Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Össur í þýsku ríkisstjórninni?

Hvernig er það, er þetta ekki þýski fáninn bak við Össur. Ekki veit ég til að íslenski fáninn sé rauður, svartur og gulur. Er Össur þarna á vegum þýsku ríkisstjórnarinnar? Tounge
mbl.is Össur átti fund með forseta Filippseyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dönsku þingkosningarnar

Þar sem kosningar fara nú í hönd í Danmörku ákvað ég að taka "próf" á Politiken til að sjá hvar ég stæði væri ég kjósandi í Danmörku. Að flestu leiti komu mér úrslitin ekki á óvart, ég á samkvæmt þessu að kjósa annað hvort Enhedslisten eða Socialistik folkeparti. Helst kom mér að óvart að kratarnir skyldu lenda neðar en bæði Radikale venstre og kristilegir. Ég á síðan augljóslega að forðast ríkisstjórnarflokkana. Það sem fleytti ø yfir f var að ég er algjörlega á móti því að mismunun sé leifð í opinbera kerfinu samkvæmt greiðslu. Hér kemur niðurstaðan mín:

Hvað á að kjósa í DK


Jón og séra Jón

Það er greinilegt að hér er skipulagið í lagi og allt gert til að bjarga fólkinu frá þeim ósköpum sem þessar náttúruhamfarir skapa. Er ekkert nema gott um það að segja. Spá mín er líka sú að hratt og vel verði staðið að uppbyggingarstörfunum þegar hamfarirnar eru búnar. Það er ótrúlegur munur á þessum viðbrögðum yfirvalda í Bandaríkjunum og þeim hryllingi sem menn upplifðu í New Orleans þegar fellibylurinn fór þar yfir fyrir nokkrum árum. Skildi það hafa eitthvað með það að gera að íbúar New Orleans voru/eru að stórum hluta fátækir og svartir meðan þetta svæði í suður Kaliforníu er eitt það ríkasta í heimi. Það skildi þó ekki vera að það skipti máli hvort þú ert séra Jón eða bara Jón í "guðs eigin landi"?GetLost
mbl.is Hálf milljón manna hafa yfirgefið heimili sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel að þessu kominn

Joaquim Chissano er vel að þessum verðlaunum kominn. Þó vissulega hafi ríkisstjórn hans ekki verið gallalaus og einhverja spillingu hafi verið að finna þar, þá hefur Chissano sjálfur aldrei verið talinn spilltur og ríkisstjórn hans lausari við spillingu en flestar ríkisstjórnir fátækra landa. Vissulega er margt að í Mósambík, landið er enn fátækt og er enn að berjast við arfleið stríðshryllingsins sem Apartheid stjórnin í Suður Afríku og Bandaríkjastjórn sponseruðu. Sérstaklega þarf að bæta kjör hinna fátækustu. En Mósambík hefur gert betur en mörg önnur lönd og geta gert vel ef þau láta ekki Alþjóðabankann og Alþjóðagjaldeyrisstofnunina stjórna efnahagskerfinu.
mbl.is Fyrrum forseti Mósambík fyrstur til að hljóta ný verðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært grín með alvarlegum undirtón

Þó að þetta sé auðvitað grín þá er undirtónninn alvarlegur. Áður var réttilega gert "grín" að fáránlegum stuðningi fyrrverandi ríkisstjórnar við stríðsglæpina í Írak, "Ísland tilbúið að styðja hernaðinn í Írak til hins síðasta bandaríska blóðdropa! Nú köllum við "herinn" heim frá Írak (þ.e.a.s. Herdísi) og það er auðvitað þrælfyndið. En alvarlegi undirtónninn eru auðvitað pólitísku skilaboðin sem við sendum, við erum hætt að styðja árásarstefnu BNA í Írak. Betri landkynningu er ekki hægt að fá.  Virði 100 auglýsinga í New York Times.

Pólitíski undirtónninn er auðvitað að m.a.s. litla Ísland er hætt að styðja við bakið að Írak stríðinu. Batnandi mönnum er best að lifa, þó vissulega hafi upphaflegur stuðningur Davíðs og Halldórs í nafni íslensku þjóðarinnar verið skandall. 


mbl.is Osama bin Laden „hatar Björk“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rétt ákvörðun

Al Gore, sem réttilega var kosinn forseti Bandaríkjanna árið 2000 ef úrslitin hefðu ekki verið manipúleruð í Flórída, tók rétta ákvörðun með að fara ekki í framboð. Hann hefur lítinn möguleika gegn Clinton og Obama. Persónulega vonast ég eftir að Obama verði valinn forsetaefni Demókrataflokksins, ég treysti Clinton einfaldlega ekki. Obama er með tiltölulega heilbrigðar skoðanir í utanríkismálum og myndi vonandi breyta töluverðu. Giuliani er hins vegar stórhættulegur og verður vonandi ekki kosin heimsbyggðarinnar vegna. Menn mega samt ekki búast við of miklu af verðandi forseta Bandaríkjanna. Vissulega verður framför af því að losna við B*sh, en það er fjarstæða að ætla að einhver vinstrisinni verði kosinn. Obama, sem er lengst til vinstri af þeim sem hafa möguleika á kjöri er samt ekki róttækari en hægri armur Samfylkingarinnar í besta falli. Svona eitthvað til hægri við Merkel í Þýskalandi.
mbl.is Al Gore útilokar forsetaframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfélagslaun, framhald

Ég kom með þá hugmynd fyrir nokkrum dögum að við tækjum upp samfélagslaun í stað þess kraðaks bóta, lífeyris, námslána og félagsstuðnings sem nú tíðkast. Þessar tölur styrkja þá skoðun mína að ekki einungis séu slík laun æskileg heldur vel framkvæmanleg. Ef við tökum heilbrigðismálin út úr þessu dæmi (þurfum auðvitað að reka heilbrigðiskerfið áfram) eru framlög til annarrar félagsverndar 144.5 milljarðar. Ef við gefum okkur að um 200.000 einstaklingar yfir 18 ára séu í landinu og reiknum þeim 170,000 í samfélagslaun á mánuði þá gerir það 408 milljarða í samfélagslaun. Reiknum síðan 30,000 krónur í barnabætur á mánuði fyrir öll börn, sem eru um 100.000. Það gerir 36 milljarða. Heildar samfélagslaun eru því 444 milljarðar á ári. Þar sem nú hafa allir fullorðnir einstaklingar 170,000 á mánuði í samfélagslaun þá má reikna með að laun lækki sem því nemur. Þessa upphæð er hægt að rukka fyrirtækin í gengum skatta á umsvif (ég legg til blöndu af veltusköttum og nefsköttum á starfsmenn). Ef við gefum okkur að u.þ.b. 70% fullorðna séu í fullu starfi þá er hægt að rukka launagreiðendur um 170,000*12*140,000 í skatta á umsvif þar sem það kemur í sama stað niður fyrir fyrirtækin vegna þess að laun lækka sem því nemur (athugið að launagreiðslur á vegum ríkisins skipta ekki máli þar sem þær eru bara millifærsla á fé). Heildartekjur af slíkum sköttum væru því 285,6 milljarðar. Mismunurinn á þessu og útgjöldum vegna samfélagslaunanna er því einungis 158,4 milljarðar sem er ekki mikið meira en þeir 144.5 milljarðar sem fara í félagsvernd að frátalinni heilsugæslu. Þetta er því vel kljúfanleg. Þetta eru auðvitað ofureinfaldaðar tölur en samt nærri lagi.

Með því að taka upp samfélagslaun er hægt að tryggja öllum mannsæmandi kjör. Það kemur öllu samfélaginu til góða. Þegar menn hætta að hafa áhyggjur af því að eiga í sig og á má færa rök fyrir því að kostaður við heilsugæslu lækki. Einnig má færa rök fyrir því að framleiðni aukist bæði vegna þess að laun láglaunafólksins hljóta að aukast stórlega og því hvati hjá fyrirtækjunum að hámarka framleiðni (sem er vandamál á Íslandi). Allir fá eitthvað við sitt hæfi, bæði hægri og vinstrimenn. Hægrimenn sjá ríkisbáknið minnka því nú er engin þörf á því að vera með her skriffinna sem eru nú að reikna bætur og bótaskerðingar. Opinberum starfsmönnum hlýtur því að fækka, sem kemur síðan einkageiranum til góða. Báknið burt verður því að raunveruleika. Vinstrimenn sjá drauminn um réttindi allra samfélagsþegna til mannsæmandi lífs verða að veruleika og samfélagslaun munu síðan leiða til stórfelldrar launajöfnunar þar sem lægstu laun hljóta að hækka til muna. Þetta eru auðvitað róttækar hugmyndir, en eitthvað verður að gerast til að sporna við aukinni misskiptinu í samfélaginu. Annars er voðinn vís, í dag stefnum við hraðabyri að því að skapa stóra stétt láglaunafólks sem horfir á auðsköpun samfélagsins renna sífellt í hendur færri ofsaríkra aðila. Slíkt er vísir að stórfelldum samfélagsvandamálum með aukinni glæpatíðni o.s.f. Slíkt ætti enginn að vilja sjá.


mbl.is Yfir 220 milljörðum varið til félagsverndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfélagslaun

Vinkona mín Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi biður um meiri umræður um skatta- og samfélagsbótamál á bloggsíðu sinni. Það hafa kviknað nokkuð athyglisverðar umræður um þetta á síðunni hennar og er það vel, enda er að mínu áliti löngu kominn tími til að menn ræði skatta og launajöfnunarmál í alvöru.

Þróunin á vesturlöndum hefur verið sú sl. 25 ár eða svo að færa sig frá því að nota skattakerfið til launajöfnunar. En á móti hefur þróunin einnig verið sú að fara að skerða bætur eftir tekjum, auk þess að taka upp aukin "þjónustugjöld" fyrir notkunina á almannaþjónustunni. Mér finnst þetta skelfileg þróun. Til að sækja sjálfsagða almannaþjónustu og bætur þurfa menn nú að "gerast ölmusumenn" með því að sanna hversu tekjulágir þeir eru. Öryrkjar búa við óásættanlega framfærslu og til að menn skrimti koma menn fram með það ráð að gefa öryrkjum afsláttarkort sem menn geta síðan veifað því til sönnunar að þeir séu svo aumir að þeir hafi ekki efni á því að borga fullt verð. Slíkt er ekki einungis niðurlægjandi fyrir viðkomandi einstaklinga, heldur einnig fyrir samfélagið allt.

Það er réttur allra að geta búið mannsæmandi lífi í samfélaginu. Okkar ríka samfélagi ber skylda til þess að svo sé, enginn á að þurfa að leita eftir ölmusu nema í undantekningartilfellum (oftast one-off sjokk sem getur alltaf komið upp hjá fólki). Ég vil að við losum okkur út úr þessu kraðaki bóta og uppbóta, styrkja og skattaafslátta. Það er kominn tími til að við tökum upp samfélagslaun sem nægi öllum til framfærslu. Mætti t.d. nefna töluna 150-200 þúsund fyrir hvern einstakling yfir 18 ára aldri og lægri upphæð fyrir börn sem gengu til foreldra eða forráðamanna. Á einu bretti er hægt að losna við opinberan ellilífeyri, trygginga og örorkubætur (vissulega er of aukakostnaður við að lifa með t.d. örorku en slíkt yrði borið upp af samfélaginu í gegnum heilbrigðiskerfið), námslánin myndu hverfa, engin þörf fyrir atvinnuleysisbætur og félagslega framfærslu o.sv.fr. Hugsið ykkur bara hversu mikla skriffinnsku væri hægt að losna við, hugsið ykkur bara hversu mikið væri hægt að spara með því að hætta að þurfa að rannsaka hverjir væru að svindla á kerfinu. Það gæti enginn svindlað, allir hefðu sama framfærslurétt!

Nú segðu e.t.v. margir hvernig í ósköpunum sé hægt að fjármagna þetta. Menn gleyma þar einföldum hlut. Einstaklingslaun myndu almennt lækka sem um nemur þessari upphæð! Hægt væri því að skattleggja fyrirtækin út frá umsvifum, því þau myndu njóta samfélagslaunanna. Til að „refsa“ ekki mannfrekum fyrirtækjum á kostnað fjármagnsfrekra og til að „refsa“ ekki smærri fyrirtækjum á kostnað hinna stærri sé ég þennan skatt fyrir mér sem einhverskonar blöndu af sköttum á veltu (sem er mjög góður mælikvarði á umsvif) og sköttum á ráðningar (þar sem fyrirtækin njóta samfélagslaunanna í hlutfalli við fjölda starfsmanna). Það þarf að finna jafnvægi þar á milli, því ekki viljum við að kerfið stuðli að vinnuþrælkun (þ.e. fyrirtækin leitist við að ráða of fáa starfsmenn). Hvað þá með vinnuhvatann, hætta menn ekki bara að vinna? Ég hef einfaldlega meiri trú á einstaklingum en svo að þeir vilji leggjast í kör. Aftur á móti myndi þetta gefa barnafjölskyldum meiri sveigjanleika, þ.e. vinna minna og eyða meiri tíma með börnunum meðan þau eru ung (ég óttast ekkert að konurnar verði sendar heim, það skip hefur góðu heilli siglt). Auk þess myndi slíkt gefa frumkvöðlum tækifæri til að byggja upp nýsköpunarfyrirtæki án þess að þurfa að óttast að þeir eigi ekki fyrir salti á grautinn sinn. Niðurstaðan yrði sú að slíkt kerfi myndi samtímis viðurkenna rétt allra til mannsæmandi launa en á sama tíma efla einstaklinginn og gera hann sjálfan að sínum gæfu smiði, lífið hættir að snúast um það hvort þú eigir fyrir næstu húsaleigu.

Vissulega hafa slíkar hugmyndir komið fram áður. Og vissulega eru þær ekki útfærðar nákvæmlega, enda er markmiðið með að setja þær fram að skapa umræðu. Auðvitað verða alltaf einhverjir sem ekki myndu skilja að slíkum rétti sem samfélagslaun eru fylgir samfélagsskilda. En slík vandamál eru líka til staðar í núverandi kerfi, það þarf hvort sem er að taka á slíku. Upptaka samfélagslauna er svo byltingarkennd að það tekur ákveðin tíma fyrir samfélagið að aðlagast nýjum aðstæðum. En ávinningurinn er þess virði. Hugsið ykkur bara, fólk hættir að þurfa að ganga til kóngs og prests til að fæða börnin sín. Og hugsið ykkur alla skriffinnskuna sem sparast (sem ætti að kæta hægrimennina!), væri ekki betra að opinberir starfsmenn geti einbeitt sér að bæta almannaþjónustuna frekar en að eyða tíma sínum í að reikna bætur og bótaskerðingar.


Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband