Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Nú þarf að bretta upp ermarnar...

... þessi ríkisstjórn getur ekki verið "starfsstjórn". Of mikið er í húfi. Það þarf að hreinsa til í bönkunum, það þarf að rekja horfna peninga og frysta eigur fjárglæframannanna. Þó þessi ríkisstjórn hefði ekki meirihluta á þingi tel ég að hún geti náð miklu fram, Framsóknarflokkurinn mun ekki standa í vegi fyrir róttækum aðgerðum. Síðan verða kosningar í vor og þá rækilega tekið til í þingmannahópnum. Þá ætti góður meirihluti á þingi að geta skapast fyrir róttækum breytingum á íslensku samfélagi þannig að við reisum samfélag jöfnuðar og réttlætis úr rústum spilavítiskapítalismans. Byltingin er rétt að byrja!
mbl.is Falið að mynda stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veit að landsmenn óska Geir góðs bata í veikindunum...

...Og ekkert nema eðlilegt að Þorgerður taki við skyldum hans sem formaður Sjálfstæðisflokksins á meðan hann fer í aðgerð. Hins vegar kemur það ekki til greina að núverandi ríkisstjórn sitji áfram og því kemur ekki til greina að Þorgerður verði forsætisráðherra. Ríkisstjórnin verður að fara frá strax. Við tæki annaðhvort utanþingsstjórn eða ríkisstjórn VG og Sf bætt með utanþingsfólki sem starfa myndi fram að kosningum. Ríkisstjórninni er ekki stætt lengur burtséð frá öllum veikindum. Hver dagur skiptir máli, þetta hefur grasrótin í Samfylkingunni fattað og í raun fáránlegt ef Samfylkingin ætlar sér að sitja áfram í ríkisstjórn án stuðnings flokksmanna. Þá er lítið annað eftir en að finna nýja Héðinn Valdimarsson eða Hannibal Valdimarsson í flokknum. Mótmælin hljóta að halda áfram þar til stjórnin fer frá völdum.
mbl.is Þorgerður leysir Geir af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meðan Árni Páll situr fastur í fílabeinsturninum í Brussel...

... virðast allavega sumir Samfylkingarmenn vera í Reykjavík. Brava Steinunn, brava Bryndís, það er löngu komið nóg. Nýja ríkisstjórn strax!
mbl.is Mikilla tíðinda að vænta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló Árni Páll, ESB er ekki það sem skiptir máli í dag

Eru þingmenn virkilega gersamlega dottnir úr öllum tengslum við þjóðina? Það er sjálfsagt að líta á ESB inngöngu, en það er ekki það sem skiptir máli í dag og ekki það sem fólkið er að krefjast að gert verði í dag. Það sem skiptir máli er að hreinsa út úr bönkunum og bjarga því sem bjargað verður í brunarústunum. Það er krafa almennings, ekki uppgjöf á stjórnmálum og halda að einhverjir júrókratar geti bjargað málunum. Samfélagið brennur en Árni Páll virðist upptekinn af því hvaða eldvarnareftirlit sé best. Fyrst þarf að slökkva eldana, það verður ekki gert með þessari ríkisstjórn, þessu fjármálaeftirliti, þessari seðlabankastjórn og þessum stjórnendum bankana, sem eru upp til hópa þeir sömu og kveiktu eldana. Ræsum slökkviliðið og slökkvum eldana fyrst áður en við förum að ræða um fyrirkomulagið á eldvarnareftirliti framtíðarinnar.

Það sem Samfylkingin þarf að gera er að hlusta á grasrótina í Samfylkingunni í Reykjavík og rjúfa stjórnarsamstarfið strax. Ef það verður ekki gert þá hvet ég hugsandi ráðherra flokksins að segja af sér og lýsa yfir andstöðu við ríkisstjórnina. Það er það sem skiptir máli nú í dag, ekki eitthvað þrugl um ESB.


mbl.is ESB-umsókn þolir enga bið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bravó Sigmundur...

... nú geta Samfylkingarmenn ekki lengur skýlt sér bak við afsökunina um "stjórnleysi" hætti þeir  ríkisstjórnarsamstarfinu. Greinilega breytingar á bæ Framsóknarflokksins. Boltinn er nú hjá Samfylkingunni, vilja þeir losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn eða halda hræinu enn á lífi. Ef Samfylkingin sparkar ekki í rassgatið á sjálfri sér þá hangir hún einfaldlega í snörunni með Sjálfstæðisflokknum og verður refsað af kjósendum fyrir það þegar kosningar verða. Ríkisstjórnin mun falla, engin spurning um það. Nú hefur hinn "nýi" Framsóknarflokkur gefið Samfylkingunni boltann. Hvort að þeir ákveða að sækja fram eða skora sjálfsmark er nú í höndum flokksfélaga Samfylkingarinnar.
mbl.is Vill verja minnihlutastjórn falli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skilaboðin eru hávær og skýr...

...ríkisstjórnina burt! Það er löngu komið nóg. Ruslahaugar sögunnar eru fullir af stjórnmálamönnum sem þekkja ekki sinn vitjunartíma. Er ríkisstjórnin virkilega svo úr takt við almenning í landinu að hún fatti ekki að fólk er búið að fá nóg. Meira en nóg. 20 janúar á ekki einungis að vera merkisdagur í bandarískri sögu. Gerum hann að merkisdegi í íslenskri sögu líka. Marchon, citoyens!
mbl.is Mótmæla aftur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn gerir upp við fortíðina

Framsóknarflokkurinn rær nú lífróðri til að bjarga flokknum frá útrýmingu. Mönnum fortíðarinnar er gersamlega hafnað, og klár ungur maður valinn til forystu. Það getur vel verið að honum takist að bjarga hræinu þó að ég sé þess efins að flokkurinn sé á vetur setjandi. E.t.v. tekst Sigmundi að bjarga því sem bjargað verður þannig að úr verði ca. 10-15% miðjuflokkur sem væri stjórntækur. Ef einhverjum tekst það þá væri það Sigmundi. Ég hef seint talist til aðdáenda Framsóknarflokksins, en verð að gefa þeim kredit fyrir að reyna að bjarga flokknum með því að kjósa Sigmund formann. Nú er bara að sjá hvort aðrir stjórnmálaflokkar nái þessu og sjái að það þarf að hreinsa út úr fjósinu.

Það sem mér finnst standa uppúr há Sigmundi er að hann segir réttilega að umræðan um mögulega aðild að ESB sé ekki það sem skipti máli nú. Fyrst þarf að takast á við efnahagshrunið. Það verður ekki gert nema með því að ríkisstjórnin fari frá með góðu eða illu.


mbl.is Vill færa flokkinn frá hægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þýðir ekkert bara að væla um þetta Kalli...

eruð þið ekki þátttakendur í þessari ríkisstjórn? Hversu lengi ætlið þið að láta Sjálfstæðisflokkinn vaða yfir ykkur? Seðlabankastjórnin situr enn, allir sömu menn eru enn í Fjármálaeftirlitinu, bankarnir eru enn í höndum brennuvarganna og almenningur borgar brúsann. Er ekki löngu nóg komið?
mbl.is Vill kvótann á markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna er kvótinn ekki boðinn upp?

Nú er ég sammála aukningar kvótans, en er þjóðin svo vel stödd fjárhagslega að hún hafi efni á því að gefa útgerðarmönnum enn meiri kvóta gefins. GetLost Hvar í andskotanum er Samfylkingin, hvaða áhrif hefur hún í ríkisstjórninni? Burt með þessa ríkisstjórn, hún er búin að gera nógu mikinn skaða nú þegar.
mbl.is Viðbótin skilar 10 milljörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forgangsverkefni í öryggismálum þjóðarinnar

Á meðan Landhelgisgæslan er fjársvelt og verður að segja upp fjölda fólks eyðum við ennþá hundruðum milljóna í stríðssamtökin NATO sem stuðla alls ekki að neinu öryggi landsmanna. Telja menn það virkileg að mikilvægara sé að borga fyrir einhverjar gagslausar herþotur yfir landinu heldur en að tryggja öryggismál sjómanna og koma í veg fyrir þjófnað á fiskimiðunum í gegnum Landhelgisgæsluna? Í alvöru, eitt af því fáa sem heldur í okkur lífinu er fiskútflutningurinn og við skerum saman fjárveitingar til Landhelgisgæslunnar á meðan við eyðum í NATO vitleysuna. Göngum þegar úr þessum samtökum og notum peningana sem sparast til raunverulegra öryggismála þjóðarinnar, ekki í einhverja ímyndaða hættu.
mbl.is NATO-ráðstefna um öryggi á norðurslóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband