6.4.2007 | 09:49
Æ, æ strákar, komst upp um ykkur
Nokkrir stuttbuxnadrengir (eða drengur) hafa stofnað grínsíðuna Bleika Eldingin. Þessi síða virðist hafa það að markmiði að gera lítið úr femínistum og femínisma með því að setja inn hlægileg innlegg, eins og þetta innlegg um Hillary Clinton. "Stærstur hluti hópsins er háskólamenntaðar konur", eiga að vera aðilarnir bak við síðuna og segir sig sjálft að hér eru á ferðinni strákar sem eru fastir í klisjum um hverjir femínistar eru. Svo er gestapennum boðið að senda innlegg inn, líklega til að veiða einhverja nafnkunna femínista.
Hugmyndin er svo sem ágæt og má alveg hlægja að þessu, en menn verða að kunna að taka því að upp um þá komist. Þar sem ég sá að þetta var augljóslega grínsíða setti ég inn tvö létt komment um að hér væru augljóslega grínarar á ferð. En greyin kunna greinilega ekki að höndla brandarann vel, enda fjarlægðu þeir kurteisleg innlegg mín með snari og bönnuðu mér að kommenta á síðuna. Brandarinn missir augljóslega marks þegar menn fara að ritskoða síðuna stórlega. Þeir áttu auðvitað að svara í karakter og skamma mig fyrir að trúa því ekki að valinkunnur hópur háskólamenntaðra kvenfrelsissinna stæði bak við síðuna. Þeir hefðu getað sagt eitthvað á þessa leið:
"Er þetta ekki dæmigert fyrir þessa karlembupunga? Þeim finnst sjálfsagðar skoðanir femínista svo hlægilegar að þeir trúa því ekki að nokkur aðhyllist slíkar skoðanir. Vaknið upp strákar, mæður ykkar, systur og kærustur láta ekki segja sér fyrir verkum lengur. Þetta er enginn brandari, okkur er fúlasta alvara." En þar sem greyin bak við Bleiku Eldinguna virðast ekkert allt of klárir, þá kunna þeir þetta ekki. Þeir eyðilögðu brandarann með desperat ritskoðunum til að það komist ekki upp um þá. Jæja, þetta stóð stutt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
prófaðu að vera minna hrokafullur og leiðinlegur og þá nennir fólk kannski að skoða síðuna þína og þú gætir mögulega haft einhver áhrif á samfélagið.
ofurmennið (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 03:21
Voðalega eru þið eitthvað uppstökkir yfir því að það kafi komist upp um ykkur. Það mætti halda að þið takið brandarann of alvarlega. Þetta ritskoðunaræði ykkar á "bleiku eldingunni" til að reyna að koma í veg fyrir að menn fatti að þetta er allt lygi, er einfaldlega döpur. Sko, ef þið ætlið að reyna að vera fyndnir með því að "veiða" fólk á fölskum forsendum (það vita flestir nú að þið eruð ekki "háskólamenntaðar konur"), þá verða þeir að kunna að taka því að það sé flett ofan af þeim. Því miður strákar, leiðilegustu "brandarakallarnir" eru þeir sem ekki kunna að taka gríni sem er beint gegn þeim sjálfum. Slíkir einstaklingar eru bara daprir, ef þessi fullyrðing gerir mig "hrokafullann og leiðilegan" (að eyðileggja brandarann fyrir ykkur og gera grín að ykkur reikna ég með), só bí it.
Guðmundur Auðunsson, 9.4.2007 kl. 09:38
Já, mig grunaði strax að þetta væri grín. Gott að sjá að fleiri eru sömu skoðunnar. Þetta er nefnilega spaug sem er alveg mjög svo í anda stuttbuxnadrengja sem eyða meira púðri í að hæðast að 'andstæðingum' sínum en að ræða sína eigin barnalegu hugmyndafræði.
Þarfagreinir, 9.4.2007 kl. 16:20
"..og þú gætir mögulega haft einhver áhrif á samfélagið."
Heyra í þessum aulahvolpi, maður kreppir ósjálfrátt hnefana og gnístir tönnum
.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 18:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.