24.1.2008 | 13:51
Dapurlegur dagur í borginni
Reykvíkingar hafa nú upplifað einn dapurlegasta dag í sögu stjórnmála í borginni. Í fyrsta sinn í Íslandssögunni er meirihluti klofinn án nokkurs málefnaágreinings. Ég er þess fullviss að þessi meirihlutaómynd mun ekki sitja lengi. Það góða er að V og S eiga að geta unnið meirihluta auðveldlega í næstu kosningum. En það breytir því ekki að í millitíðinni munu borgarbúar búa við leikhús fáránleikans í anda Dario Fo.
Það gleður mig hins vegar að sjá allt þetta unga fólk á bekkjunum, sem sannar það að ástríða fyrir pólitík er ekki dauð úr öllum æðum. Reykvíkingum er misboðið og við getum verið stolt af unga fólkinu okkar. Allt tal um áhugaleysi ungs fólks fyrir stjórnmálum afsannast hér með. Unga fólkið sýnir hér pólitíska ástríðu sem oft hefur vantað upp á síðkastið. Bravó krakkar, látið ekki einhverja nöldurseggi þagga niður í ykkur, ungt fólk á að vera ástríðufullt, því þeirra er framtíðin. Og ég get ekki verið annað en bjartsýnn á framtíðina.
Ólafur kjörinn borgarstjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Sammála síðasta ræðumanni! HEYR HEYR!
Ásta Hrönn , 24.1.2008 kl. 14:09
Lýsi einnig ánægju minni með unga fólkið. Tel jákvætt að það láti sig málið skipta, oft hefur verið talað um áhugaleysi þess. Ungt fólk á að mótmæla ef því finnst réttlætistilfinningu þess misboðið.
Kristjana Bjarnadóttir, 24.1.2008 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.