Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Sigurvegararnir eyddu minnstu

Það er athyglisvert að fylgið virðist vera í öfugu hlutfalli við eyðslu í auglýsingar! VG eyddi minnstu, og vann stærsta kosningasigurinn! Sjálfstæðisflokkurinn eyddi líka frekar litlu og vann ágætan sigur. Hins vegar eyddu Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn, sem töpuðu samanlagt um 10% mestu. Það eru allavega góðar fréttir að peningar virðast ekki ráða öllu um úrslit kosninga.

mbl.is Samfylkingin og Framsóknarflokkur vörðu mestu fé í auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin fær minni völd í samstjórn með D en Framsóknarflokkurinn hafði!

Ég ætla varla að trúa því, í stað þess að fá uppstokkun á ríkisstjórn sem löngu er kominn tími til þá virðist Samfylkingin sætta sig við það að setjast í hægristjórn með minni völd en Framsóknarflokkurinn hafði. Almennt fær Samfylkingin sömu ráðuneytin og örflokkurinn Framsóknarflokkurinn hafði, nema að þeir gefa eftir heilt ráðuneyti (landbúnaðarráðuneytið) og skipta á Samgöngu- og Heilbrigðisráðuneytunum til að gefa Sjálfstæðisflokknum betra spil til að einkavæða heilbrigðiskerfið! Þetta er mjög dapurlegt.

Það vita allir að samkvæmt íslenskri stjórnskipan þá eru ráðherrar gífurlega valdamiklir og ráðherraskipan skiptir því miklu máli. Það er með ólíkindum að Samfylkingin hafi ekki krafist fjármála og dómsmálaráðuneytanna. Ingibjörg hefði átt að gerast Fjármálaráðherra og Össur Utanríkisráðherra. Björn Bjarnason virðist áfram eiga að fá áfram frítt spil í dómsmálaráðuneytinu og Sjálfstæðisflokkurinn kemst með einkavæðingarkrumlur sínar í heilbrigðismálin eins og þeir stefndu alltaf að. Sjálfstæðisflokkurinn fær sem sé allt sem þeir vilja og Samfylkingin sættir sig við færri brauðmola en Framsókn hafði. Ég verð að segja að þetta er dapur staða, ekki hefði ég búist við að "desperasjón" Samfylkingarinnar að komast í ríkisstjórn væri svona mikil. Frown


mbl.is Ný ríkisstjórn kynnt fyrir forseta Íslands innan skamms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný helmingaskiptastjórn

Jæja, núna virðist ný helmingaskiptastjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar vera að smella saman. Þetta var auðvitað það sem við var að búast, þrátt fyrir það að Framsókn virtist reyna að leggja flokkinn endanlega niður með því að hanga í áfram í fráfarandi stjórn. Vissulega hefði verið gott að losna við Sjálfstæðisflokkinn líka úr stjórn en svona fóru nú kosningarnar, stjórnin hélt velli og gaf þar með Sjálfstæðisflokknum óvenju sterka stöðu sem erfitt var að vinna gegn.

Þessi ríkisstjórn getur þróast á alla vegu. Þetta er ekki ný"Viðreisnarstjórn", Samfylkingin er hvorki Alþýðuflokkurinn né Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn kemur aldrei til með að ráða öllu eins og í stjórn með A og síðustu 12 ár með B. Hins vegar er ákveðin hætta á að þetta verði hægristjórn ef hægriöflin í Samfylkingunni ná yfirhöndinni. Það verður því gífurlega mikilvægt hlutverk stjórnarandstöðunnar Vinstri grænna (ekki búast við miklu af smáflokkunum Framsókn og Frjálslyndum) að halda stjórninni við efnið og draga hana til vinstri. Hvort ný ríkisstjórn verður hægristjórn eða miðjustjórn verðum við síðan að sjá.


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þarf að refsa Framsóknarflokknum oft þar til hann nær skilaboðunum?

Ég tel það fjarstæðu fyrir Framsóknarflokkinn að halda áfram núverandi ríkisstjórn nema flokkurinn sé haldinn sterkri sjálfseyðingarhvöt. Hvað þarf þjóðin oft að refsa Framsóknarflokknum í kosningum áður en flokkurinn nær þessu? Með því að fara í enn eina hægristjórn er flokkurinn að segja skýrum rómi að hjá honum snúist þetta bara um völd. Skynsamlegast væri fyrir Framsóknarflokkinn að verja minnihlutastjórn V og S falli, þannig gæti flokkurinn slegið tvær flugur í einu höggi. Endurbyggt sig utan stjórnar en samt sýnt ábyrgð með því að stuðla að breytingum sem kjósendur augljóslega vildu. Efast samt um að exbé nái þessu, enda virðist flokkurinn orðinn samvaxinn Sjálfstæðisflokknum. Einstakir flokksmenn hafa þó augljóslega skilið skilaboðin frá kjósendum.

Hvað er þá í stöðunni? Helst vildi ég að vinstriflokkarnir stæðu saman, teldi slíkt farsælast fyrir samfélagið. En Sjálfstæðisflokkurinn er ólíklegur til að fara í þriggja flokka stjórn. Þá er skárra að sjá DV stjórn en DS, því ég er hræddur um að hin síðarnefnda myndi leiða til þess að hægri armur Samfylkingarinnar næði yfirhöndinni og við gætum séð hreina hægristjórn sem gæti m.a.s. gengið svo langt að einkavæða Landsvirkjun. DV stjórn myndi hins vegar geta haft skýr markmið, sérstaklega í efnahagsmálum. VG myndi að sjálfsögðu gera ákveðnar lágmarkskröfur, m.a. um stóriðjustopp, skattatilfærslur til baka til láglaunafólks frá hálaunafólki og svo því að hætta blindum stuðningi við klerkastjórnina í Washington. Ætti ekki að vera of erfitt þar sem margir Sjálfstæðismenn eru búnir að fá nóg af glæpum bandaríkjastjórnar. Vissulega væri DV stjórn enginn ídeal kostur, auðvitað væri best að losna við báða ríkisstjórnarflokkana úr stjórnarráðinu. Þess vegna vildi ég helst sjá minnihlutastjórn V og S. En svona fóru nú kosningarnar einu sinni og landið þarf á að halda öflugri ríkisstjórn sem getur hreinsað upp eftir eyðslufyllerí síðustu ára.


mbl.is Framsóknarmenn taka afstöðu til stjórnarsamstarfs í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokaspretturinn

Núna er bara lokaspretturinn eftir. Vinstriflokkarnir virðast vera á góðri siglingu, Samfylkingin hefur sérstaklega sýnt frábæran endasprett og óska ég þeim til hamingju með það. Ég sem vinstrimaður lít fyrst á hvort ríkisstjórnin sé fallin, síðan samanlagt fylgi vinstriflokkanna og loks á fylgi minna manna í VG. Vissulega vildi ég gjarnan sjá minn flokk sem hæstan, sérstaklega finnst mér það miður að Guðfríður Lilja í kraganum virðist úti. Hvet alla vinstrimenn til að tryggja kjör hennar. VG er í þeirri aðstöðu að mögulega tvöfalda fylgi sitt, sem væri stórkostlegt. Allt yfir 15% væri auðvitað sigur en fylgi undir 14% vonbrigði vegna góðs gengis í skoðanakönnunum. Ég hvet alla vinstrimenn að tryggja allavega að VG verði stærri en Framsókn, annað væri stórslys. En vissulega skiptir mestu máli að fella ríkisstjórnina og þessi könnun Stöðvar 2 lofar því góðu. Smile Nú þurfa allir að tryggja að allir vinir og vandamenn kjósi og felli ríkisstjórnina!


mbl.is Samfylking og Framsóknarflokkur bæta við sig samkvæmt könnun Stöðvar 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betur má ef duga skal

Það yrði skelfilegt fyrir íslendinga ef niðurstöður kosninganna væru þær einar að fylgi færðist dálítið milli stjórnarflokkanna og á milli stjórnarandstöðuflokknanna. Samkvæmt nýjustu Gallup könnuninni bætir ríkisstjórnin við þingstyrk sinn ef eitthvað er þó svo að Framsóknarflokknum sé réttilega refsað fyrir íhaldsþjónkun sína. Eitthvað virðast félagar mínir í Samfylkingunni kætast, en einhverjar tilfærslur milli vinstriflokkanna skipta litlu máli ef við ætlum að breyta íslenska samfélaginu. Betur má ef duga skal. Nú þurfa vinstrimenn að bretta upp ermarnar, flokkarnir þurfa að ná sem næst 45% fylgi samanlagt. Það var alltaf vitað að sveiflan yfir á VG væri ýkt enda erfitt fyrir nokkurn flokk að þrefalda fylgi sitt. Tvöföldun yrði auðvitað ótrúlegur sigur. En þó vissulega stefni í það að VG verði sigurvegari kosninganna þá yrði slíkur sigur bitur ef ríkisstjórnin héldi áfram eina ferðina enn.

Annars verður maður að vona að Sjálfstæðisflokkurinn sé vel ofmetinn um 4-5% fylgi í þessari könnun. Tölurnar sem birtar voru nýlega úr Reykjavík Norður voru frábærar, vinstriflokkarnir með vel yfir 50% fylgi og exbé fjarri því að ná manni inn. Það var könnun sem vert var að fagna, ekki þessi lélega könnun sem voru slæmar fréttir fyrir vinstrimenn. Brettum upp ermarnar og fellum ríkisstjórnina. Ég kýs V, aðrir vinstrimenn kjósa S. Það er samanlagt fylgi vinstriflokkanna sem skiptir mestu.

 


mbl.is Samfylkingin aftur fram úr VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjargað fyrir horn

Sú staðreynd að Tony Blair er á útleið úr pólitík virðist hafa komið í veg fyrir algjört hrun verkamannaflokksins, þó vissulega sé 26% fylgi ömurleg niðurstaða. Enda er Blair og "New Labour" nær búinn að rústa Verkamannaflokknum. Spurningin er sú hvort flokkurinn nær að rétta úr sér eftir að skemmdarverkamaðurinn og stríðsglæpamaðurinn Tony Blair hverfur á braut. Það tók verkalýðsfélögin og verkafólk áratugi að byggja upp breska Verkamannaflokkinn. Það hefur tekið Tony Blair og litlu ljótu klíkuna hans um 10 ár að rústa þeirri uppbyggingu. Ekki einungis er stefna "New Labour" eitthvað til hægri við Sjálfstæðisflokkinn heldur hefur Blair litið á það sem helsta pólitíska markmið sitt að stappa á vinstrisinnum og troða hægrisinnuðum skoðunum sínum uppá flokkinn. Írak stríðið og þjónkunin við klerkastjórnina í Washington er bara eitt af mörgu. Sem betur fer er þessi skemmdarverkamaður á leið út úr pólitík. Ætli hann byrji þá ekki feril sem kvöldverðarræðumaður hjá stórfyrirtækjunum sem munu borga honum stórfé fyrir þjónkunina og að hlusta á hann segja frá því hvernig honum tókst að stappa á verkafólki og félögum þeirra til að þjóna hagsmunum atvinnurekenda.
mbl.is Verkamannaflokkurinn tapar fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband