Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
14.8.2008 | 14:29
Flokkur til sölu
Fyrrverandi stórveldi meðal íslenskra stjórnmálaflokka, Framsóknarflokkurinn er til sölu. Flokkurinn er enn með nokkra kjörna fulltrúa, en þeir verða horfnir eftir næstu kosningar. Það eru því að verða síðustu forvöð fyrir flokkinn að komast að kjötkötlunum og eru flokksmenn því tilbúnir að styðja hvern þann sem vill til meirihluta. Verðið eru bitlingar, samstarfsflokkurinn getur valið öll stefnumálin.
Vinsamlegast sendið tilboð til Óskars Bergssonar, seinasta borgarfulltrúa Framsóknarflokksins í sögunni.
Nýr meirihluti að fæðast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2008 | 12:49
Skrípaleikur í borginni
Óvissa um meirihlutann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.8.2008 | 01:15
Suður Ossetía og Kosovo
Sko, það er ekki hægt að æsa sig svona gegn Rússum eins og Bildt gerir nema að vera með sama æsing gagnvart Kosovo Albönum. Samkvæmt alþjóðalögum var Kosovo viðurkennt landsvæði innan Serbíu. Íbúarnir vildu flestir segja sig úr lögum við Serbíu. Það var gert við "fögnuð" flestra nema Serba. Þetta var auðvitað ekki mögulegt nema vegna innrásar NATO. Íbúar Suður Ossetíu vilja flestir ekkert með Georgíu hafa. Þeir hafa í raun stjórnað sér sjálfir frá hruni Sovétríkjanna. Serbar reyndu að berja niður uppreisn Albana í Kosovo. NATO greip inní við fögnuð íbúanna í Kosovo. Georgíumenn reyndu að brjóta niður sjálfstjórn Suður Osseta. Rússar gripu inn í við fögnuð íbúanna í Suður Ossetíu. Ef menn vilja ekki vera stimplaðir algjörir hræsnarar verða þeir að setja sama mælikvarða á þessi tvö dæmi.
Þetta eru auðvitað hroðalegar hörmungar og saklausir borgarar sem þjáðst mest vegna stríðs"leikjanna" eins og oftast.
Rök Rússa sömu og Hitlers" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007