Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
27.2.2009 | 13:35
Loksins, loksins...
... það var kominn tími til. Eins og Steingrímur bendir á þá eru slíkar reglur ekki óalgengar erlendis og fjölmörg lönd, þ.á.m. Bandaríkin undir stjórn Barak Obama, ætla að taka á þessum gjörningum með festu.
Til þess að lágmarka skaðann sem skattaparadísir valda þarf auðvitað helst að ná fram alþjóðlegum reglum sem banna slíkt. En á meðan það er ekki gert þurfa þjóðir eins og Íslendingar að setja slíkar reglur fyrir sjálfa sig. Tel síðan að næsta skrefið eigi að vera að setja veltuskatt á allar fjármálatilfærslur, hvort sem þær eru á markaði eða í gjaldeyri. Slíkur skattur gæti verið um 1%. Fyrir þá sem eru að kaup gjaldeyri eða fjárfesta á "venjulegan" hátt skipti slíkur skattur litlu máli. Hins vegar myndi slíkur skattur stórminnka spákaupmennsku og því koma hagkerfinu vel. Síðan yrðu auðvitað skattatekjur af slíku sem vissulega er þörf á. Auðvitað á að koma á slíkum skatti alþjóðlega, samtökin ATTAC hafa barist fyrir slíku í langan tíma. Slíkur skattur er oftast nefndur Tobin skattur eftir bandaríska hagfræðingnum James Tobin sem setti fram hugmyndina á 8. áratugnum.
Tekið á skattaparadísum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 11:53
Vel gert hjá ríkisstjórninni...
Nýr seðlabankastjóri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.2.2009 | 16:57
Ágætt hjá ellilífeyrisþeganum...
Jón Baldvin tilkynnir framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2009 | 16:53
Í framboð í forvali VG í kraganum
Ég hef ákveðið að bjóða mig fram í 3-4 sæti í forvali VG í suðvestur kjördæminu. Fylgist með blogginu og síðunni minni á facebook. Hér kemur fréttatilkynningin:
Guðmundur Auðunsson stjórnmálafræðingur sækist eftir 3.-4. sæti á framboðslista VG í Suðvestur kjördæminu (í forvali sem fer fram þann 14. mars næstkomandi). Guðmundur er fæddur 28. október 1963 og alinn upp á Álftanesi og í Reykjavík en hefur búið að mestu erlendis síðan 1991. Hann hefur allan tímann haft ríkuleg tengsl heim, komið margsinnis og fylgst náið með stjórnmálum.
Guðmundur leggur áherslu á nauðsyn þess að byggja upp nýtt samfélag á þeim rústum sem frjálshyggjan hefur skilið eftir sig Ástæðan fyrir því að ég gef kost á mér í framboð er að nú er lag að stofna nýtt og réttlátt samfélag á rústum þess sem nú er hrunið. Auk þess að hafa starfað mikið að félagsmálum þá hef ég búið lengi erlendis. Tel ég það kost að fólk sem ekki hefur verið í hringiðu stjórnmála seinustu ára komi inn með nýtt og ferskt sjónarhorn. Við Íslendingar erum ekki ein um það að búa við hrun spilavítiskapítalismans þó vissulega sé ástandið hjá alþýðu manna á Íslandi skelfilegt. Fólk út um allan heim er nú að borga skuldirnar sem alþjóðafjármálakerfið skilur eftir sig. Hvort sem er á Íslandi, í Afríku, Asíu, Bretlandi eða Bandaríkjunum þá er það almenningur sem borgar. Barátta okkar fyrir að byggja upp nýtt samfélag byggt á jöfnuði og réttlæti er því hluti af baráttu bræðra okkar og systra út um allan heim. Þess vegna býð ég mig fram, ég vil leggja mitt af mörkum til nýrrar framtíðar segir Guðmundur.
Félags og stjórnmálastarf
Guðmundur sat í stjórn Nemendafélags Fjölbrautarskólans í Breiðholti og var í stjórn Landssambands mennta- og fjölbrautarskólanema og var framkvæmdastjóri þeirra samtaka um hríð. Guðmundur sat í samnorrænni stjórn um þróunarverkefnið NOD-85 á vegum íslenskra framhaldskólanema. Oddviti Félags vinstrimanna (FVM) í Stúdentaráði Háskóla Íslands (SHÍ) 1985-1987, tilnefndur í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna 1986 og sat í stjórn SHÍ. Formaður FVM 1988 og stofnfélagi Röskvu, samtaka félagshyggjufólks í HÍ sama ár. Guðmundur sat í framkvæmda- og miðstjórn Alþýðubandalagsins, í stjórn Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins og í stjórn Æskulýðssambands Íslands. Guðmundur gerðist síðan stofnfélagi Vinstrihreyfingarinnar, græns framboðs 1999 og er félagi í VG í Kópavogi. Hann var einn af frumkvöðlum indefence.is herferðarinnar þar sem yfirgangi breskra stjórnvalda gegn Íslendingum var mótmælt. Guðmundur er líka áhugamaður um bridge, var íslandsmeistari í yngri flokki 1985 og 1986 og spilaði með unglingalandsliðinu á Norðurlandamótinu 1987.
Menntun og starfsferill
Guðmundur lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 1984, BA í stjórnmálafræði frá HÍ 1991 og MA í alþjóðahagfræði og alþjóðasamskiptum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum 1993. Guðmundur var framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi 1988-1991 og starfaði sem kosningastjóri Alþýðubandalagsins í Kópavogi 1991. Eftir háskólanám hefur Guðmundur starfað innan hugbúnaðar- og fjarskiptageirans í Washington DC, Singapore og London. Hann er nú framkvæmdastjóri Snertu UK í London. Auk þess rekur Guðmundur ráðgjafaþjónustu og situr í stjórnum tveggja íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja í Bretlandi.
Guðmundur Auðunsson er kvæntur Elizabeth Jane Goldstein þróunarráðgjafa í Afríku. Betsy er frá Washington borg í Bandaríkjunum. Guðmundur á 3 syni, Einar Óla, verkfræðinema í Reykjavík, Ísak Irving 6 ára og Kolmar Leigh 2 ára.
5.2.2009 | 13:25
Greinilegt að sumir hafa ekkert lært ennþá...
Bloggari rekinn fyrir skrif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007