8.6.2009 | 16:11
Endanleg jarðarför "New Labour"
Hrun "Verkamanna"flokksins breska í Evrópukosningunum er sögulegt. Flokkurinn er einungis 3. stæðsti flokkurinn, minni en breski Sjálfstæðisflokkurinn sem vill ganga út úr ESB. Virðist nú komið að endalokum þrautargöngu "New Labour" klíkunnar sem tók yfir Verkamannaflokkinn fyrir nær 15 árum. Hámark niðurlægingarinnar var að flokkurinn varð nú í fyrsta sinn ekki stærsti flokkurinn í Wales síðan 1918 (þegar Frjálslyndir voru stærri) og nú er Íhaldsflokkurinn í fyrsta sinn stærsti flokkur Wales í yfir 100 ár, það í þessu höfuðvígi Verkamannaflokksins, þaðan sem Nye Bevan kom og vöggu Verkamannaflokksins er að finna.
Þessi ósköp byrjuðu með stórsigri Verkamannaflokksins í kosningunum 1997. Flokkurinn hafði verið tekinn yfir af tvíeykinu Tony Blair og Gordon Brown, sem voru bæði miklir keppinautar en líka miklir samherjar í "New Labour" verkefninu. Hugmyndafræðin var einföld. Eftir eyðimerkurgöngu Verkamannaflokksins á 9. áratugnum höfðu þeir kumpánar gefist upp á vinstristefnu og ákváðu að breyta Verkamannaflokknum í thatcheristaflokk með félagslegu ívafi. Þeir töldu að baráttunni um hugmyndirnar væri lokið, eina sem Verkamannaflokkurinn gæti gert væri að verða að hægriflokki með félagslegu ívafi. Helsta vandamál "New Labour" klíkunnar var að flokksmenn Verkamannaflokksins voru upp til hópa vinstrimenn þannig að það varð að reyna að læða hægristefnunni framhjá flokksmönnum. Flokkurinn læddi í gegn gríðarlegri einkavæðingu í gegnum fyrirbæri sem kallað var "Public Private Partnership" (PPP). Í raun fól þetta í sér að almenningur tók á sig alla áhættuna en einkaaðilar fengu áskrift af miklum gróða í skiptum fyrir fjárfestingu í almannaframkvæmdum. Með þessu var hægt að blekkja almenning með því að ríkið væri ekki að taka á sig skuldir, með því að lofa því að framtíðarkynslóðir myndu borga reikninginn. Þessi "snilld" var fundin upp af Gordon Brown. "New Labour" klíkan gaf frat í almenna félagsmenn Verkamannaflokksins, þetta voru allt vinstrisinnar hvort sem var. Auglýsingastofur voru fengnar til að keyra kosningabaráttur í stað aktívista, ímyndarsérfræðingar umkringdu ríkisstjórnina sem tróð hverju óvinsæla málefninu ofan í kokið á almenningi í óþökk flokksmanna. Hámarki náði hryllingurinn með innrásinni í Írak, þar sem "New Labour" stillti sér upp með George Bush og Davíð Oddsyni gegn almenningsáliti heimsins. Stuðningsmenn Verkamannaflokksins fengu á endanum nóg. Flokkurinn hafði yfirgefið þau, flokksmenn sögðu sig úr flokknum í hrönnum og nú hættu þeir að nenna jafnvel á kjörstað
"New Labour" er nú kominn á leiðarenda. Þeir kumpánar Blair og Brown skilja nú eftir hreyfingu vinstrimanna í Bretlandi í rjúkandi rúst. Spurningin er nú hvort hægt sé að bjarga flokknum sem tók baráttumenn áratugi að byggja upp. Það góða við þessi úrslit er að Brown og "New Labour" klíkan eru búin að vera, bara tímaspursmál hvernær hún gefst upp. Það var auðvitað skelfilegt að hópur innan Samfylkingarinnar á Íslandi var að gæla við "New Labour" stefnuna. Sem betur fer virðist flokkurinn hafa snúið af þeirri braut. Það sorglega hins vegar í bresku Evrópukosningunum var að fasistarnir í British National Party náðu tveimur mönnum kjörnum. Sýnir það hversu skelfilega arfleið "New Labour"skilur eftir sig.
Breski Verkamannaflokkurinn beið afhroð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Fuck New Labour!
Almennilegt Labour takk!
Foffi (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 00:28
Hvaða flokk er eiginlega hægt að kjósa í Bretlandi, ef maður er umhverfissinnaður vinstrimaður? Er enginn svona "vinstrigrænn" flokkur þarna?
Gunnhildur Reynisdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 21:33
Vandamálið er að vegna kjördæmaskipulagsins er erfitt að ná kjöri ef þú ert ekki úr einum af þremur "stóru" flokkunum. Græningjar fengu yfir 11% fylgi í Evrópukosningunum og eru í lagi þó margt sé athugavert við stefnu þeirra. Á vinstri vængnum er bara að finna smáflokkakraðak.
Guðmundur Auðunsson, 22.6.2009 kl. 14:54
Hef aðeins verið að gúgla, og mér sýnist að Liberal Democrats sé sæmilegur kostur ef maður er umhverfissinnaður frjálslyndur Evrópusinnaður vinstri-miðjumaður (svona eins og pabbi er t.d.) Ef maður er meira til vinstri en það, þá eru Græningjarnir líklegast skásti kosturinn...?
LibDems voru að því að mér skilst andvígir Íraksstríðinu á meðan Labour (eða öllu heldur New Labour) studdu það. Um Íhaldið held ég að þurfi ekki að eyða orðum (auk þess sem þeir styðja refaveiðar *hrollur*)
Gunnhildur Reynisdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 17:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.