Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Forsætisráðherra virðist ekki enn vera búin að læra af reynslunni

Það sem forsætisráðherra virðist vera að mæla með er að almenningur eigi að borga brúsann, koma fótunum undir bankana á ný og setja þá síðan í hendur nýrra (eða sömu) "víkinganna". Sem sagt, almenningur borgar tapið en einkaaðilar taka gróðann. Slíkt væri pilsfaldakapítalismi af verstu tegund og við ættum að hafa lært af reynslunni. Landsbankinn var rekinn af ríkinu í yfir 100 ár en það tók "snillingana" einungis 6 ár að éta bankann upp og skilja almenning eftir með hundruða milljarða skuldasúpu. Þetta má aldrei gerast aftur.

Vandamálið er einfalt. Það er ekki hægt að loka fjármálakerfi landsins þannig að almenningur (ríkið) kemur alltaf til með að vera "lender of last resort". Slíkt er auðvitað óþolandi fyrir almenning. Einfaldasta leiðin er að ríkið reki stóran banka sem lagaður væri að íslenskum aðstæðum. Ríkið þarf ekki að reka 3 banka. Hugsanlega mætti selja einn bankann í hendur erlendra aðila sem útibú, þannig að þeir (og land þeirra) tækju ábyrgð á rekstrinum. Annan banka má hugsanlega "einkavæða" með dreifðri eignaraðild, svo lengi sem ríkið haldi áfram að reka stóran og sterkan banka. Þá er engin hætta á að fjármálakerfið lamist fari einkabanki á hausinn. Tryggingasjóður gæti tryggt innistæður upp að ákveðnu marki slíks banka, en allt annað væri áhætturekstur. Ef bankinn færi á hausinn þá væri ekkert "elsku mamma", fjármálakerfið myndi ekki lamast því ríkisbankinn væri enn til staðar og einkabankanum því leyft að sigla sinn sjó. Að einkavæða allt fjármálakerfið á ný er mesta fásinna og ég trúi því ekki að ríkisstjórnin fari út í slíka dellu, allavega ekki með VG innanborðs.


mbl.is Bankar einkavæddir innan 5 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið besta mál...

...auðvitað á að leggja þessa fáránlegu stofnun niður. Verkefni þessarar stofnunar geta vel átt heima í einhverri skúffu í Utanríkisráðuneytinu sem einhver gæti haldið utanum ásamt öðru mikilvægara. Treysti því að í framhaldinu verði þessu fáránlega flugi herþotna yfir landinu með gífurlegum kostnaði hætt. Nær að fljúga vélum landhelgisgæslunnar oftar til að passa upp á fiskimiðin.
mbl.is Varnarmálastofnun lögð niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisfjármál í rétta átt en meira þarf að gera

Þetta ríkisfjármálafrumvarp er í rétta átt en meira þarf auðvitað að gera. Vissulega má ekki skera að ráði niður í velferðarkerfinu, en réttlætanlegt að skerða bætur hjá þeim sem best eru staddir um tíma með hækkunum á skerðingum vegna aukatekna. Í prinsíppinu finnst mér þó að áunnar bætur eigi að almennt að vera óskertar en hækka á móti skatta. Þó er þetta rétt ákvörðun með tilliti til rústanna sem Sjálfstæðisflokkurinn skilur eftir sig.

Hvers vegna er "Varnarmálastofnun" ekki lögð af og sparaður rúmur milljarður? Okkur stendur engin ógn af erlendum herjum og því mesta bruðl að vera með slíka stofnun. Hins vegar er það mjög jákvætt að lækka á laun hæst launuðu starfsmanna ríkisins með því að flytja þær ákvarðanir inn í kjaradóm og tryggja að enginn hafi hærri laun en forsætisráðherra.

Það sem mér finnst helst stinga í augun er að hátekjuskatturinn er settur á "tímabundið". Það er fjarstæða, það er mikið réttlætismál að þeir sem hafa hæstu launin borgi hærri skatt, og það ekki tímabundið. En almennt er ég ánægður með fjárlagafrumvarpið og trúi því að tekið verði á vanköntunum í náinni framtíð.


mbl.is Ríkisfjármálafrumvarp lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endanleg jarðarför "New Labour"

Hrun "Verkamanna"flokksins breska í Evrópukosningunum er sögulegt. Flokkurinn er einungis 3. stæðsti flokkurinn, minni en breski Sjálfstæðisflokkurinn sem vill ganga út úr ESB. Virðist nú komið að endalokum þrautargöngu "New Labour" klíkunnar sem tók yfir Verkamannaflokkinn fyrir nær 15 árum. Hámark niðurlægingarinnar var að flokkurinn varð nú í fyrsta sinn ekki stærsti flokkurinn í Wales síðan 1918 (þegar Frjálslyndir voru stærri) og nú er Íhaldsflokkurinn í fyrsta sinn stærsti flokkur Wales í yfir 100 ár, það í þessu höfuðvígi Verkamannaflokksins, þaðan sem Nye Bevan kom og vöggu Verkamannaflokksins er að finna.

 Þessi ósköp byrjuðu með stórsigri Verkamannaflokksins í kosningunum 1997. Flokkurinn hafði verið tekinn yfir af tvíeykinu Tony Blair og Gordon Brown, sem voru bæði miklir keppinautar en líka miklir samherjar í "New Labour" verkefninu. Hugmyndafræðin var einföld. Eftir eyðimerkurgöngu Verkamannaflokksins á 9. áratugnum höfðu þeir kumpánar gefist upp á vinstristefnu og ákváðu að breyta Verkamannaflokknum í thatcheristaflokk með félagslegu ívafi. Þeir töldu að baráttunni um hugmyndirnar væri lokið, eina sem Verkamannaflokkurinn gæti gert væri að verða að hægriflokki með félagslegu ívafi. Helsta vandamál "New Labour" klíkunnar var að flokksmenn Verkamannaflokksins voru upp til hópa vinstrimenn þannig að það varð að reyna að læða hægristefnunni framhjá flokksmönnum. Flokkurinn læddi í gegn gríðarlegri einkavæðingu í gegnum fyrirbæri sem kallað var "Public Private Partnership" (PPP). Í raun fól þetta í sér að almenningur tók á sig alla áhættuna en einkaaðilar fengu áskrift af miklum gróða í skiptum fyrir fjárfestingu í almannaframkvæmdum. Með þessu var hægt að blekkja almenning með því að ríkið væri ekki að taka á sig skuldir, með því að lofa því að framtíðarkynslóðir myndu borga reikninginn. Þessi "snilld" var fundin upp af Gordon Brown. "New Labour" klíkan gaf frat í almenna félagsmenn Verkamannaflokksins, þetta voru allt vinstrisinnar hvort sem var. Auglýsingastofur voru fengnar til að keyra kosningabaráttur í stað aktívista, ímyndarsérfræðingar umkringdu ríkisstjórnina sem tróð hverju óvinsæla málefninu ofan í kokið á almenningi í óþökk flokksmanna. Hámarki náði hryllingurinn með innrásinni í Írak, þar sem  "New Labour" stillti sér upp með George Bush og Davíð Oddsyni gegn almenningsáliti heimsins. Stuðningsmenn Verkamannaflokksins fengu á endanum nóg. Flokkurinn hafði yfirgefið þau, flokksmenn sögðu sig úr flokknum í hrönnum og nú hættu þeir að nenna jafnvel á kjörstað

"New Labour" er nú kominn á leiðarenda. Þeir kumpánar Blair og Brown skilja nú eftir hreyfingu vinstrimanna í Bretlandi í rjúkandi rúst. Spurningin er nú hvort hægt sé að bjarga flokknum sem tók baráttumenn áratugi að byggja upp. Það góða við þessi úrslit er að Brown og "New Labour" klíkan eru búin að vera, bara tímaspursmál hvernær hún gefst upp. Það var auðvitað skelfilegt að hópur innan Samfylkingarinnar á Íslandi var að gæla við "New Labour" stefnuna. Sem betur fer virðist flokkurinn hafa snúið af þeirri braut. Það sorglega hins vegar í bresku Evrópukosningunum var að fasistarnir í British National Party náðu tveimur mönnum kjörnum. Sýnir það hversu skelfilega arfleið "New Labour"skilur eftir sig.


mbl.is Breski Verkamannaflokkurinn beið afhroð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf að taka vaxtaákvarðanir aftur til ríkisstjórnarinnar?

Enn og aftur lækka stýrivextir Seðlabankans allt of lítið. Virðist sem AGS stjórni vaxtastefnunni nær alfarið. Þetta getur ekki gegnið lengur svona. Nú er það spurningin hvort færa eigi aftur loka vaxtaákvörðunina til Fjármálaráðherra þannig að Seðlabankinn verði einungis umsagnaraðili. Fyrr á tímum voru það stjórnvöld sem tóku ákvarðanir um stýrivexti. Þegar frjálshyggjutrúarbrögðin voru sem sterkust þá varð það keyrt í gegn á vaxtaákvarðanir og peningamálastefna væri "tæknileg", þ.e. ætti einungis að viða við verðbólgumarkmið. Málið er að vaxtaákvarðanir eru miklu stærra mál og verður að taka með tilliti til breiðra efnahagshagsmuna, ekki einungis innan þröngs peningastjórnunarramma. Ég tel kominn tíma á að taka valdið aftur til kjörinna fulltrúa fólksins, þannig að breið efnahagssjónarmið ráði ákvörðuninni, ekki þröngar tæknilegar ákvarðanir.
mbl.is Slaknað á peningalegu aðhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband