munu síðan leiða til stórfelldrar launajöfnunar þar sem lægstu laun hljóta að hækka til muna. Þetta eru auðvitað róttækar hugmyndir, en eitthvað verður að gerast til að sporna við aukinni misskiptinu í samfélaginu. Annars er voðinn vís, í dag stefnum við hraðabyri að því að skapa stóra stétt láglaunafólks sem horfir á auðsköpun samfélagsins renna sífellt í hendur færri ofsaríkra aðila. Slíkt er vísir að stórfelldum samfélagsvandamálum með aukinni glæpatíðni o.s.f. Slíkt ætti enginn að vilja sjá.
Yfir 220 milljörðum varið til félagsverndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007