8.10.2008 | 10:17
Hvar eru Icesave peningarnir?
Landsbankinn safnaði innistæðum sem eru líklega á stærð við fjárlög ríkisins. Þessum góða árangri náðu þeir með því að bjóða hærri vexti en nokkur annar. Það segir sig því sjálft að Landsbankinn hlýtur að hafa verið með flott ávöxtunarprógram þar sem þeirra hlutverk er að miðla sparnaði í fjárfestingar með hagnaði. Enginn banki þolir að það sé gert "run" á þá. Það segir sig sjálft. Sértaklega ef innlánin fara í langtímalán eins og húsnæðislán. En góðu heilli var Landsbankinn ekki í húsnæðislánabransa í Bretlandi. Því hljóta þessir peningar að vera í lánum til skemmri tíma og ætti því að vera hægt að ná þeim til baka og borga sparifjáreigendunum. Við verðum auðvitað að trúa því að Landsbankinn hafi ekki sett þessa gífurlegu fjármuni í ónýtar fjárfestingar, er það ekki? Breski fjármálaráðherrann vakti mig upp á BBC í morgun, æfur út í Íslendinga. Sagði að það virtust vera engir peningar til að borga Icesave innlánin. Við trúum því auðvitað að þetta sé bull hjá ráðherranum, eignir Landsbankans hljóta að borga þetta upp að mestu leiti er það ekki?
![]() |
Brown hótar aðgerðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Heill og sæll, Guðmundur. Gott að fá þetta beint í æð frá London, eins og ég gerði á mínum árum áður í Englandi; það er önnur tilfinning í því að vera á vettvangi og hlusta á þá ræða þetta á BBC4 eða sjónvarpinu heldur en BBC World Service.
Hafi þeir ekki fé, veð eða eignir til að borga þetta upp, er Landsbankinn og raunar land okkar í gríðarlegum erfiðleikum. Á Davíð seðlabankastjóra var í Kastljósi í gær að heyra, að björgunaraðgerðir Seðlabankans og ríkisins muni fyrst og fremst beinast að Íslendingum, það væri ekki þeirra að bæta fyrir ævintýramennsku bankastjóranna erlendis! En nú hafa Bretar lagt hald á eignir Landsbankans þar í landi, og kemur það naumast á óvart eftir þessar yfirlýsingar Davíðs.
Gæti haft þetta miklu lengra, en læt nægja. Hef sjálfur skrifað um Icesave-málið hér:
Jón Valur Jensson, 8.10.2008 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.