Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
3.11.2008 | 16:57
Jæja, var bönkunum þá betur komið í einkavinaeign?
Fyrir nokkrum árum voru bankar almennings einkavinavæddir. Heittrúaðir frjálshyggjumenn töluðu um hversu "fáránlegt" það væri fyrir almenning að reka banka, þeim "væri betur komið í höndum einkaaðila" o.sv.fr. Nú er auðvitað komið í ljós að allt kjaftæðið um "fé án hirðis" þýddi í raun, "gæðum sem mest á almenningi, ef vel gengur fáum við gróðann, ef illa fer ber almenningur tapið". Nú kemur síðan í ljós að bankarnir virðast hafa tekið sig saman að reyna að þvinga ofsagróða til sín á kostnað almennings með því að fella krónuna. Hugmyndin var augljóslega að sækja stóra bónusa vegna gjaldeyrisgróða á kostnað almennings, sem hefði borgað brúsann með aukinni verðbólgu og hærri lánum. Þetta var hluti af stórfelldum píramídaleik sem nú hefur sprungið framan í þjóðina.
Nú spyr ég, halda menn að Landsbankinn og Búnaðarbankinn, ef þeir hefðu verið áfram ríkisbankar, hefðu tekið sig saman að rústa efnahagskerfi landsins á þennan hátt? Þetta gerir það augljóst að einkaaðilum er ekki treystandi fyrir bönkunum. Almenningur verður að reka bankana og þeim einkabönkum sem starfa vilja verður að setja þröngar skorður. Að sjálfsögðu á að reka bankana á faglegan hátt, ekki pólitískan hátt eins og í gamladaga. En augljóst er allavega að einkaaðilum er ekki treystandi fyrir bankarekstri.
Árás á fullveldi þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2008 | 11:59
Á Facebook eru líka margir Íslendingar erlendis...
Fjórðungur þjóðarinnar á Facebook | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007