4.12.2008 | 10:05
Ótrúlegur hroki
Hvílíkur hroki. Davíð er gersamlega dottinn úr tengslum við raunveruleikann. Hann er í dag aumkunarverð persóna sem átti að baki glæstan pólitískan feril sem nú er í svaðinu. Hann er okkar Geore W. Bush, pólitíkus sem gert hefur ótrúlegan skaða en virðist ekki fatta það. Davíð fór fyrir ríkisstjórninni sem einkavinavæddi banka almennings, gaf þeim frjálsar hendur við að breyta Íslandi í spilavíti þar sem allir vinningar fóru í vasa gæðinganna en tapið var borið af almenningi. Svo brást hann gersamlega vaktina sem seðlabankastjóri. Til að kóróna verkið hefur hann gert Ísland að athlægi sem einn fáránlegasti seðlabankastjóri mannkynssögunnar, opnar varla muninn án þess að kosta okkur milljarðatugi. Það eina jákvæða sem virðist koma frá honum er að menn geta skemmt sér við að lesa grínsögur af honum í heimspressunni. Hann hefur talið sér trú um að þetta sé öllum öðrum að kenna, hann hafi alltaf varað við þessu og bla bla bla. Það liggur við að maður vorkenni kallinum, maður myndi gera það ef hann hefði ekki valdið svona miklum skaða og heldur áfram að valda skaða með hverri mínútu sem hann situr í nokkru embætti. Ég held að sjálfstæðismönnum hljóti að líða eins og íhaldsmönnum í Bretlandi leið þegar Margaret Thatcher hélt áfram að bjóða"góðmenninu" og vini sínum Augusto Pinocet í te eftir að hún yfirgaf pólitíkina. En Bretar höfðu allavega vit á að hleypa frúnni ekki í neitt embætti sem skipti máli. Tökum Davíð á orðinu, hendum honum úr Seðlabankanum og látum hann fara aftur í pólitík og verða sér að athlægi þar.
Vissulega er Davíð fjarri því að vera eini blóraböggullinn. Auðvitað eru bónusfurstarnir og fjárglæframennirnir aðal sökudólgarnir. Sjálfstæðisflokkurinn er aðal sökudólgurinn pólitískt og samstarfaðilar þeirra í ríkisstjórnum, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin eru líka sekir. Síðastnefndi flokkurinn brást pólitískt vaktina og hefur gersamlega brugðist við stjórn kreppunnar. Allir sökudólgarnir sitja enn í stöðum sínum, bönkunum er stjórnað af sama fólki og eignir almennings seldar (gefna) til vildarvina með leynd. Það er löngu komið nóg. Það þarf að skipta um allt settið, ríkisstjórnina, seðlabankastjórnina og allt settið sem stjórnar enn almenningsvæddu bönkunum. Ya basta!
![]() |
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Beindi byssu yfir höfuð björgunarsveitarmanns
- Úlfar: Það þarf að halda vöku sinni
- Umferðarslys á Reykjanesbraut
- Lítið hægt að gera ef hraun rynni að húsum
- Virðist vera lítill leki frá stærri atburði
- Byssumaðurinn í Grindavík var handtekinn
- Kvika komin mjög norðarlega: Færist nær brautinni
- Bútasaumur á Flóttamannaleið
- Lögn rofnaði: Talsverðar sprunguhreyfingar
- Man ekki eftir að grjót hafi lent á bíl áður
Erlent
- Stefna Trump-stjórninni
- Einnar mínútu þögn í Mjanmar
- Málið vindur upp á sig: Nítján handtökur
- Trump líkir sakfellingu Le Pen við eigin lagadeilur
- Lík nýfædds barns fannst í poka
- Óþekkjanlegt frá hryllingnum sem blasti við
- Yfir þúsund drepnir á þrettán dögum
- Bandaríkjamenn segja útilokun Le Pen áhyggjuefni
- Bandarískir hermenn fundust látnir í Litháen
- Neyðarsöfnun hafin fyrir börn í Mjanmar
Athugasemdir
Sammála því sem þú segir. Mér finnst raunar sorglegt hvernig komið er fyrir Davíð eins klár maður og hann er. Auðvitað er þetta ekki allt honum að kenna og það mættu fleyri fjúka. Mér finnst hugmyndin um að sameina Seðlabankann og FME mjög góð og þá er hægt að skipta öllu liðinu út án mikilla átaka. Nú er bara fyrir Geir að drífa í því.
Björn (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 10:19
Davíð er greinilega alvarlega veikur ,hann skilur ekki að fólkið í landinu er búið að fá nóg af frekjunni í honum og VILL HANN EKKI.
Varla mætir hann bara inn á þing eins og ekkert sé.
Fólkið í landinu VELUR !
Kristín (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 15:30
Þegar ég skoðaði blöðin í morgun fannst mér eins og það væri verið að hræða mig með yfirvofandi draugagangi.
Ég varð ekkert hræddari en ég er, það er skelfilegra að hafa karlinn þar sem hann er heldur en fá hann í pólitík.
Kristjana Bjarnadóttir, 4.12.2008 kl. 21:57
Hvort Davíð sé veikur eða ekki vil ég ekki dæma um, en það er örugglega til sálfræðilegt hugtak fyrir því sem hann þjáist af. Líklega um einhverskonar persónuleikaröskun að ræða, heimurinn virðist snúast um hann, hann virðist vera í einhverri persónulegri herferð til að sanna að hann einn viti, allir aðrir eru fífl sem hlustuðu ekki á hann o.sv.fr. Það merkilega er að ég er viss um að hann trúir því statt og stöðugt að hann beri enga ábyrgð og sé í raun sá eini sem geti bjargað málunum. Siðblindan er slík að hann fattar einfaldlega ekki að hann er stór hluti af vandamálinu.
Kristjana, ég er þér sammála um að fá hann aftur í pólitíkina, látum hann stofna nýjan flokk og komast e.t.v. inn á þing við annan mann eins og Framsókn gerir. Hann þarf að fara burt úr seðlabankanum og það í gær.
Guðmundur Auðunsson, 5.12.2008 kl. 10:50
Þakka þér fyrir, þetta er hárrétt hjá þér. Og niðurlagið líka - mér finnst stundum heldur mikið einblínt á Davíð og ríkisstjórnina, sem auðvitað eiga að víkja, - en málið er að allt er enn að mestu í sömu höndunum og fjárglæframennirnir, hinir beinu þjófar og skemmdarverkamenn, eru leynt og ljóst að hramsa allt undir sig aftur sem þeir hafa misst úr höndunum - fyrir nú utan það að miklum hluta ránsfengsins halda þeir áfram átölulaust. Það mætti kannski horfa meira til þess. Það er auðvitað mikilvægt að skoða vel vettvang glæpsins - og, vel að merkja, ekki bara yfirborð hans - en sjálfum glæpnum má þó ekki gleyma.
Einar Ólafsson, 10.12.2008 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.