Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
27.9.2007 | 11:26
Framtíðarleiðtogi Verkamannaflokksins?
Jæja, það var kominn tími til að menn reyni að feta sig frá skelfilegum tíma Tony Blair og þjónkunarstefnu hans við glæpastjórnina í Washington. Ég hef alltaf haft álit á David Miliband, tel að hann sé "laumu" vinstrisinni, sem lenti í vondum félagsskap. Miliband varð ungur handgenginn Tony Blair og sýndi honum ávallt hollustu, en ég tel að það hafi verið vegna þess að Miliband er pragmatisti sem komst þeirri (röngu) niðurstöðu að blairisminn hafi verið nauðsynlegur til að bjarga Verkamannaflokknum út úr eyðimerkurgöngu 9. áratugarins. Raunin varð hins vegar sú að Tony Blair og klíka hans gekk nærri því að flokknum dauðum. En það er fjarri því að Miliband sé kristilegur hægrimaður eins og Tony Blair og það er opinbert leyndarmál að honum leið illa undir utanríkisstefnuharmleik Blair, en var of hollur "guðföður" sínum til að gera það opinbert. Það er vitað að Miliband varð æfur þegar Blair studdi árásir Ísraelsmanna á Líbanon í fyrra, þó hann hafi einungis æst sig á ríkisstjórnarfundi. Það gefur Miliband sterka stöðu í þessu máli að hann er af gyðingaættum.
David Miliband er sonur eins merkasta marxíska fræðimanns Breta, Ralph Miliband og er það allavega von mín að eitthvað af róttækni föðurins hafi smitast yfir á soninn. Ralph Miliband lést árið 1994, jafn sannfærður sósíalisti og hann var alla sína æfi. Ralph komst við illan leik undan nasistunum frá Belgíu 16 ára gamall árið 1940 og settist að í Bretlandi og stofnaði þar fjölskyldu, meðan faðir hans gekk í Rauða herinn þar sem hann bjó í Varsjá. Auk David er sonurinn Ed á breska þinginu.
Bretar fjarlægjast bandaríska utanríkisstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.9.2007 | 10:52
Langt sumarfrí
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007