Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Til hamingju Hörður

Hörður er vel að þessu kominn, táknrænn fyrir uppreisn almennings sem á endanum hlýtur að leiða til hruns ríkisstjórnarinnar og alls þess hyskis sem situr við skemmdarverk í enn í valdastólum. Ég verð sífellt sannfærðari að ef ríkisstjórnin víki ekki með góðu á allra næstu vikum þá verði henni einfaldlega hent af almenningi og 2009 verði minnst sem byltingarárs. Fólkið á kröfu á því að brennuvargarnir séu ekki í slökkvistarfinu og að þjófnaðinum á almannaeignum verði þegar í stað hætt. Krafan hlýtur að vera ríkisstjórnina frá strax og kosningar innan nokkurra vikna.

Ég þakka hér með öllum lesendum mínum fyrir samskiptin á árinu og óska öllum gleðilegs nýs byltingarárs! Baráttan er rétt að byrja.


mbl.is Hörður Torfason maður ársins á Rás 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegur hroki

Hvílíkur hroki. Davíð er gersamlega dottinn úr tengslum við raunveruleikann. Hann er í dag aumkunarverð persóna sem átti að baki glæstan pólitískan feril sem nú er í svaðinu. Hann er okkar Geore W. Bush, pólitíkus sem gert hefur ótrúlegan skaða en virðist ekki fatta það. Davíð fór fyrir ríkisstjórninni sem einkavinavæddi banka almennings, gaf þeim frjálsar hendur við að breyta Íslandi í spilavíti þar sem allir vinningar fóru í vasa gæðinganna en tapið var borið af almenningi. Svo brást hann gersamlega vaktina sem seðlabankastjóri. Til að kóróna verkið hefur hann gert Ísland að athlægi sem einn fáránlegasti seðlabankastjóri mannkynssögunnar, opnar varla muninn án þess að kosta okkur milljarðatugi. Það eina jákvæða sem virðist koma frá honum er að menn geta skemmt sér við að lesa grínsögur af honum í heimspressunni. Hann hefur talið sér trú um að þetta sé öllum öðrum að kenna, hann hafi alltaf varað við þessu og bla bla bla. Það liggur við að maður vorkenni kallinum, maður myndi gera það ef hann hefði ekki valdið svona miklum skaða og heldur áfram að valda skaða með hverri mínútu sem hann situr í nokkru embætti. Ég held að sjálfstæðismönnum hljóti að líða eins og íhaldsmönnum í Bretlandi leið þegar Margaret Thatcher hélt áfram að bjóða"góðmenninu" og vini sínum Augusto Pinocet í te eftir að hún yfirgaf pólitíkina. En Bretar höfðu allavega vit á að hleypa frúnni ekki í neitt embætti sem skipti máli. Tökum Davíð á orðinu, hendum honum úr Seðlabankanum og látum hann fara aftur í pólitík og verða sér að athlægi þar.

Vissulega er Davíð fjarri því að vera eini blóraböggullinn. Auðvitað eru bónusfurstarnir og fjárglæframennirnir aðal sökudólgarnir. Sjálfstæðisflokkurinn er aðal sökudólgurinn pólitískt og samstarfaðilar þeirra í ríkisstjórnum, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin eru líka sekir. Síðastnefndi flokkurinn brást pólitískt  vaktina og hefur gersamlega brugðist við stjórn kreppunnar. Allir sökudólgarnir sitja enn í stöðum sínum, bönkunum er stjórnað af sama fólki og eignir almennings seldar (gefna) til vildarvina með leynd. Það er löngu komið nóg. Það þarf að skipta um allt settið, ríkisstjórnina, seðlabankastjórnina og allt settið sem stjórnar enn almenningsvæddu bönkunum. Ya basta!


mbl.is Davíð: „Þá mun ég snúa aftur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband