Leita í fréttum mbl.is

Blekkingar um stimpilgjöld

Svei mér þá, það eina sem kemur af viti í þessari grein kemur frá Árna fjármálaráðherra! Það virðist vera útbreiddur misskilningur (eða vísvitandi blekkingar) meðal manna að stimpilgjöld séu skattur á húsakaupendur. Þetta er þvæla, stimpilgjöld eru fyrst og fremst skattur á húsnæðisseljendur. Þetta er einfaldlega staðreynd svo lengi sem menn telja að verð á markaði ráðist (allavega að hluta) af framboði og eftirspurn. Ef ég er með 20 milljónir sem ég þarf að nota í húsnæðiskaup þá er ég tilbúinn að borga 20 milljónir, svo einfalt er það. Ef stimpilgjöldin af kaupunum eru 500 þúsund og þau eru lögð niður, þá er ég áfram tilbúinn að borga 20 milljónir, þannig að það er húsnæðisseljandinn sem græðir á niðurfellingu skattsins. Skiptir litlu máli hvort mikil þensla sé í hagkerfinu (eina undantekningin er þegar alvarlegur markaðsbrestur er á húsnæðismarkaðinum þannig að húsnæðiseigendur eru ekki tilbúnir að selja en það er fjarstæða að slíkt ástand sé við líði á Íslandi). Það sem verra er, ef ég bý í góðu húsnæði en er með 20 milljónir til skammtímafjárfestinga þá eru stimpilgjöldin eitt af því sem hindar mig í því að fjárfesta í húsnæði. Ef þau eru felld niður eykst húsnæðisbrask stórlega, sem leiðir auðvitað til hækkaðs húsnæðisverðs. Þannig að þeir einu sem græða á niðurfellingu stimpilgjalda eru húsnæðisbraskarar og eigendur húsnæðis, sem þegar eru búnir að græða stórlega á hækkunum á húsnæði (þetta eru auðvitað einföldun). Þeir sem tapa eru nýir húsnæðiskaupendur sem þurfa að borga hærra verð vegna braskaranna. Er það markmið ríkisstjórnarinnar, að færa peninga frá unga fólkinu sem er að berjast við að kaupa sína fyrstu íbúð til stóreignamannanna?

Það er sorglegt að Samfylkingin hafi á að skipa viðskiptaráðherra sem enga þekkingu virðist hafa á verðmyndun og ekki þekkja til framboðs og eftirspurnar. Er virkilega ekki hægt að finna einhvern sem skilur ABC í hagfræði í flokknum? Sorglegt að dýralæknirinn Árni virðist allavega hafa smá skilning á málinu. 


mbl.is Hættulegt að hætta að stimpla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Landinu okkar virðist stjórnað með hagsmuni einstakra manna í huga en ekki hag heildarinnar þvi miður.  Mér finnst að ráðherrar ættu að leita ráða sérfræðinga, og ekki bara eins eða tveggja, heldur fá ráð frá fleirum og bera saman, til að fá nokkurnveginn rétta mynd af ástandinu eins og það er raunverulega.  Ætli landið þurfi að fara á hvolf til að hugsunin breytist og menn átti sig á því að það gengur ekki lengur að hugsa svona smátt.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.2.2008 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband