Leita í fréttum mbl.is

Maístjórnin lendir hlaupandi, byltingin heldur áfram.

Nú hefur ný meirihlutastjórn vinstriflokkanna verið mynduð. Eru þetta söguleg tímamót í íslenskri stjórnmálasögu, í fyrsta sinn í sögunni þar sem vinstriflokkarnir hafa hreinan meirihluta á þingi. Ég tel að með þessu hafi orðið breyting til framtíðar, þar sem skipbrot Sjálfstæðisflokksins og stefnu hans er algjört, enda skilur Flokkurinn eftir efnahagslífið í rjúkandi rúst.

Auðvitað eru viðfangsefni ríkisstjórnarinnar gríðarleg, enda er fullur skilningur á því meðal þjóðarinnar. Við sitjum uppi með stórfelldar skuldir sem fjárglæframenn og óhæfir stjórnmálamenn bera ábyrgð á, skuldir sem verður að tryggja að lendi síst á þeim sem minnst mega sín, breiðu bökin verða einfaldlega að taka á sig auknar birgðir. Deilunni um inngöngu í ESB verður leyst með því að vísa henni til Alþingis og þjóðarinnar, um annað virtist ríkisstjórnin ekki eiga í miklum erfiðleikum að koma sér saman um, þó eðlilega beri stjórnasáttmálinn merki málamiðlanna af beggja hálfu. Það sem stendur samt uppúr er að tryggja á yfirráð samfélagsins yfir auðlindunum með stjórnarskrárákvæði og gjafakvótinn verður kallaður inn þó án þess að valda kollsteypu í þessari erfiðu efnahagsstöðu. Er þar skynsamlega haldið á málum. Hér er kjarninn í sameignarrétti þjóðarinnar:

"Með sérstöku ákvæði í stjórnarskrá verði undirstrikað að fiskistofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar. Úthlutun aflaheimilda er tímabundinn afnotaréttur og myndar ekki undir neinum kringumstæðum eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimildunum." (lbr. mín)

100 daga áætlunin sýnir það að ríkisstjórnin veit að það þarf að halda áfram vinnunni af fullum krafti. Efnahagsmálin og þrot heimilanna þola enga bið. Komið verður til móts við slæma stöðu námsmanna með úttekt á framfærslu LÍN, óréttlætið í fiskveiðikerfinu verði afnumið, komið verði enn frekar til móts við vanda lánagreiðenda og leitast við að ná jafnvægi í fjármála og efnahagsstefnu þjóðarinnar. En ekki er einungis fjallað um lausnir á bráðavanda. Einnig er horft til framtíðar, enda nauðsynlegt að taka á þeim róttæku breytingum sem þarf að gera í samfélaginu. Búsáhaldabyltingin í janúar vara bara fyrsti þáttur í samfélagsbyltingunni. Þessi ríkisstjórn og kosningarnar voru skref tvö. En byltingin heldur áfram. Gera þarf róttækar breytingar á samfélaginu bæði á stjórnskipunni og einnig á grunnþáttum samfélagsins. Við viljum byggja upp nýtt samfélag á grunni raunverulegs frelsis almennings, þar sem jöfnuður og réttlæti eru höfð að leiðarljósi, ekki ónýt trúarbrögð um óskekluleika markaðarins. Ríkisstjórnin hefur lofað stjórnlagaþingi sem mun m.a. taka á þessu. Enda er byltingin rétt hafin, byltingar eru ferli ekki atburðir og byltingarferlið til að byggja upp nýtt Ísland er rétt að hefjast

Að lokum mæli ég með nafninu Maístjórnin fyrir nýju ríkisstjórnarinnar eftir vetrar og vorhret fyrri ára. Ég veit eina STJÓRN, eina STJÓRN sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín.


mbl.is Mikil þrautaganga framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Já, þetta er svo sannarlega það sem okkur dreymdi um. Leyfum okkur að vera bjartsýn og fagna.

Undir niðri blundar samt óttinn við að þolinmæði og skilningur þjóðarinnar á aðstæðum sé takmörkum háð. Hættan á að gerðar séu óraunhæfar kröfur eru miklar. Því er mikilvægt að styðja einnig erfiðar aðgerðir.

Vonandi fær stjórnin starfsfrið, líka frá því fólki sem kaus þessa flokka því það verður ekki sagt að flokkarnir hafi lofað fólki gullli og grænum skógum.

kveðja

Kristjana Bjarnadóttir, 11.5.2009 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband