12.11.2007 | 13:12
Hver kaus spánarkonung?
Nú finnst mér Chavez hafa verið með óþarfa upphlaup á fundinum og e.t.v. fulllangt gengið að kalla Aznar fasista, þó vissulega hafi sá asni verið spánverjum til skammar með þjónkun sinni við klerkastjórnina í Washington. En vissulega á flokkur Aznar rætur sínar í fasistaflokki Franco þó flokkurinn hafi vissulega lagast mikið síðan þá. En mér er spurn, hver kaus Juan Carlos? Í hvaða umboði talar hann? Var hann e.t.v. svona uppstökkur vegna þess að alþjóð veit að það var sjálfur fasistaeinræðisherran Franco sem kom honum í embættið?
Spánarkonungur sagði Chaves að þegja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
Það getur líka verið að svona lið sem gengur um með asnalegar kórónur sé vant því að segja lágstéttarliðinu að þegja.
Allavega höfðu Spánverjar á endanum vit til að hypja sig frá Mesópótamíu.
Ólafur Þórðarson, 12.11.2007 kl. 19:17
Sæll Guðmundur, rakst á bloggið þitt. Man eftir að við hittumst í landi Juans Carlosar (og asnans!) fyrir nokkrum árum á Gartner ráðstefnu í Barcelona. Það var gaman Vinnur þú ennþá hjá CA?
Það má Juan Carlos eiga að hann átti talsverðan þátt í að koma á lýðræði á Spáni þó hann hafi komist til valda í skjóli Frankós.
Þorsteinn Sverrisson, 13.11.2007 kl. 22:05
Sæll Þorsteinn og takk fyrir síðast. Nei ég er ekki enn hjá CA, en er ennþá í hugbúnaðargeiranum (ásamt öðru).
Juan Carlos var þvingaður til að setja sig ekki gegn lýðræði á Spáni, eftir að nellikubyltingin var gerð í Portúgal og falls fasistastjórnarinnar í Grikklandi var ljóst að fasískir stjórnarhættir voru búnir að vera í Evrópu. Og vissulega má gefa Juan Carlos kredit fyrir að hafa ekki stutt valdaránstilraunina 1980, en valdaræningjarnir treystu á stuðnings konungs. Hann stóð þá með lýðræðisöflunum. Batnandi mönnum er best að lifa. En ég tel það ljóst að þessi viðkvæmni konungs fyrir hinum kjaftfora Chavez hafi eitthvað að gera með það að hann var sjálfur puntdúkka Francos þegar hann var ungur.
Guðmundur Auðunsson, 14.11.2007 kl. 12:07
Já það er örugglega ekki gott veganesti fyrir hann að vera með bakgrunn í einræðisstjórnarfari. Það er margt skrítið í pólitíkinni:)
Þorsteinn Sverrisson, 14.11.2007 kl. 21:29
Þó Chavez geti gengið fram að mönnum stundum, er ástæða til að athuga söguna. Chavez var kosinn í lýðræðislegum kosningum, en það var Aznar líka. Chavez er hins vegar að rústa lýðræðinu í sínu heimalandi, en það gerði Aznar ekki í sínu. Athugum það.
Sigurjón, 15.11.2007 kl. 00:36
Chavez er að tala mál sem alþýða landsins skilur. Verkalýður landsins og fátæklingar eru búin að fá sig fullsödd á ,,lausnum" auðvaldsins. Verkalýður Suður Ameríku hefur engu að tapa ,, nema fjötrunum".
Rúnar Sveinbjörnsson, 15.11.2007 kl. 21:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.