Leita í fréttum mbl.is

Samfélagslaun, framhald

Ég kom með þá hugmynd fyrir nokkrum dögum að við tækjum upp samfélagslaun í stað þess kraðaks bóta, lífeyris, námslána og félagsstuðnings sem nú tíðkast. Þessar tölur styrkja þá skoðun mína að ekki einungis séu slík laun æskileg heldur vel framkvæmanleg. Ef við tökum heilbrigðismálin út úr þessu dæmi (þurfum auðvitað að reka heilbrigðiskerfið áfram) eru framlög til annarrar félagsverndar 144.5 milljarðar. Ef við gefum okkur að um 200.000 einstaklingar yfir 18 ára séu í landinu og reiknum þeim 170,000 í samfélagslaun á mánuði þá gerir það 408 milljarða í samfélagslaun. Reiknum síðan 30,000 krónur í barnabætur á mánuði fyrir öll börn, sem eru um 100.000. Það gerir 36 milljarða. Heildar samfélagslaun eru því 444 milljarðar á ári. Þar sem nú hafa allir fullorðnir einstaklingar 170,000 á mánuði í samfélagslaun þá má reikna með að laun lækki sem því nemur. Þessa upphæð er hægt að rukka fyrirtækin í gengum skatta á umsvif (ég legg til blöndu af veltusköttum og nefsköttum á starfsmenn). Ef við gefum okkur að u.þ.b. 70% fullorðna séu í fullu starfi þá er hægt að rukka launagreiðendur um 170,000*12*140,000 í skatta á umsvif þar sem það kemur í sama stað niður fyrir fyrirtækin vegna þess að laun lækka sem því nemur (athugið að launagreiðslur á vegum ríkisins skipta ekki máli þar sem þær eru bara millifærsla á fé). Heildartekjur af slíkum sköttum væru því 285,6 milljarðar. Mismunurinn á þessu og útgjöldum vegna samfélagslaunanna er því einungis 158,4 milljarðar sem er ekki mikið meira en þeir 144.5 milljarðar sem fara í félagsvernd að frátalinni heilsugæslu. Þetta er því vel kljúfanleg. Þetta eru auðvitað ofureinfaldaðar tölur en samt nærri lagi.

Með því að taka upp samfélagslaun er hægt að tryggja öllum mannsæmandi kjör. Það kemur öllu samfélaginu til góða. Þegar menn hætta að hafa áhyggjur af því að eiga í sig og á má færa rök fyrir því að kostaður við heilsugæslu lækki. Einnig má færa rök fyrir því að framleiðni aukist bæði vegna þess að laun láglaunafólksins hljóta að aukast stórlega og því hvati hjá fyrirtækjunum að hámarka framleiðni (sem er vandamál á Íslandi). Allir fá eitthvað við sitt hæfi, bæði hægri og vinstrimenn. Hægrimenn sjá ríkisbáknið minnka því nú er engin þörf á því að vera með her skriffinna sem eru nú að reikna bætur og bótaskerðingar. Opinberum starfsmönnum hlýtur því að fækka, sem kemur síðan einkageiranum til góða. Báknið burt verður því að raunveruleika. Vinstrimenn sjá drauminn um réttindi allra samfélagsþegna til mannsæmandi lífs verða að veruleika og samfélagslaun munu síðan leiða til stórfelldrar launajöfnunar þar sem lægstu laun hljóta að hækka til muna. Þetta eru auðvitað róttækar hugmyndir, en eitthvað verður að gerast til að sporna við aukinni misskiptinu í samfélaginu. Annars er voðinn vís, í dag stefnum við hraðabyri að því að skapa stóra stétt láglaunafólks sem horfir á auðsköpun samfélagsins renna sífellt í hendur færri ofsaríkra aðila. Slíkt er vísir að stórfelldum samfélagsvandamálum með aukinni glæpatíðni o.s.f. Slíkt ætti enginn að vilja sjá.


mbl.is Yfir 220 milljörðum varið til félagsverndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband