Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Að hlaupa á sig

Einn helsti kosturinn við bloggið er að það er á rauntíma. Það þýðir að maður, jafnvel einhver sem búsettur er erlendis eins og ég, get tekið þátt í umræðum við landa mína hvar sem er í heiminum nær því eins og að hafa samræður við þá. En slíkt getur líka haft vandræði í för með sér, maður getur auðveldlega hlaupið á sig! Segjum sem svo að maður hefði eftirfarandi samtal: Ég (snillingurinn): "Heyrðu, ég sé að þeir hafa rekið Styrmi af Mogganum. Það hlýtur að vera vegna þess að hann er búinn að skamma Flokkinn of mikið nýlega". Vinur minn: "Ha, Mummi, veistu ekki að Styrmir er að verða sjötugur?". Ég: "Úps, er hann virkilega svona gamall, ég hélt að hann væri svona um 65 ára. Úps, þarna hljóp ég á mig. Er ÉG virkilega orðinn þetta gamall. Og þetta sem var svo flott samsæriskenning hjá mér". Síðan væri þetta samtal gleymt og grafið.
 
Vandamálið við bloggið slík vitleysa sem þessi getur fests á prenti. Nú hafði ég hlaupið illilega á mig. Hvað var hægt að gera. Ég ákvað að gera Björn Bjarnason og ritskoða bloggið mitt. Slíkt er auðvitað einungis hægt að gera í skjóli nætur. Ég stillti því vekjaraklukkuna á háf fjögur, tók til gúmmíhanskana, vasaljósið og sólgleraugun til að undirbúa það að læðast upp á skrifstofuna mína og ritskoða Styrmisbloggið mitt. Klukkan 7 í morgun vaknaði ég síðan þegar sonur minn vakti mig. Svona er þessi tækni, með gamaldags vekjaraklukkum stillir maður bara á þann tíma sem maður vill vakna á, en með vekjaranum í símanum þarf maður víst að velja um AM og PM. Og ég sem var búinn að undirbúa svo flottan Björn og ætlaði síðan að kommenta á ritskoðaða bloggið og hlæja að kommentum annarra því þeir hefðu greinilega misskilið bloggið mitt. Well, svo fór um sjóferð þá, tæknin brást mér og sólgleraugun voru aldrei sett upp.
 
Ætli það sé nokkuð eftir nema að biðja Styrmi Gunnarsson, Flokkinn og Ólaf Stephensen afsökunar á dellunni í mér. Óli Stef er ágætur fagmaður og góður drengur. Óska honum velfarnaðar í starfi. Vonandi þorir hann líka að setja sig stundum upp á móti flokknum eins og Styrmir gerði. Vissulega eru nú komin kynslóðaskipti á Mogganum. Njóttu eftirlaunanna vel Styrmir, þú hefur unnið fyrir þeim.

mbl.is Nýr ritstjóri hlakkar til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök vegna tæknilegra örðugleika.

Það hefur runnið upp fyrir mér að þegar ég sendi inn síðasta bloggið mitt (FLOKKURINN grípur í taumana), þá breytist textinn af einhverjum óskiljanlegum orsökum. Líklega er það vegna þess að Mogginn og FLOKKURINN eru í samsæri gegn mér persónulega og breyta blogginu mínu til að gera lítið úr mér. Pósturinn sem ég sendi inn átti að vera svona:

TOPPURINN grípur tækifærið

Jæja, nú er Styrmir búinn kominn á aldur? TOPPURINN hefur greinilega látið af stjórn Prövdu. Það er eðlilegt, enda er TOPPURINN að verða sjötugur. Styrmir er því eðlilega að hætta. Ólafur Þ. er þægilegur þannig að hann er vel að ritstjóraembættinu kominn. Nú eru stór tímamót á Mogganum,  málgagni  Sjálfstæðisflokksins.

Styrmir hættir nú fyrir aldurs sakir, as he should. Þó hefði verið betra ef Styrmir hefði lýst því yfir að hann myndi hætta með a.m.k. árs fyrirvara. Þá væri maður betur viðbúinn.

 


FLOKKURINN grípur í taumana

Jæja, er Styrmir búinn að vera of óþekkur? FLOKKURINN hefur greinilega stjórn á Prövdu. Það má greinilega ekki gagnrýna FLOKKINN. Styrmir látinn fjúka fyrir það. Ólafur Þ. er þægur, þannig að hann verður ekki með neinn uppsteyt. Nú er endanlega búið að jarða allar tálmyndir um að Mogginn hafi eitthvað sjálfstæði.

"Fyrir aldurs sakir", my ass. Ef það væri raunin hefði Styrmir lýst því yfir að hann myndi hætta með a.m.k. árs fyrirvara.  


mbl.is Ólafur nýr ritstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég studdi "hryðjuverkamenn"

Á 9. áratugnum var ég mjög aktívur í stuðningsbaráttu við frelsissamtökin ANC, sem voru (og eru greinilega enn) skilgreind sem hryðjuverkasamtök af hálfu Bandaríkjastjórnar. Margaret Thatcher varð t.d. æf yfir því að Ken Livingstone skildi láta reisa brjóstmynd af Nelson Mandela, sem þá var í fangelsi, við South Bank listamiðstöðina í London. Hún kallaði Mandela hryðjuverkamann. Formlega virðast ANC enn vera skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Það sem verra er, bandaríkjastjórn áskilur sér rétt til að handtaka aðildarmenn "hryðjuverkasamtaka" og senda þá til Guantanamo. Ekki nóg með það, þeir áskilja sér rétt til að handtaka stuðningsmenn "hryðjuverkasamtaka" og senda þá til Guantanamo eða einhverra pyntingabúða CIA út um allan heim. Ég tók þátt í að fjármagna "hryðjuverkasamtök" þar sem ég var þátttakandi í fjársöfnun sem rann til ANC. Það skildi aldrei vera að maður ætti á hættu að lenda í Guantanamo vegna þessa?
mbl.is Mandela enn skilgreindur sem hryðjuverkamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spá mín að rætast?

Ég velti þeirri hugmynd upp í gær um að nú gæti verið að menn væru að leita að "face saving" leið fyrir Mugabe til að draga sig til hliðar. Þessi frétt styrkir þá skoðun mína. Mugabe "fær" flest atkvæði, en ekki meirihluta, hann dregur sig í hlé þar sem hann fékk ekki meirihluta "þar sem hann virðir reglur lýðræðisins" og brautin verður opin til að ná sátt í landinu. Vissulega myndi þetta geta komið í veg fyrir blóðsúthellingar og "hjálpað" gamla manninum að hverfa á braut.
mbl.is Hreinn meirihluti næst líklega ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mugabe hefur örugglega tapað...

... það er bara spurningin um að viðurkenna það. Það er löngu kominn tími á gamla manninn, hann getur ekki lifað endalaust á glæsilegri fortíð. Auðvitað átti kallinn að hætta fyrir löngu.

Nú þurfa Suðurafríkumenn að setja Mugabe stólinn fyrir dyrnar og hvetja hann til að draga sig í hlé. Kallinn gæti "bjargað" andlitinu með að "vinna" fyrstu umferðina með minna en 50% fylgi og draga sig í hlé í kjölfar þess. Boðað verði þá til nýrra kosninga. Mbeki og félagar hans í stjórn Suður Afríku verða að gefa kallinn upp á bátinn, jú hann hjálpaði þeim mikið í frelsisstríðinu gegn Apartheid stjórninni, en nú verður hann að fara. Nú þegar er vinstriarmur suðurafrísku ríkisstjórnarinnar, COSATU og Kommúnistaflokkurinn farinn að halla sér að stjórnarandstöðunni í Zimbabve. Restin af ANC verður að gera það líka, Zimbabve vegna.


mbl.is Leiðtogar Zimbabve búa sig undir ósigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband