Leita í fréttum mbl.is

Vægt tekið til orða hjá Frökkunum...

... þessar yfirlýsingar Páfa eiga líklega eftir að kosta þúsundir manna lífið. Það er marg búið að sanna að smokkar eru lang öflugasta vörnin í baráttunni gegn HIV veirunni. Páfi virðist lifa í einhverjum heimi þar sem kynlíf er eitthvað ógeðslegt sem aðeins skal stunda til að fjölga mannkyninu. Heldur hann virkilega að menn hætti að stunda kynlíf bara af því að einhverir forstrokkaðir karlar í kjólum hafa ákveðið að stunda ekki kynlíf sjálfir og vilja að aðrir stundi "kynlífsbindindi"? Hvað með hjón þar sem annar aðilinn er smitaður en hinn ekki? Notkun smokkar getur alveg komið í veg fyrir smit á milli hjónanna. Páfi og páfagarður undirstrika hversu afturhaldsöm stofnun þetta er og því miður trúa margir dellunni í kjólakörlunum og gjalda fyrir það með lífi sínu. Angry
mbl.is Frakkar gagnrýna ummæli Benedikts páfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú virðist ekki gera þér grein fyrir því, ágæti Guðmundur, að kaþólska kirkjan bannar ekki hjónum að nota smokk, ef annað þeirra er með HIV-smit, og það sama á þá við um aðra hættlega kynsjúkdóma eins og sýfilis (sárasótt).

Rómversk-kaþólska kirkjan er hins vegar andvíg notkun manngerðra getnaðarvarna (þótt hún brennimerki hana ekki sem stórsynd), en þarna er tilgangurinn ekki getnaðarvörn.

Svo er á hitt að líta, að kirkjan hefur bent á, að auðvelt aðgengi allra að getnaðarvörnum eins og pillunni og smokknum hefur átt sinn þátt í kynlífsvæðingu og lauslæti og þar með stóraukinni tíðni samfara, en þetta stuðlar í sjálfu sér að kynsjúkdómum, að konur verði taldar eiga að að vera "easily sexually available" (jafnvel í þerra eigin huga sumra), og þá bresta stundum varnirnar, pillan ekki reglulega tekin, smokkurinn bilar eða notkun hans "slysaleg", og þá er aftur hætt við nefndu smiti, en líka við því, að þungun leiði til fósturdeyðingar. Er þetta svo gott í reynd?

Að páfinn tali til kaþólikka, að þeir velji leið skírlífis, með kynlífsbindindi fyrir hjónaband og haldi sig í kynlífi frá öllum nema maka sínum og stundi þar ekki ónáttúrlegt, hættulegt kynlíf, er vitaskuld hin bezta leið til að forðast HIV-smit.

Jón Valur Jensson, 19.3.2009 kl. 14:41

2 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Jón, ég veit ekki betur en hjónum sé bannað að nota getnaðarvarnir, burt séð frá því hvort einhver sé smitaður af einhverju eða ekki. Eru smokkar ekki "manngerðir"? Auðvitað er bann á notkun smokka fáránlegt, en af því að þér finnst það persónulega fáránlegt innan hjónabands þá breytir það því ekki að kaþólska kirkjan bannar algjörlega notkun smokka. Punktur. Ef þú veist eitthvað sem ég veit ekki, sendu mér endilega bendil á stefnu páfagarðs þar sem smokkanotkun er leyfð.

Þessi lauslætisrök eru gömul og úldin. Koma m.a. fram í því að sumt fólk (þ.á.m. kaþólska kirkjan) er í alvöru gegn því að bólusetja allar stelpur gegn veirunni sem getur leitt til leghálskrabbameins. Í alvöru, slíkir pervertar vilja frekar sjá konur deyja úr leghálskrabba heldur en bólusetja af því að þessir einstaklingar halda að slík bólusetning geti leitt til aukins kynlífs unglinga. Í alvöru, finnst þér svona andstaða veið bólusetningu á úldnum "lauslætisrökum" ekki sjúk?

Það sem stendur eftir er að Páfi og pótintátar hans eru að dæma þúsundir manna til dauða með stefnu sinni, annað hvort af heimsku eða vegna sjúklegrar afstöðu til kynlífs. Smokkar virka og það er búið að margsanna það. Tæland er gott dæmi um land sem tókst að hemja HIV smit með massívri smokkaherferð. Og þau lönd í Afríku þar sem áhrif kaþólsku kirkjunnar eru sem minnst eru þau sem bestan hemil hafa á Eyðni faraldrinum. Svo einfalt er það.

Guðmundur Auðunsson, 19.3.2009 kl. 15:18

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú hefur bara ekki fylgzt með, Guðmundur minn. Ég er að fara hér með staðreyndir og vitnaði t.d. til þessarar afstöðu í eftirfarandi hluta innleggs hjá Svani lækni á Moggabloggi 21.3. 2008 kl. 13:24 (feitletrað hér):

"Afstaða kirkjunnar til eyðni birtist einkum í viðamiklu starfi hennar að uppihaldi sjúkrastofnana sem sinna eyðni- og alnæmisjúklingum (26,7% þeirra heilbrigðisstofnana sem meðhöndla eyðni árið 2006 voru kaþólskar) og í hvatningum hennar til sinna trúuðu til að vera skírlífir (stunda ekki kynlíf utan hjónabands), sem er öruggari leið til að forðast smit en smokkar. Þó er hjónum siðferðislega leyfilegt að nota smokka til að forðast HIV-smit, ef annað þeirra er talið smitað – það er afstaða kirkjunnar manna, sem ég tek t.d. undir, ekki aðeins af því að hún segir það, heldur var þetta siðfræðilega grunduð ályktun mín út frá kristnum frumreglum löngu áður en fréttist um þessa afstöðu kirkjunnar."

Þessi stefna var gerð heyrinkunn af kardinála einum f.h. kirkjunnar fyrir nokkrum misserum.

Svo er smokkurinn ekki 100% öruggur, Guðmundur, eyðninefnd hjá Sameinuðu þjóðunum hefur talað um, að hann sé um 90% öruggur (sjá HÉR). Ekki er nú gott í efni, ef svo er. Ætli skírlífið sé þá ekki betra?

Þú hyggur að hlutirnir séu einfaldir, en flóknir eru þeir og ekki sízt áhrifin af þeirri stefnu sem þú gerist hér fulltrúi fyrir. En ræðum málin.

Jón Valur Jensson, 19.3.2009 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband