Leita í fréttum mbl.is

Hvað með meðalþyngd barna á konu?

Er það bara ég eða er þetta ekki óvenju stór nýfædd stúlka þarna á myndinni. Ætli við förum ekki bara uppfyrir tyrkina ef "fallþungi" barnanna er talinn? Tounge
mbl.is Barnsfæðingum fjölgaði á síðasta ári og frjósemi kvenna vex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerðu eins og ég segi, ekki geri

Nú hafa bretar ákveðið að eyða 20 milljörðum punda, eða 260 milljörðum íslenskra króna í að endurnýja kjarnorkuflota sinn. Þetta gera þeir þrátt fyrir að þeir viðurkenni að landinu stafi engin ógn sem kjarnorkuvopnin gætu "komið að notum". Hver er þessi hugsanlega "framtíðarógn"? Ef hryðjuverkamenn komast yfir kjarnorkuvopn, (sem er auðvitað þeim mun auðveldara eftir því sem fleiri vopn eru til), hvernig virka bresk kjarnorkuvopn sem "fæling" á að snarbrjálaðir hryðjuverkamenn noti slík vopn. Á að hóta að sprengja upp heimaborg hryðjuverkamannsins? Þeir sem frömdu óhæfuverkin í London 2005 voru flestir fæddir og uppaldir í Leeds, á að hóta að sprengja upp Leeds? Það segir sig sjálft að kjarnorkuvopn eru fáránleg "fæling" gegn hryðjuverkamönnum. Og hvaða ríkjum gætu slík vopn hugsanlega virkað sem "fæling" gegn? Það land sem í dag er líklegast til að nota kjarnorkuvopn eru Bandaríkin. Er bresku vopnin hugsuð gegn BNA?

Það versta við þessa ákvörðun er að hún gefur vafasömum ríkisstjórnum grænt ljós á þróun slíkra vopna. Það er gefið mál að Íran stafar ógn frá Bandaríkjunum. Er þá ekki skiljanlegt að íransstjórn líti til kjarnorkuvopna sem fælingarvopna? Nú eru flestir sammála að kjarnorkuvopn í höndum írana gætu orðið stórhættuleg í þeirri púðurtunnu sem miðausturlönd eru. En hljómar það ekki falskt af bretum að krefjast þess að íranir (sem vissulega stafar ógn af erlendum her) hætti þróun kjarnorkuvopna, meðan þeir sjálfir eyða hundruðum milljarða í kjarnorkuvopn fyrir hugsanlega ógn einhverntíman í framtíðinni. 


mbl.is Breska kjarnorkuvopnabúrið verður endurnýjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta bloggfærsla

Jæja, þá er maður loksins búinn að láta verða af því að stofna bloggsíðu heima. Er búið að vera á "to do" listanum um nokkurn tíma. Gott að nota tækifærið núna fyrir kosningar, enda stefnir loksins í það að við losnum við ríkisstjórnarómyndina og fáum vinstristjórn. Svo hef ég auðvitað voða gaman af því að rífast um stjórnmál, þannig að nú er rétta tækifærið að stofna bloggsíðu!

Ég er nú búinn að búa erlendis í yfir 15 ár, síðan ég fór í nám, þannig að ég get sagt að ég sjái ástandið heima (takið eftir ég nota enn orðið "heima" um Ísland) að hluta með gests augum. Ég mun auðvitað blogga um stjórnmálin á Íslandi, í Bretlandi þar sem ég nú bý og annarstaðar eftir þörfum, sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem ég þekki vel til þar síðan ég bjó í Washington. Svo er konan líka bandarísk þannig að það eru hæg heimatökin.

Svo er það bloggnafnið. Þjálfi skal það vera. Þjálfi er bróðir Röskvu, sem voru eina mannfólkið sem komst lifandi til Valhallar í goðasögunum. Það er auðvitað löngu kominn tími á að mannfólkið taki við af goðunum í Valhöll. Þegar ég var í háskólanum á Íslandi þá stofnuðum við nokkrir vinstrimennirnir Röskvu, samtök félagshyggjufólks í HÍ: Margir framámenn vinstrimanna í stjórnmálunum í dag koma úr Röskvu. Félagið var stofnað til að gera veg vinstrimanna sem mestan meðal stúdenta, í Röskvu sameinuðust vinstrimenn í háskólanum. En stundum þarf Röskva á hjálp frá stóra bróður að halda. Stundum villist hún af réttri leið. Þá er alltaf gott að eiga að stóran bróður sem vill henni allt það besta. Þá er gott að eiga stóran bróður sem segir henni hlutina eins og þeir eru. Það mun Þjálfi reyna að gera.


« Fyrri síða

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband