Leita í fréttum mbl.is

Mugabe hefur örugglega tapað...

... það er bara spurningin um að viðurkenna það. Það er löngu kominn tími á gamla manninn, hann getur ekki lifað endalaust á glæsilegri fortíð. Auðvitað átti kallinn að hætta fyrir löngu.

Nú þurfa Suðurafríkumenn að setja Mugabe stólinn fyrir dyrnar og hvetja hann til að draga sig í hlé. Kallinn gæti "bjargað" andlitinu með að "vinna" fyrstu umferðina með minna en 50% fylgi og draga sig í hlé í kjölfar þess. Boðað verði þá til nýrra kosninga. Mbeki og félagar hans í stjórn Suður Afríku verða að gefa kallinn upp á bátinn, jú hann hjálpaði þeim mikið í frelsisstríðinu gegn Apartheid stjórninni, en nú verður hann að fara. Nú þegar er vinstriarmur suðurafrísku ríkisstjórnarinnar, COSATU og Kommúnistaflokkurinn farinn að halla sér að stjórnarandstöðunni í Zimbabve. Restin af ANC verður að gera það líka, Zimbabve vegna.


mbl.is Leiðtogar Zimbabve búa sig undir ósigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er nokkuð ljóst að hann hefur tapað, bara spurning um hve mikið, það er munur á í fréttatilkynningum.  En svo er spurning hvort hann fer nokkuð, var ekki sagt að herinn gæti ekki sætt við við að stjórnarandstaðan tæki við ?  Það stefnir þá í borgarastyrjöld sennilega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2008 kl. 15:37

2 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Það er bara að vona að herinn sætti sig við úrslitin og að vitinu verði komið fyrir Mugabe. Ungir suðurafrískir kommúnistar voru á svæðinu og eru í engum vafa með úrslitin:

"The current electoral results which are displayed outside the various polling stations shows that the MDC has won this current electoral process in all the four categories. The remaining result for the Presidential contest is reported to be in favour of Morgan Tswangirai. There is fear of rigging the Presidential leg, thus the delay of the announcement of the results.

As the YCL we are calling for the ZANU PF and the current President of Zimbabwe to accept the will of the people. He must accept the outcomes without any attempt of rigging...

We are calling, once more, the SADC and AU to immediately deploy the peace keeping mission in Zimbabwe to avoid any instability that might be generated by the electoral outcomes. There is fear for the Kenyan situation if Mugabe force his way back. And there is fear about the Army and police staging a coup if the opposition takes the Presidency.

In this regard, we call for the immediate deployment of SADC and United Nations Peace Keeping forces so as to avert any attempt towards sinking Zimbabwe further into violence."

Skynsamlega ályktað. Afrísk lausn fyrir afrískt vandamál. 

 

Guðmundur Auðunsson, 1.4.2008 kl. 15:46

3 identicon

Auðvitað hefur kallinn tapað, það er bara spurning hvort honum hafi tekist upp nógu vel með kosningarsvindlið. Svo má ekki gleyma því að Mugabe er gamall maður með það mikið stolt að ef Suður-Afríkumenn fara eitthvað að skipta sér af þá límir hann sig fastan við forsetastólinn bara til þess að það líti ekki út fyrir að þeir geti ráðskast með hann. Sem myndi sennilega enda svo í óeirðum eins og í Keníu eða jafnvel í borgarastyrjöld.

Magnús F. (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband