Leita í fréttum mbl.is

Stígandaleikur í borgarstjórn

Árið 1986, eftir stórsigur Félags vinstrimanna í kosningu til Stúdentaráðs Háskóla Íslands, ákváðu 4 af 5 fulltrúum Félags umbótasinnaðra stúdenta að ganga gegn ákvörðun félagsins og styðja hægrimennina í Vöku til valda í SHÍ. Umbótasinnar höfðu ákveðið á félagsfundi að ganga til samstarfs við vinstrimenn. Þessir einstaklingar höfðu ekkert bakland og gengu þvert gegn ákvörðunum umbjóðenda sinna í leit sinni að stólum. Mér varð hugsað til þessa dapurlegu sögu þegar núverandi meirihluti í borgarstjórn var stofnaður. Eftir þetta sat Félag umbótasinna eftir sem ein rjúkandi rúst og bar sitt barr aldrei eftir þetta og var að lokum innlimað í Félag vinstrimanna með stofnun Röskvu. Ég tel það öruggt að F listinn sé líka búinn að vera. Ólafur kemst nú á spjöld sögunnar sem eini stjórnmálamaðurinn sem klofið hefur meirihluta án nokkurs málefnaágreinings. Það er áður óþekkt í íslandssögunni. Það er merkilegt að sjá hversu mörgum stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins er ofboðið.

Það góða við þetta er að S og V munu nær örugglega vinna meirihluta í borginni í næstu kosningum. Og einnig er líklegt að ríkisstjórnin hrökklist frá þegar efnahagsloftbóla Sjálfstæðisflokksins hrynur. Vinstriflokkarnir munu þá taka við til að taka til í brunarústunum (svipað og gerðist 1988), með eða án kosninga.  Samfylkingin mun ekki hafa neitt samviskubit við að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu þegar stjórnarflokkarnir fara að rífast um hvernig eigi að bregðast við komandi efnahagsörðugleikum.


mbl.is Ósammála um nýtt samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Frábær samlíking, hafði ekki dottið það í hug. Kannski þetta þjappi vinstrimönnum saman og dýrin í þeim skógi verði enn betri vinir, það gerðist einmitt á þeim tíma. Dýrin áttuðu sig á að þau áttu sér sameiginlega hagsmunamál sem miklu auðveldara var að vinna að saman en sitt í hvoru lagi.

Betri tíð með blóm í haga framundan

Kristjana Bjarnadóttir, 22.1.2008 kl. 17:55

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Mæl þú manna heilastur.

María Kristjánsdóttir, 23.1.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband