Leita í fréttum mbl.is

Bjargað fyrir horn

Sú staðreynd að Tony Blair er á útleið úr pólitík virðist hafa komið í veg fyrir algjört hrun verkamannaflokksins, þó vissulega sé 26% fylgi ömurleg niðurstaða. Enda er Blair og "New Labour" nær búinn að rústa Verkamannaflokknum. Spurningin er sú hvort flokkurinn nær að rétta úr sér eftir að skemmdarverkamaðurinn og stríðsglæpamaðurinn Tony Blair hverfur á braut. Það tók verkalýðsfélögin og verkafólk áratugi að byggja upp breska Verkamannaflokkinn. Það hefur tekið Tony Blair og litlu ljótu klíkuna hans um 10 ár að rústa þeirri uppbyggingu. Ekki einungis er stefna "New Labour" eitthvað til hægri við Sjálfstæðisflokkinn heldur hefur Blair litið á það sem helsta pólitíska markmið sitt að stappa á vinstrisinnum og troða hægrisinnuðum skoðunum sínum uppá flokkinn. Írak stríðið og þjónkunin við klerkastjórnina í Washington er bara eitt af mörgu. Sem betur fer er þessi skemmdarverkamaður á leið út úr pólitík. Ætli hann byrji þá ekki feril sem kvöldverðarræðumaður hjá stórfyrirtækjunum sem munu borga honum stórfé fyrir þjónkunina og að hlusta á hann segja frá því hvernig honum tókst að stappa á verkafólki og félögum þeirra til að þjóna hagsmunum atvinnurekenda.
mbl.is Verkamannaflokkurinn tapar fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband