Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
24.11.2008 | 15:31
Halló, á hvaða forsendum?
Stjórn og stjórnarandstaða snúi bökum saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.11.2008 | 15:22
Flauelsbyltingin í Tékkóslóvakíu
Fyrir réttum 19 árum var byltingarástand í Tékkóslóvakíu. Atburðirnir hófust fyrir alvöru 16. Nóvember 1989 og enduðu með algjöru hruni stjórnkerfisins í lok desember það ár þegar skáldið og andófsmaðurinn Václav Havel var kjörinn forseti landsins. Þó að efnahagskerfi landsins væri í skárra ástandi en flestra nágrannalandanna þá var ljóst að ríkisstjórnin var pólitískt gjaldþrota. Fólkið var búið að fá nóg. Það reis upp gegn ríkisstjórninni og þrátt fyrir að stjórnvöld reyndu að lægja öldurnar með málamiðlunum og óljósum loforðum um umbætur, samþykkti fólkið það ekki. Nú var komið nóg. Skipta þurfti um allt settið. Flauelsbyltingin svokallaða var hafin. Byltingin tók samtals um einn og hálfan mánuð og var nær algjörlega friðsamlega. Ríkisstjórnin hékk um tíma en gafst að lokum upp. Fólkið hafði sigur.
Nú er flauel ekki mjög áberandi á Íslandi. Hins vegar er flís mjög almennt notað meðal almennings. Orðið flís hefur líka þá skemmtilegu skírskotun að það þýðir bæði óunnin ull af sauðfé og hið nútímalega hlýja efni sem nær allir íslendingar klæðast í dag. Er í raun hinn nýi lopi, skírskotar bæði til róta okkar sem sauðfjárbænda og til nútímans sem hátækni iðnaðarframleiðsla. Svo er er hið auðvitað hið gyllta flís úr grísku goðafræðinni, sem vísar til flótta undan erfiðleikum. Flís stefnir því til framtíðar, en er með sögulegum skírskotunum. Nú er ég staddur í London, Bretlandi en mun koma heim fljótlega. Ég mætti á fyrsta mótmælafundinn gegn ríkisstjórninni og seðlabankastjóra á Austurvelli fyrir rúmum mánuði í flísjakkanum mínum. Þegar ég kem heim aftur mun ég mæta á Austurvöll á ný í flísjakkanum mínum. Og vænti þess að þúsundir annarra muni gera slíkt hið sama. Er ekki komið nóg?
Ónýtur banki bjargar ónýtri krónu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2008 | 15:48
Framsóknarflokkurinn 1916-2008 RIP
Guðni segir af sér þingmennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2008 | 13:33
Allt upp á borðið
Steingrímur J. krefst upplýsinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2008 | 14:31
Enn er kaupverð ekki gefið upp
Sænskar eignir Kaupþings seldar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.11.2008 | 16:11
8 ára í járnum?!
Átta ára gamall sakborningur mætti fyrir dómara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2008 | 13:20
Af öllum ástæðum afsagnar...
...þá er þetta eini þingmaðurinn sem hefur sagt af sér. Í alvöru, allir þeir þingmenn og ráðherrar sem borið hafa ábyrgð á hruninu sitja sem fastast kyrjandi "ekki benda á mig" sitja sem fastast án þess að skammast sín, þar á meðal viðskiptaráðherrann sem bar ábyrgðina á einkavinavæðingu bankanna sem við erum nú að borga fyrir. Seðlabankastjóri situr enn, en greyið hann Bjarni er látinn fjúka!
Nú hef ég svo sem litlar skoðanir á Bjarna greyinu, en hann má eiga það að hafa verið eini þingmaður exbé sem ekki sat á þingi undir BD hryllingsstjórninni. En það sýnir hversu sjúkt íslenskt stjórnkerfi er þegar hann er eini hausinn sem hefur verið látinn fjúka. Í alvöru, fatta menn virkilega ekki að allt á eftir að sjóða uppúr?
Guðni: Bjarni axlar ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2008 | 17:17
Ungir sýna ábyrgð
Breyttar forsendur í efnahagsmálum kalla ávallt á endurskoðun stefnumála. Slík endurskoðun sýnir hugsun og ábyrgð. Vinstrimenn hafa ávallt verið á móti ESB vegna efnahagsmála og lýðræðishalla hjá samtökunum. Slík andstaða er auðvitað gerólík þjóðernisrembingi sem einkennir andstöðu hægrimanna. Því er sjálfsagt að líta á ESB á ný. Kúdos til ungliðanna.
Persónulega þarf mikið til að sannfæra mig um ágæti þess að ganga í ESB. En nýir tímar kalla á nýjar áherslur og er ég því tilbúinn að líta á málið. Persónulega vil ég sjá sterka félagslega Evrópu, byggða á samvinnu og velferð. Mikið hefur vantað á að ESB starfi á þessum grunni. En hrun spilavítiskapítalismans hefur breytt heiminum og breytir e.t.v. ESB líka þó of snemmt sé um það að segja á þessum tímapunkti. Þessu skulum við fylgjast með. Gordon Brown er allavega hættur að væla um "deregulation, deregulation" eins og hann hefur gert síðastliðin 10 ár. Ef ESB sér að sér í efnahagsmálum, eins og samtökin hljóta að gera, og embættismannavaldið verður takmarkað, þá má alveg líta á samtökin aftur. En hlutir þurfa að breytast ef samtökin eiga að virka í nýjum heimi. Félagslega Evrópu, já takk, en áframhaldandi Evrópu spilavítiskapítalista viljum við ekkert með hafa. Lítum því raunhæft á málin, forðumst sleggjudóma, en forðumst líka á að líta á ESB sem einhverskonar allsherjar bjargvætt. Fyrst þurfum við að hreinsa til heima hjá okkur.
Nýr tónn í Evrópuumræðu VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 12:11
Gamli maðurinn kemst beint að kjarna málsins.
Það sem hann telur mikilvægasta verkefni nýja forsetans er að berjast fyrir friði í heiminum og gegn fátækt og sjúkdómum. Þetta þrennt hefur verið utanveltu í bandarískum stjórnmálum og vonandi hlustar Obama á Mandela og gerist sósíalisti eins og kempan, þó líklega megi hann ekki kalla þar sósíalisma. Bjarga þarf bandaríska heilbrigðiskerfinu og stunda stórfellda tilfærslu frá hinum ofsaríku bónusfurstum til fátæks bandarísks almennings
Sjálfur er ég hóflega bjartsýnn með Obama. Hann er auðvitað enginn róttæklingur á alþjóðamælikvarða, en hefur alla burði til að verða besti forseti Bandaríkjanna síðan Franklin Delano Roosevelt var og hét. Nú er bara að krossleggja fingur og vona að hann klúðri þessu ekki með einhverskonar clintonsku miðjumoði. Við á heimili mínu vonum auðvitað hið besta, enda eru þrír bandarískir ríkisborgarar heima hjá mér.
Mandela fagnar kjöri Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007