Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
24.7.2008 | 14:22
Um nekt í náttúrunni
Vissulega er ekkert sem bannar nekt utandyra og á alls ekki að vera. Eina sem bannað er hegðun sem særir blygðunarkennd manna. Maður sem gengur á Esjunni nakinn er því alls ekki að brjóta neitt af sér en maður sem hoppar út úr runna og flettir opnum frakka er eðlilega að brjóta lög. Menn hafa baðað sig í hverum allberir í árhundruðir á Íslandi.
Hins vegar hljómar eins og kalt sé á Esjunni nú og því vissulega rétt að hafa áhyggjur af manninum. Ég hefði haft jafn miklar áhyggjur af honum ef hann hefði verið á sundskýlu eða í stuttbuxum einum fata. Því er þvi sjþalfsagt að leita að manninum svo hann ofkælist ekki.
![]() |
Allsnakinn á Esjunni í 600 metra hæð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.7.2008 kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.7.2008 | 10:44
Loksins, loksins...
Einn versti stríðsglæpamaður Evrópu frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar hefur nú loksins verið handtekinn. Ekki er seinna að vænta og verður hann nú sendur til Haag þar sem hann þarf að svara fyrir þúsundir fórnarlamba sem hann ber ábyrgð á með beinum og óbeinum hætti. Radovan Karadžić er dæmigert smámenni sem hinar hroðalegu kringumstæður spruttu af hruni Júgóslavíu leiddu illu heilli í ábyrgðarstöðu. Karadžićvar geðlæknir að mennt og framan af hafði lítinn áhuga á stjórnmálum. Faðir hans sat lengi í fangelsi í Júgóslavíu Tító´s sem meðlimur í hinum alræmdu útltra þjóðernissinnuðu serbísku Tsjétníks samtökum og virðist þjóðernisstefnan hafa síast inn í soninn. Hann gerðist snemma aðdáandi Dobrica Ćosić, sem var serbneskur þjóðernissinni sem var almennt fyrirlitin á tíma hinnar andþjóðernislegu ríkisstjórnar Tító. Við fráfall Tító 1980 uxu áhrif serbneskra þjóðernissinna sem leiddi loks til að þjóðernisdraugurinn var uppvakinn um allt landi, sérstaklega meðal Serba og Króata. Karadžić flutti ungur til Sarajevo frá Svartfjallalandi, þar sem hann var fæddur, en virðist sem serbískur útkjálkaismi hans hafi ekki fallið vel að hinu kósmópólitíska andrúmslofti í borginni. Karadžić fannst vera litið niður á sig af menntamönnum borgarinnar, sérstaklega þeirra með múslimskan bakgrunn og virðist þetta hafa m.a. brotist út í hvatningu hans í umsátrinu um Sarajevo 1992-1995 þegar þessi yndislega, fjölmenningarlega borg var sprengd í loft upp af serbneskum brjálæðingum sem Karadžić atti áfram. Versti stríðsglæpur í Evrópu á seinni hluta 20. aldarinnar var framinn af undirsátum Karadžić í Srebrenica, þar sem 8000 drengir og menn voru myrtir fyrir þá sök eina að hafa nöfn af íslömskum uppruna.
Þessi glæpamaður hefur nú loksins verið handtekinn og vonandi munu fórnarlömb hans finna réttlæti í Haag. Hér fagna íbúar Sarajevo handtöku Karadžić við júgóslavneska minnismerkið um fórnarlömb fasismans:
![]() |
Karadzic framseldur til Haag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2008 | 10:59
Brava Björk
![]() |
Í stjórnarandstöðu nema Ramses komi aftur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.7.2008 | 14:29
Af lélegum afsökunum
Ég verð að segja að mér er líka ofboðið eins og viðmælendum mbl.is í þessari frétt. Daprar eru líka afsakanir ráðherra. Björn skýlir sér bak við Dýflinarsamninginn. Samkvæmt honum má (ath. má) senda fólk til baka til þess lands sem það kom fyrst til innan Schengen. Nú er mér spurn. Frá hvaða löndum utan Schengen er beint flug til Íslands? Að mínu viti eru þau aðeins 3. Bandaríkin, Kanada og Bretland. Þýðir það þá að við tökum einungis fyrir mál pólitískra flóttamanna frá þessum þremur löndum? Ingibjörg Sólrún segir að þetta heyri ekki undir hana. Vissulega er Útlendingastofnun undir Dómsmálaráðuneytið. En, málefni pólitískra flóttamanna eru byggð á samþykktum SÞ. Og málefni SÞ heyra undir hana. Henni er því skylt að taka á málinu. Ég undirstrika það sem ég sagði í fyrra bloggi mínu að ef þessi ófögnuður verður ekki leiðréttur mun ég beita mér fyrir því að Ísland verði ekki kjörið í Öryggisráð SÞ, enda ættum við þá ekkert erindi þangað.
Paul Ramses er með tengsl á Íslandi í gegnum veru hans hér sem skiptinemi. Það er því eðlilegt að hann leiti sér skjóls hér á landi. Til að komast hingað þurfti hann að millilenda í öðru Schengen landi og þar með samkvæmt reglum Schengen varð hann að sækja um áritun í því landi. Hann er með engin tengsl á Ítalíu. Hér hitti hann konu sína, þau eignuðust barn og svo voga stjórnvöld sér að senda lögreglu á heimili hans og rífa nýfæddan son hans úr örmum hans og senda hann úr landi. Er hægt að leggjast lægra.
![]() |
Ráðherra viðurkenni mistök |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.7.2008 | 12:53
Gersamlega óþolandi
Að senda Paul Ramses í "faðm" Berlusconi klíkunnar á Ítalíu er hneyksli. Ríkisstjórn Ítalíu er full af útlendingahöturum sem eru alls vísir til að senda hann í (hugsanlega) dauðann. Þeir munu líklega afsaka sig með því að hann hafi engar rætur á Ítalíu. Hann er með rætur á Íslandi, var þar við vinnu og á þar fjölskyldu. Það er ekki of seint að viðurkenna mistökin og bjóða Paul velkominn aftur heim til Íslands. Hvar er Samfylkingin, hvar er Ingibjörg?
Verði þessu stjórnarfarsofbeldi ekki hnekkt þá lýsi ég því hér með yfir að ég mun berjast af hörku gegn því að Ísland fái sæti í Öryggisráði SÞ. Ég hvet alla samlanda mína til hins sama. Ég lýsi því líka yfir að ég er tilbúinn að borga fyrir hluta af heilsíðuauglýsingu í New York Times þegar kemur að kjörinu í Öryggisráðið, sem vonandi yrði undirrituð af fjölda íslenskra ríkisborgara. Þar myndum við benda á þetta mál og hvetja ríki SÞ til að kjósa Ísland ekki í öryggisráðið. Boltinn er nú í höndum ríkisstjórnarinnar, það þýðir ekkert að skýla sér á bak við embættismenn.
Skrifum öll undir undirskriftarlistann.
![]() |
Undirskriftarlisti til stuðnings Ramses |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007