26.5.2009 | 10:48
Við getum sett AGS stólinn fyrir dyrnar
Lilja Mósesdóttir hagfræðingur segir á Alþingi að við eigum að setja Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (AGS) stólinn fyrir dyrnar og henda honum út ef þeir koma í veg fyrir stórfellda vaxtalækkun í júní. Þetta er hárrétt hjá þingminninum. AGS vinnur enn eftir úreltri hugmyndafræði frjálshyggjunnar og virðast enn við sama heygarðshornið þó eftir sjóðinn liggi slóð misheppnaðra og hörmulegra efnahagsráðstafanna, eins og ég og fleiri bentum á þegar fyrri ríkisstjórn fór bónarleið til sjóðsins og vældi út peninga með úreltum skilyrðum. AGS er fyrst og fremst þjónustuaðili alþjóðlegra skuldara sem krefjast þess að almenningur borgi fyrir áhættulán sem veitt voru ótrúverðugum bankastofnunum. Íslenskur almenningur ber ekki ábyrgð á ósköpunum og það verður einfaldlega að benda ASG á. Núverandi ríkisstjórn erfði ósköpin og nú er kominn tími til að segja AGS fyrir verkum, annars verði þeim hent út.
Fjármálaráðherra á að setja niður kröfur á blað, fá þær samþykktar í ríkisstjórn og taka þær til sjóðsins. Kröfurnar verða einfaldar. Númer 1, ríkisstjórnin ætlar að lækka vexti stórlega og það strax. Númer 2, ríkisstjórnin mun ekki hlusta á neinar kröfur AGS um einkavinavæðingu eða kollsteypuaðgerða í þágu kröfuhafa. Númer 3, sjóðurinn muni ekki komast upp með að setja nein skilyrði um efnahagsstjórnun, það sé Alþingis og ríkisins að ákveða til hvaða aðgerða sé gripið. Sjóðnum sé velkomið að veita ráðgjöf og ríkisstjórnin mun að sjálfsögðu hlusta á öll góð ráð.
Gangi AGS ekki að þessum kröfum ríkisstjórnarinnar mun lánunum verða skilað og sjóðnum hent út úr landinu. Við höfum vel efni á því svo lengi sem bið tryggjum að seðlabankar Norðurlanda innkalli ekki lán sín. Til þess þarf pólitískar viðræður sem ég treysti núverandi stjórnvöldum vel til að gera. Annars tel ég ekki að sjóðurinn þori að ganga ekki að skilyrðum okkar. Pólitískt yrði það gríðarlegt áfall fyrir sjóðinn ef Ísland myndi segja honum upp, AGS er gríðarlega óvinsæll um þessar mundir og myndi varla þola þau PR ósköp sem myndu fylgja uppsögn Íslands á samningum við sjóðinn. Ísland myndi hins vegar skora mörg prik ef sjóðnum yrði hent út, þannig að ég óttast ekki afleiðingarnar. Til skamms tíma gæti þetta orðið erfitt, en til lengri tíma er hávaxtastefna og bullhagfræði AGS miklu hættulegri.
Ætti að afþakka ráðgjöf AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.