1.5.2009 | 10:08
1. maí í skugga kreppu
Mikilvægi 1. maí, alþjóðlegs baráttudags verkafólk, hefur sjaldan verið mikilvægari en í ár. Spilavítiskapítalisminn er hruninn og almenningur út um allan heim situr eftir með skuldirnar af græðgisvæðingunni. En þetta hrun skapar einnig tækifæri. Tækifæri til að byggja upp nýtt og réttlátara samfélag þar sem jöfnuður og réttlæti eru sett í forsæti. Sú krafa er háværari en hún hefur verið í langan tíma, fólk út um allan heim er búið að fá nóg af græðgi og auknu misrétti. Slíkt hefur auðvitað verið sláandi á Íslandi síðastliðna tvo áratugi þegar við höfum horfið af braut tiltölulegs jöfnuðar og horft upp á hlutfall þeirra 1% sem hæst hafa launin aukast úr 3.5% í 20%! Slíkt er auðvitað óalandi og óferjandi og snúa verður af þeirri braut.
Íslendingar hafa gengið í gegnum viðburðaríkt ár. Í byrjun ársins streymdi fólkið út á göturnar og knúði óhæfa ríkisstjórn út úr stjórnarráðinu. Það var fyrsta skrefið í Búsáhaldabyltingunni. Næsta skref voru kosningarnar þar sem vinstriflokkarnir og hin róttæka Borarahreyfing náðu samanlagt um 60% atkvæða. Kjósendur hafa eðlilega færst mikið til vinstri, enda skilja hægrimenn samfélagið eftir í rúst. Það var annað skref Búsáhaldabyltingarinnar. En samfélagsbylting er ferli. Nú er lag að byggja upp nýtt samfélag sem byggir á gildum jafnaðarstefnu og róttæks sósíalisma. Það verður að gera fyrir börnin okkar, það skuldum við vinstrimenn framtíðinni. Megi almenningur út um allan heim eiga góðan og baráttufullan dag, 1. maí er baráttudagur okkar allra. Fram þjáðir menn í þúsund löndum!
Kreppa nærð af græðgi" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.