Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
24.1.2008 | 13:51
Dapurlegur dagur í borginni
Reykvíkingar hafa nú upplifað einn dapurlegasta dag í sögu stjórnmála í borginni. Í fyrsta sinn í Íslandssögunni er meirihluti klofinn án nokkurs málefnaágreinings. Ég er þess fullviss að þessi meirihlutaómynd mun ekki sitja lengi. Það góða er að V og S eiga að geta unnið meirihluta auðveldlega í næstu kosningum. En það breytir því ekki að í millitíðinni munu borgarbúar búa við leikhús fáránleikans í anda Dario Fo.
Það gleður mig hins vegar að sjá allt þetta unga fólk á bekkjunum, sem sannar það að ástríða fyrir pólitík er ekki dauð úr öllum æðum. Reykvíkingum er misboðið og við getum verið stolt af unga fólkinu okkar. Allt tal um áhugaleysi ungs fólks fyrir stjórnmálum afsannast hér með. Unga fólkið sýnir hér pólitíska ástríðu sem oft hefur vantað upp á síðkastið. Bravó krakkar, látið ekki einhverja nöldurseggi þagga niður í ykkur, ungt fólk á að vera ástríðufullt, því þeirra er framtíðin. Og ég get ekki verið annað en bjartsýnn á framtíðina.
Ólafur kjörinn borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.1.2008 | 13:26
Stígandaleikur í borgarstjórn
Árið 1986, eftir stórsigur Félags vinstrimanna í kosningu til Stúdentaráðs Háskóla Íslands, ákváðu 4 af 5 fulltrúum Félags umbótasinnaðra stúdenta að ganga gegn ákvörðun félagsins og styðja hægrimennina í Vöku til valda í SHÍ. Umbótasinnar höfðu ákveðið á félagsfundi að ganga til samstarfs við vinstrimenn. Þessir einstaklingar höfðu ekkert bakland og gengu þvert gegn ákvörðunum umbjóðenda sinna í leit sinni að stólum. Mér varð hugsað til þessa dapurlegu sögu þegar núverandi meirihluti í borgarstjórn var stofnaður. Eftir þetta sat Félag umbótasinna eftir sem ein rjúkandi rúst og bar sitt barr aldrei eftir þetta og var að lokum innlimað í Félag vinstrimanna með stofnun Röskvu. Ég tel það öruggt að F listinn sé líka búinn að vera. Ólafur kemst nú á spjöld sögunnar sem eini stjórnmálamaðurinn sem klofið hefur meirihluta án nokkurs málefnaágreinings. Það er áður óþekkt í íslandssögunni. Það er merkilegt að sjá hversu mörgum stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins er ofboðið.
Það góða við þetta er að S og V munu nær örugglega vinna meirihluta í borginni í næstu kosningum. Og einnig er líklegt að ríkisstjórnin hrökklist frá þegar efnahagsloftbóla Sjálfstæðisflokksins hrynur. Vinstriflokkarnir munu þá taka við til að taka til í brunarústunum (svipað og gerðist 1988), með eða án kosninga. Samfylkingin mun ekki hafa neitt samviskubit við að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu þegar stjórnarflokkarnir fara að rífast um hvernig eigi að bregðast við komandi efnahagsörðugleikum.
Ósammála um nýtt samstarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.1.2008 | 12:08
Charlie Wilson's War
Fyrrum þingmaður ákærður fyrir fjármögnun al-Qaeda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2008 | 14:52
Vandamál með lengd nafna í þjóðskrá
Nennir ekki laga sig að tölvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.1.2008 kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...auðvitað hefur dýralæknirinn miklu meira vit á þessu.
Annars vorkenni ég Þorsteini, auðvitað er það ekki auðvelt að lifa í skugga föður síns. Hins vegar er hætt við að þessi embættisskipun eigi eftir há Þorsteini í framtíðinni, það getur ekki verið auðvelt að hafa það á bakinu að vera skipaður í embætti á vægast samt varasömum forsendum.
Segir dómnefnd hafa misskilið hlutverk sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2008 | 14:45
Síðasta tækifærið?
Ég er á þeirri skoðun að þessi tilraun til að ná samningum um tveggja ríkja lausn í Ísrael/Palestínu sé síðasta tækifærið til að ná slíku fram, allavega í langan tíma. Ef ekki næst samkomulag (sem hlýtur að verða byggt á Taba niðurstöðunum, sem gróflega gerir ráð fyrir að Ísrael skili öllum herteknu svæðunum og palestínskt ríki væri "viable") þá er hætta á að palestínsku svæðin hrynji saman og einu "sigurvegarar" slíkrar niðurstöðu yrðu íslömsk og ísraelsk öfgaöfl. Lang líklegast er að Fatah samtökin yrðu endanlega búin að vera og hætt við að Palestínumenn myndu halla sér að öfgaöflum innan Hamas. Bandaríkin skipta öllu máli hvort samkomulag næst, þau verða að setja skrúfu á Ísraelsstjórn annars verður ekkert samkomulag. Vonandi er ætlar Bush raunverulega að reyna að bjarga stöðu sinni í sögunni þó vissulega bendi fyrri gjörðir hans ekki til að hann hafi það í sér.
Ef þessi lota gengur ekki upp tel ég best að gefa tveggja ríkja lausn einfaldlega upp á bátinn og hefja baráttuna fyrir fullum lýðréttindum Palestínumanna innan sameinaðs Ísraels/Palestínuríkis. Sá málstaður ætti að verða tekin upp bæði meðal framfarasinnaðs fólks af gyðinga- og arabaættum og hlýtur að vinnast að lokum eins og baráttan gegn Apartheid forðum. Ég sé fyrir mér að slíkt ríki gæti leyst "right of return" spurninguna fyrir bæði gyðinga og arabasamfélagið með því að veita öllum gyðingum (eins og er í Ísrael í dag) og afkomendum Palestínuaraba sjálfkrafa ríkisborgararétt í nýju ríki (sem eðli málsins samkvæmt gæti hvorki verið gyðinga né arabaríki heldur lýðræðislegt ríki allra íbúanna). Til lengdar tel ég að slík lausn sé sú rétta, hvort sem tveggja ríkja lausn yrði milliskrefið eða ekki.
Bush sér ný tækifæri til að koma á friði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007