Leita í fréttum mbl.is

Mítan um ónýta gjaldmiðilinn

Það virðist í tísku núna að tala um hversu ónýt krónan sé. Vissulega er krónan of sterk í dag og vissulega er lítill gjaldmiðill viðkvæmur fyrir sveiflum. Og vissulega er vaxtaokrið að slaga marga. Þetta er ekki síst vegna ónýtrar hagstjórnar Sjálfstæðisflokksins. Það virðist því freistandi að hætta þessu baksi með krónuna. Þetta er hins vegar stórhættuleg skoðun.

Öllum gjaldmiðlum fylgir kostaður og sá kostaður hverfur ef land leggur niður gjaldmiðil sinn og tekur upp "alþjóðlegan gjaldmiðil" eins og t.d. Evru. En, til þess að efnahagskerfi passi saman á gjaldmiðlasvæði þurfa efnahagssveiflurnar að vera svipaðar á öllu svæðinu. Á þann hátt má færa sterk rök fyrir því að t.d. Frakkland og Þýskaland eigi að sameinast í einu gjaldmiðlasvæði. En það er fjarstæða að íslenska hagkerfið sé svipað og evrusvæðið. Eitt "asymmetric" sjokk (t.d. hrun á fiskistofnum) gæti rústað efnahagskerfi lands ef ekki er möguleiki á gengisfalli. Það er augljóst að Evrópubankinn myndi aldrei hegða peningastefnu sinni eftir sveiflum í íslensku efnahagskerfi. Útflutnisatvinnuvegirnir gætu því hrunið á einu bretti (og keyptir upp á útsölu) og íslenska hagkerfið myndi aldrei bera sitt barr eftir það.

Á loka áratug 20. aldarinnar batt Argentína gjaldmiðil sinn við bandaríska dollarann. Allt gekk þokkalega um tíma, en síðan gerðust ósköpin. Fyrst var verðbólga meiri en á dollarasvæðinu, sem þýddi einfaldlega að samkeppnishæfni argentínsks útflutnings lækkaði snarlega (til að halda rauntekjum þurfti að hækka laun starfsmanna án þess að útflutningstekjur hækkuðu á móti). Næst fór efnahagskerfið í gegnum verðhjöðnun (þ.e. vörur lækkuðu í verði) sem gekk endanlega af innlendum iðnaði dauðum. Verðhjöðnunin leiddi til eftirspurnarkreppu á innanlandsmarkaði (hvers vegna að kaupa vöru í dag ef þú býst við að hún lækki í verði á morgun), sem jók enn á efnahagskreppuna. Þá var efnahagskerfið ein rjúkandi rúst, með fjöldaatvinnuleysi og fjöldamótmælum. Loksins komst ríkisstjórn til valda og bjargaði því sem bjargað varð með stórfelldri gengisfellingu (reyndar allt of seint en það er önnur saga). Í þessu tilfelli höfðu Argentínumenn ekki tekið upp dollarann alfarið og gátu því bjargað sér fyrir horn. Menn eru þó að tala hér um að fella niður íslensku krónuna og taka upp evru. Þá gætum við ekki einu sinni bjargað okkur fyrir horn eins og Argentínumenn þó gátu.

Það ætti því að vera ljóst að þrátt fyrir mikinn kostað við að halda í krónuna þá er hættan á því að leggja hana niður einfaldlega of mikil til að gera það. Slíkt væri fjárhættuspil þar sem þú gætir tapað öllu. Það er hins vegar ljóst að ekki myndu allir tapa á því að leggja niður krónuna. Það má færa sterk rök fyrir því að fjármálakerfið hefði af því hag. Þess vegna er umræðan komin á fullt. Pössum okkur á því að leggja ekki íslenska hagkerfið undir með því að leggja krónuna niður. Þetta virðist allavega hagfræðingurinn Geir Haarde skilja (enda sótti hann sama skóla og ég!). En eitthvað virðist pólitísk óskhyggja blinda sumum um sýn, sérstaklega Samfylkingarmönnum.


mbl.is Stendur ekki til að skipta um gjaldmiðil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hárrétt Guðmundur. Þetta eru orð í tíma töluð! Ég er mikið búin að hugsa um að skrifa um þetta, en þú sparaðir mér ómakið

Anna (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband