10.10.2008 | 13:44
Þetta er ekki stríð milli bresks almennings og íslensks almennings!
Hrun íslensku bankanna fellur nú með fullum þunga á almenning bæði í Bretlandi og á Íslandi. Bresk sveitarfélög eru með yfir milljarð punda (tugi milljarða íslenskra króna) á reikningum Icesave. Góðgerðarsamtök eru með yfir 100 milljónir punda á þessum reikningum og önnur almannaþjónustufyrirtæki með annað eins. Því virðist ljóst að almenningur í Bretlandi (þ.á.m. ég) kemur til með að blæða. Um hryllinginn sem blasir við íslenskum almenningi er þarf ekki að fjölyrða. Þar, eins og í Bretlandi er það almenningur sem blæðir. Það er að mínu áliti stórhættulegt að stilla þessu upp sem baráttu milli íslensks almennings og bresks almennings. Báðir hópar eru fórnarlömb. Það sem nú þarf að gera er að finna Icesave peningana.
Innistæður í Icesave/Landsbanka eru mun hærri en fjárlög íslenska ríkisins. Þessar svakalegu upphæðir laðaði bankinn til sín með því að bjóða lang hæstu vexti sem í boði voru á Bretlandseyjum. Nú er ég ekki bankamaður, en kann hins vegar töluvert í hagfræði. Þar sem hlutverk fjármálastofnanna er að miðla sparnaði í fjárfestingar, þá hlýtur Landsbankinn að hafa verið með rosa flott fjárfestingamódel, annars væru þeir varla tilbúnir að borga meira fyrir sparnaðinn en nokkur annar banki á Bretlandseyjum. Nú eigum við því kröfu á að sjá þessi flottu fjárfestingarmódel Landsbankans. Þar hljóta peningarnir að vera. Ekki voru þeir í húsnæðislánum, sem erfitt er að losa út í fljótheitum. Peningarnir hljóta því að vera í rosa flottum fjárfestingum og tryggum ábatasömum lánum. Því hlýtur maður að reikna með, var ekki verið að borga bankastjórunum rosa flott laun og bónusa þar sem þeir eru svo klárir? Finnum þessa peninga og borgum breskum almenningi með þeim. Þetta eru þeirra peningar.
Við skulum hætta að stilla þessu upp sem baráttu milli íslensks og bresks almennings. Fólk þessara landa á að snúa bökum saman og velta hverri þúfu og leita í öllum skápum, á öllum flugvöllum og á öllum karabískum eyjum, einhverstaðar hljóta Icesave peningarnir að vera. Þessa peninga á að nota til að borga innlánin, og ef þeir eru horfnir þá þarf að finna skýringu á því hvers vegna þessir peningar hurfu. Nú þurfa íslenskur almenningur og breskur almenningur að hætta að kenna hvor öðrum um en snúa sér hins vegar saman að því að finna Icesave peningana.
Sendinefnd Breta væntanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:46 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Hár rétt hjá þér,það er ekki íslenskur almenningur sem bretar eru reiðir úti núna heldur íslensk stjórnvöld og stjórnendur Landsbankans fyrverandi.Hvar er þessi peningur og hver var það sem flutti þessar fjárhæðir burt frá Bretlandi og hvar enduðu þær ? Og hvers vegna hafa íslensk stjórnvöld ekki kyrrset eigur þessara manna hér á Íslandi ?
Jon Mag (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 13:55
Virkilega gaman ad lesa pistlana tina og ekki haegt ad segja annad sen vid seum sammala morgu. Vid erum anaegd ad vera fjarri ollu ruglinu heima og njotum okkar a flakki um heiminn.
Bestu kvedjur,
Osk og Hemmi
Osk (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 00:47
Sammála þér hér í þessari grein.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2008 kl. 11:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.