Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
25.9.2009 | 10:25
Að vera gjörsamlega úr tengslum við samfélagið
Hinir nýju eigendur Morgunblaðsins, sem keyptu blaðið eftir að almenningur tók á sig milljarða skuldir blaðsins, virðast gersamlega vera úr tengslum við raunveruleikann. Morgunblaðið bar lengi höfuð og herðar yfir önnur dagblöð á Íslandi. Þó það væri oftast mjög flokksrækið fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þá þótti flestum vænt um Moggann. Hann hafði ákveðinn sjarma. mbl.is var síðan velheppnuð internetsvæðing og margir, sem eins og ég, hafa fengið fréttir sínar daglega af þeirri síðu. En kvótagreifarnir sem keyptu Moggann af okkur almenningi virðast ekki hafa verið að kaupa sér fréttamiðil, heldur tæki til ómerkilegs áróðurs. Hvernig er annars hægt að skilja það að ráðinn sé ritstjóri sem ekki er einungis mest hataði pólitíkus Íslands, heldur einnig sá sem ber mesta ábyrgð á hruninu frá stjórnvalda hálfu. Ég spyr því, hvernig geta nýir eigendur verið svo gersamlega úr tengslum við samfélagið að þeir ráði ritstjóra sem vissulega mun kosta blaðið þúsundir lesenda og leiða til snarlækkaðra auglýsingatekna. Eru þeir virkilega svo efnaðir að þeir hafi efni á því að reka dýran áróðurssnepil úr eigin vasa? Ef svo er, er ekki kominn tími til að taka til baka kvóta almennings sem þeir hafa sölsað undir sig?
Nýir ritstjórar til starfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007