4.6.2009 | 12:29
Þarf að taka vaxtaákvarðanir aftur til ríkisstjórnarinnar?
Enn og aftur lækka stýrivextir Seðlabankans allt of lítið. Virðist sem AGS stjórni vaxtastefnunni nær alfarið. Þetta getur ekki gegnið lengur svona. Nú er það spurningin hvort færa eigi aftur loka vaxtaákvörðunina til Fjármálaráðherra þannig að Seðlabankinn verði einungis umsagnaraðili. Fyrr á tímum voru það stjórnvöld sem tóku ákvarðanir um stýrivexti. Þegar frjálshyggjutrúarbrögðin voru sem sterkust þá varð það keyrt í gegn á vaxtaákvarðanir og peningamálastefna væri "tæknileg", þ.e. ætti einungis að viða við verðbólgumarkmið. Málið er að vaxtaákvarðanir eru miklu stærra mál og verður að taka með tilliti til breiðra efnahagshagsmuna, ekki einungis innan þröngs peningastjórnunarramma. Ég tel kominn tíma á að taka valdið aftur til kjörinna fulltrúa fólksins, þannig að breið efnahagssjónarmið ráði ákvörðuninni, ekki þröngar tæknilegar ákvarðanir.
Slaknað á peningalegu aðhaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Lækka of lítið miðað við hvað? Ekki miðað við verðbólguna, alla vega. Ertu viss um að Seðlabankinn hafi rangt fyrir sér varðandi það að hraðari vaxtalækkun geti orsakað hrun krónunnar?
Svala Jónsdóttir, 4.6.2009 kl. 20:50
Svala, í fyrsta lagi er verðbólgan að fletjast út. Síðan ætti ekki að vera hætta á hruni krónunnar meðan gjaldeyristakmarkanir eru til staðar. Háir vextir eru að kyrkja allt, svo er það líka bónus að vextir af Jöklabréfunum lækka með lækkandi vöxtum.
Guðmundur Auðunsson, 5.6.2009 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.