19.2.2008 | 13:10
Eitt af stórmennum 20. aldarinnar dregur sig í hlé
Fidel Castro, fráfarandi forseti Kúbu hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á ný sem leiðtogi landsins. Þetta kemur ekki á óvart þar sem nær tvö ár eru síðan Castro dró sig í hlé vegna veikinda. Fidel Castro og félagar hans komust til valda fyrir nær 50 árum í byltingu gegn spilltri einræðisstjórn Batista. Síðan þá hefur Kúba náð frábærum árangri í að byggja upp manneskjulegt samfélag þar sem menntun og heilsugæsla er betri en í nokkru öðru þróunarlandi, þrátt fyrir stanslaus efnahagsleg skemmdarverk bandaríkjastjórna frá upphafi byltingarinnar. Þeir litu á Kúbu sem persónulegan "amusement park" ríkra bandaríkjamanna og mafíósa og brjáluðust yfir því að hjálegan vogaði sér að standa uppi í hárinu á heimsveldinu. Kúba er í dag hærra á velmegunarlista Sameinuðu þjóðanna en nær öll önnur þróunarlönd, þó vissulega hafi stjórn Castro gert mörg mistök og margt geti farið betur í samfélaginu. Á Kúbu eru pólitískir fangar sem þar ættu ekki að vera, en þeir eru þó flestir í haldi bandaríkjastjórnar í Guantanamo herstöðinni. Einhverjir tugir eru þó í haldi Havanastjórnarinnar. Það breytir því ekki að barnadauði þar er minni en í sjálfum Bandaríkjunum og heilsugæsla til fyrirmyndar og stendur öllum til boða ókeypis. Þetta þrátt fyrir nær 50 ára harkalegt viðskiptabann Bandaríkjanna.
Hvað tekur við er erfitt að segja. Líklegt er að Raúl Castro, bróðir Fidels og einn af síðustu byltingarmönnunum sem eftir eru taki við til skamms tíma. En þar sem Raúl er líka farinn að eldast þá er líklegt að einhver af yngri kynslóðinni, svo sem Roberto Robbina, utanríkisráðherra, taki við eftir nokkur ár. Stjórnin mun ekki hrynja í Havana, þó bandaríkjastjórn reyni sitt besta til að stuðla að upplausn á Kúbu. Vissulega má búast við einhverjum breytingum þó líklega verði þær hægfara. Kúbumenn vilja einhverjar breytingar, en það síðasta sem þeir vilja er að kúbverska mafían í Miami taki yfir landið. Ef Barak Obama nær kjöri sem Bandaríkjaforseti þá er ekki ólíklegt að efnahagsþvingununum verði lyft, allavega undið ofan af þeim. Nái McCain hins vegar kjöri er ólíklegt að nokkuð breytist. Kúbverska mafían hugsar sér líklega gott til glóðarinnar núna og gætu keyrt af stað nýja hrinu hryðjuverka í landinu. En þessi mafía nýtur ekki nokkurs stuðnings meðal íbúanna á Kúbu. Þeirra vegna fá þeir vonandi að þróa samfélag sitt á eigin forsendum, halda í það besta úr byltingunni og bæta það sem miður fer. Ég er mátulega bjartsýnn að það takist fái þeir frið til þess frá yfirgangi bandaríkjamanna.
Kom fáum á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér,það er greinilegt að þú þekkir þarna til mála og er það vel,sammála hér sem ritað er.Ég er ansi hræddur um það að Bandaríkjamenn fara í einhverja áróðursherferð núna og reyna að sveigja öfl inná sitt band til sundrungar Kúbu.Bandaríkjamenn hafa sýnt það að þeim er alveg sama hvaða öfl þeir nota svo fremi að þeir nái völdum.En vonandi fær Kúba að vera óárett gagnvart þeim illsku öflum sem í kanalandinu er.Það er skömm að þeim viðskiptaþvingunum sem hafa verið og eru enn á Kúbu.
Númi (IP-tala skráð) 19.2.2008 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.