Leita í fréttum mbl.is

Ég studdi "hryðjuverkamenn"

Á 9. áratugnum var ég mjög aktívur í stuðningsbaráttu við frelsissamtökin ANC, sem voru (og eru greinilega enn) skilgreind sem hryðjuverkasamtök af hálfu Bandaríkjastjórnar. Margaret Thatcher varð t.d. æf yfir því að Ken Livingstone skildi láta reisa brjóstmynd af Nelson Mandela, sem þá var í fangelsi, við South Bank listamiðstöðina í London. Hún kallaði Mandela hryðjuverkamann. Formlega virðast ANC enn vera skilgreind sem hryðjuverkasamtök í Bandaríkjunum. Það sem verra er, bandaríkjastjórn áskilur sér rétt til að handtaka aðildarmenn "hryðjuverkasamtaka" og senda þá til Guantanamo. Ekki nóg með það, þeir áskilja sér rétt til að handtaka stuðningsmenn "hryðjuverkasamtaka" og senda þá til Guantanamo eða einhverra pyntingabúða CIA út um allan heim. Ég tók þátt í að fjármagna "hryðjuverkasamtök" þar sem ég var þátttakandi í fjársöfnun sem rann til ANC. Það skildi aldrei vera að maður ætti á hættu að lenda í Guantanamo vegna þessa?
mbl.is Mandela enn skilgreindur sem hryðjuverkamaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég myndi ekki útiloka það, svei mér þá, ég veit ekki hvað þetta er að verða með heiminn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2008 kl. 14:25

2 identicon

Þarna er Kananum rétt lýst. Skilgreina, skilgreina og leysa svo vandamálin með skotvopnum.

Passaðu þig bara á því kallinn minn að minnast aldrei á Al kaída eða Osama bin Laden í mailum eða bloggi. Þá verðurðu kannski sóttur og sendur í langt frí í Karíbahafinu. Þú færð reyndar appelsínugulan galla og vel loftræst sér herbergi með "room service":-)

þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 14:48

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þakka innlitið hjá mér, vona að þú fáir aldrei appelsínugula gallann

Heiður Helgadóttir, 17.4.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband