Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
14.3.2008 | 14:22
Bravó Sjálfstæðismenn
Þetta er mál sem ætti að takast víðtæk samvinna um meðal Íslendinga. Mætti líka hugsa sér að vera með tvær lestir, með skiptistöð í Smáralynd. Frá Smáralind færi lestin til Keflavíkurflugvallar, með stoppi í Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Þar gæti hún verið ofanjarðar. Síðan væri leggur í gegnu Mjódd niður í bæ sem væri neðanjarðar. Þetta yrði auðvitað stórvirki og tæki mörg ár, en vissulega myndi fjárfestingin borga sig til lengri tíma. Síðan má svo leggja niður flugvöllinn í Vatnsmýrinni.
Vilja skoða lestakerfi í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2008 | 13:13
Á þá ekki að banna biblíuna líka?
Ef banna á kóraninn, eins og Geert Wilders vill, á þá ekki að banna biblíuna líka? Hún er enn afturhaldsamari og ógeðslegri en kóraninn. Auðvitað á að banna hvorugt, þó vissulega mætti setja "Parental advisory" miða á þær þar sem bæði biblían og kóraninn eru alls ekki við hæfi barna. Mér er allavega illa við það að börnin mín lesi um fjöldamorð guðs á saklausum sveinbörnum í Egyptalandi eins og bíti svo ofan af skömminni með að skrifa um þetta fjöldamorð (og fleiri) með velþóknun. Hef allavega meiri áhyggjur af því að börnin lesi biblíusögur um konur sem eru grýttar og fjöldamorð á börnum í Sódómu og Gamorru heldur en þeir heyri rapptexta sem notar orðið "fuck".
Hollensk kvikmynd um kóraninn veldur titringi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007