Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
22.10.2008 | 14:54
Undirskriftir: Við erum ekki hryðjuverkamenn
Ég vil vekja athygli allra á undirskriftaherferð sem einstaklingar með tengsl við Bretland höfum sett af stað. Slóðin er http://www.indefence.is/. Við viljum hvetja alla til að skrifa undir þetta til að leggja baráttu okkar til að losna við hryðjuverkastimpilinn og glæpamannastimpilinn sem búið er að setja á okkur hér í Bretlandi. Hugmyndin er síðan að fylgja þessu eftir með greinaskrifum í breskum fjölmiðlum, því verulega hefur hallað á okkur þar í umræðunni. Ég vil hvetja sem flesta til að skrifa undir áskorunina, því fleiri sem gera það, því meiri athygli fær átakið. Ég vil undirstrika að þetta er einungis borgaralegt átak einstaklinga, ávarp frá íslensku þjóðinni til bresku þjóðarinnar. Stjórnvöld eiga hér ekki hlut að máli. Sýnum nú samtakamátt okkar og skrifum undir.
Landsbankinn af hryðjuverkalista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2008 | 14:39
Að eiga hvorki fyrir salti á grautinn né hrísgrjón í pottinn
Á nú virkilega að bjóða Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum (IMF) til að krukka í samfélagið okkar? Meira um hagstjórnarsnilld sjóðsins. Eitt af uppáhaldsdæmum IMF um snilld sína er Ghana. Þar hefur sjóðurinn farið eins og eldur um sinu í hagkerfinu, þvingað einkavæðingar og opnun markaða. Þetta er auðvitað allt gert í nafni frelsisins. IMF þvingaði Ghana til að opna fyrir frjálsan innflutning á landbúnaðarvörum inn í landið. Helsta fæða fólks eru hrísgrjón. Og maður myndi halda að hitabeltisland eins og Ghana ætti að hafa hlutfallslega yfirburði í landbúnaði. En málið er ekki svona einfalt. Þegar opnað var fyrir innflutning á hrísgrjónum þá hrundi innanlandsframleiðslan. Hvers vegna? Jú, hrísgrjónin, sem aðalega voru flutt inn frá Bandaríkjunum, eru stórlega niðurgreidd með ríkisstyrkjum og gegn slíkum ósköpum gátu innfæddir smábændur einfaldlega ekki keppt. Þetta vogaði IMF að kalla frjáls viðskipti. 60% íbúa Ghana lifa á landbúnaði. Hrísgrjónabændur eru ekki þeir einu sem þjást, aðrar niðurgreiddar landbúnaðarvörur, t.d. tómatar frá Ítalíu, haf flætt yfir markaðinn. Á hverju eiga fátækir smábændur í Ghana að lifa ef þeir geta ekki lifað af landbúnaði vegna niðurgreidds innflutnings frá ríkum löndum? Afaama Asaraga er hrísgrjónabóndi í Ghana (sjá Christian Aid). Verðlag hefur farið stórlækkandi á hrísgrjónum á innanlandsmarkaðinum þannig að hún getur varla haft í sig og á. Hún gerir ekki miklar kröfur til lífsins. Hún biður ríkisstjórnina að tryggja það að þau þurfi ekki að keppa við niðurgreiddan innflutning. Við viljum bara geta lifað eins og bændurnir frá löndunum þaðan sem innfluttu [niðurgreiddu] hrísgrjónin koma. Þá gæti ég sent börnin mín í skóla, eins og börn þeirra sem framleiða innfluttu hrísgrjónin. Ekki biður hún um mikið, bara tækifæri til að eiga í sig og á og geta sent börnin sín í skóla.
Hver eru viðbrögð IMF við neiðarópi Asaraga? Árið 2003 samþykkti þingið í Ghana lög sem vernduðu smábændurnir í landinu fyrir niðurgreiddum innflutningi. En landið réði sér ekki sjálft. IMF þvingaði ríkisstjórn landsins til að draga þetta til baka. Þeim kom ekkert við þótt milljónir smábænda ættu hvorki fyrir salti á grautinn né hrísgrjón í pottinn. Hvað vill þetta fólk upp á dekk? Hvílík frekja, ætla að senda börnin sín í skóla? Tímaeyðsla, þau börn verða aldrei hagfræðingar. Forréttindi niðurgreiddu verkssmiðjubændanna í Bandaríkjunum gengur fyrir. Viljum við virkilega bjóða þessu fólki inn í stofu til okkar?
Mjög róttæk viðbrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.10.2008 kl. 10:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.10.2008 | 10:29
Tvíburasysturnar í Washington
Nú eru menn í alvöru að tala um það að fá Aþjóðagjaldreyrissjóðinn í Washington til að bjarga Íslandi. Það er því nauðsynlegt að líta á glæsilega sögu IMF og tvíburasystur hennar, Alþjóðabankann (World Bank). Best er að skoða einstök dæmi því þau gefa okkur góða innsýn inn í hvaða hugsanagangur og hagfræði ríkir þar á bæ. Skoðum því vatnsstríðið í Bólivíu.
Tvíburasysturnar eru búnar að vera með klærnar í Bólivíu, eins og mörgum öðrum fátækum löndum í árafjölda. Ifrastrúktur þar er í molum og ekki síst nauðsynlegt að byggja upp vatnsveitukerfi sem virkar. Fyrir 8 árum neitaði Alþjóðabankinn að framlengja 25 milljóna USD lán til Bólivíu nema að vatnsveitan yrði einkavædd. Með byssuna yfir höfðinu var vatnsveitan í þriðju stærstu borg Bólivíu, Cochabamba, boðin út. Einungis eitt fyrirtæki gerði tilboð, fyrirtæki að nafni Aguas del Tunari sem m.a. var í eigu bandaríska glæpafyrirtækisins Bechtel Enterprise Holdings, sem m.a. er búið að mjólka stríðsgróða í Írak. Fyrirtækið gerði samning til 40 ára um að fá einkarétt á allri vatnsveitu í borginni, eða eins og sagði orðrétt í samningnum, "to provide water and sanitation services to the residents of Cochabamba, as well as generate electricity and irrigation for agriculture." Fyrirtækinu var tryggður(!) 15% hagnaður í bandaríkjadölum að lágmarki. Þetta einkaleyfi var svo víðtækt að Aguas del Tunari bannaði smábændum að notast við eigin vatnsveitur og jafnvel safna regnvatni fyrir uppskeru sína, þar sem þeir hefðu einkarétt á öllu vatni. Fyrirtækið hækkaði vatnsverð á stundinni um 35% þannig að meðalvatnsreikningur manna var um þriðjungur af lágmarks launum í landinu! Fólkið í landinu varð að sjálfsögðu brjálað og reis upp til harkalegra mótmæla gegn tvíburasystrunum í Washington sem höfðu þvingað þessi ósköp upp á þjóðina. Til að gera langa sögu stutta flúðu yfirmenn Aguas del Tunari land í dramatík sem minnti á flóttann úr sendiráði Bandaríkjanna í Saígon 1975. Vatnið fór aftur í almannaeign en í hefndarskini var skrúfað fyrir nauðsynlega peninga til að betrumbæta vatnsveituna þannig að þar er enn ýmsu ábótavant. En fólkið fékk með þrautseigju sinni aftur yfirráð yfir lágmarksmannréttindum sem vatn er og heldur því ennþá (sjá Wikipedia hér). Fólkið í Bólivíu fékk síðan endanlega nóg af þjónkun þarlendra stjórnvalda við alþjóðafjármagnskerfið og einkavæðingarkórinn og kaus sósíalistann Evo Morales sem forseta til að hreinsa til í þrotabúinu.
Hvað ætlar tvíburasystirin IMF að gera við íslenskar eigur? Selja Landsvirkjun á slikk? Afhenda Bechtel Orkuveitu Reykjavíkur? IMF er löngu búið að sanna það að þar ráða trúaðir nýfrjálshyggjumenn sem hugsa um það first og fremst að tryggja að fjármálafurstum séu borguð lán. Síðan þvingar IMF fátæk lönd til að opna alla markaði svo niðurgreiddur verksmiðjulandbúnaður ríkra landa geti rústað lifibrauði fátækra smábænda (meira um það síðar). Viljum við virkilega bjóða þessu liði heim í stofu til okkar?
Lán IMF fullnægir ekki þörf ríkisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2008 | 08:52
Vika er langur tími í pólitík
Fyrir viku hrósaði ég ríkisstjórninni fyrir að taka loksins á málunum af festu. Ég hélt að það ætti nú loksins að setja hagsmuni almennings framar öllu og bjarga því sem bjargað verður. Því miður hafði ég rangt fyrir mér. Ríkisstjórninni virðist ætla að takast að klúðra milljörðum af eignum almennings, mannorði Íslendinga og Íslands er rústað sérstaklega hér í Bretlandi og ekkert gert til að hindra það. Seðlabankastjóri situr enn, fjármálaráðherra, sem varla talar ensku, er hleypt í símann við fjármálaráðherra Bretlands og kostar okkur tugi milljarða. Hann situr enn. Svo til að toppa allt er verið að selja eigur okkar með leynd, eins og gert var með eignir Glitnis í Finnlandi þar sem söluverðið var ekki gefið upp! Fólk óttast það eðlilega að verið sé að selja eigur þjóðarinnar á slikk í bakherbergjum. Hvað í andskotanum eru menn að hugsa.
Nú dugir ekkert hálfkák. Það þarf að skipta algjörlega um yfirstjórn seðlabankans. Ríkisstjórnin þarf að fara frá nú þegar. Minnihlutastjórn stjórnarandstöðunnar taki við, varin af Samfylkingunni. Góðir utanþingsmenn komi inn í þá stjórn, fólk sem er búið að vara við ósköpunum í langan tíma. Kosningar verði boðaðar snemma á næsta ári og síðan verði samfélagið endurskipulagt á félagslegum forsendum, þar sem markaðurinn verði þjónn ekki herra. Markaðssamfélagið er dautt, þetta verða menn að skilja, það þýðir ekkert að láta þann Zombi halda áfram að skelfa okkur. Þetta þarf að gera strax.
Óraunhæft að engin skilyrði verði sett fyrir aðkomu IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.10.2008 | 15:11
Hvers vegna er verð á eigum íslensks almennings trúnaðarmál?
Glitnir selur starfsemi sína í Finnlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.10.2008 | 14:36
Hrægammarnir mættir
Green vildi kaupa skuldir Baugs með 95% afslætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.10.2008 | 11:20
Hvernig 2% ávöxtun verður að 47% tapi
Ástandið verra en þjóðargjaldþrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2008 | 13:44
Þetta er ekki stríð milli bresks almennings og íslensks almennings!
Hrun íslensku bankanna fellur nú með fullum þunga á almenning bæði í Bretlandi og á Íslandi. Bresk sveitarfélög eru með yfir milljarð punda (tugi milljarða íslenskra króna) á reikningum Icesave. Góðgerðarsamtök eru með yfir 100 milljónir punda á þessum reikningum og önnur almannaþjónustufyrirtæki með annað eins. Því virðist ljóst að almenningur í Bretlandi (þ.á.m. ég) kemur til með að blæða. Um hryllinginn sem blasir við íslenskum almenningi er þarf ekki að fjölyrða. Þar, eins og í Bretlandi er það almenningur sem blæðir. Það er að mínu áliti stórhættulegt að stilla þessu upp sem baráttu milli íslensks almennings og bresks almennings. Báðir hópar eru fórnarlömb. Það sem nú þarf að gera er að finna Icesave peningana.
Innistæður í Icesave/Landsbanka eru mun hærri en fjárlög íslenska ríkisins. Þessar svakalegu upphæðir laðaði bankinn til sín með því að bjóða lang hæstu vexti sem í boði voru á Bretlandseyjum. Nú er ég ekki bankamaður, en kann hins vegar töluvert í hagfræði. Þar sem hlutverk fjármálastofnanna er að miðla sparnaði í fjárfestingar, þá hlýtur Landsbankinn að hafa verið með rosa flott fjárfestingamódel, annars væru þeir varla tilbúnir að borga meira fyrir sparnaðinn en nokkur annar banki á Bretlandseyjum. Nú eigum við því kröfu á að sjá þessi flottu fjárfestingarmódel Landsbankans. Þar hljóta peningarnir að vera. Ekki voru þeir í húsnæðislánum, sem erfitt er að losa út í fljótheitum. Peningarnir hljóta því að vera í rosa flottum fjárfestingum og tryggum ábatasömum lánum. Því hlýtur maður að reikna með, var ekki verið að borga bankastjórunum rosa flott laun og bónusa þar sem þeir eru svo klárir? Finnum þessa peninga og borgum breskum almenningi með þeim. Þetta eru þeirra peningar.
Við skulum hætta að stilla þessu upp sem baráttu milli íslensks og bresks almennings. Fólk þessara landa á að snúa bökum saman og velta hverri þúfu og leita í öllum skápum, á öllum flugvöllum og á öllum karabískum eyjum, einhverstaðar hljóta Icesave peningarnir að vera. Þessa peninga á að nota til að borga innlánin, og ef þeir eru horfnir þá þarf að finna skýringu á því hvers vegna þessir peningar hurfu. Nú þurfa íslenskur almenningur og breskur almenningur að hætta að kenna hvor öðrum um en snúa sér hins vegar saman að því að finna Icesave peningana.
Sendinefnd Breta væntanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.10.2008 | 14:09
Orð geta verið dýr...
Samtal við Árna réð úrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.10.2008 | 10:40
Þau lögðu allavega ekki peningana inn í...
Brúðkaupið í rusli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007