Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
10.4.2007 | 11:41
Hjálp!
Uwe Reinhardt er örugglega ánægður hversu mikla athygli háðsádeilan hans hefur fengið. En maður sér á viðbrögðum sumra við greininni að þeir eru skilja ekki kaldhæðni. Ísland var valið til þess að sýna fram á fáránleika mögulegra loftárása Bandaríkjahers á Íran, einmitt vegna þess hversu fáránlegt öllum þætti að ráðast á Ísland. Svo einfalt er það. Samt skilst manni að einhverjir krefist þess að Reinhardt biðji íslendinga afsökunar. Fyrir hvað? Og svo sér maður að prófessorinn hefur fengið morðhótanir frá einhverjum Magnúsi Schram, sem ekki einungis afhjúpar skilningsleysi sitt heldur einnig rasisma sinn með þessu "frábæra" innleggi:
"You are a bloody motherfker," Magnus Schram wrote to Reinhardt last night. "It would please [me] if you would die in flames ... your ancestor was probably a poor Irishman who traveled across the sea in search for a better life."
Í alvöru, menn ættu að passa sig þegar þeir senda tölvupóst áður en þeir verða sjálfum sér og íslendingum almennt til skammar.
![]() |
Mikil viðbrögð við grein háskólaprófessors um sprengjuárás á Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2007 | 15:03
Beitt háðsádeila
![]() |
Nær að sprengja Ísland en Íran |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.4.2007 | 09:49
Æ, æ strákar, komst upp um ykkur
Nokkrir stuttbuxnadrengir (eða drengur) hafa stofnað grínsíðuna Bleika Eldingin. Þessi síða virðist hafa það að markmiði að gera lítið úr femínistum og femínisma með því að setja inn hlægileg innlegg, eins og þetta innlegg um Hillary Clinton. "Stærstur hluti hópsins er háskólamenntaðar konur", eiga að vera aðilarnir bak við síðuna og segir sig sjálft að hér eru á ferðinni strákar sem eru fastir í klisjum um hverjir femínistar eru. Svo er gestapennum boðið að senda innlegg inn, líklega til að veiða einhverja nafnkunna femínista.
Hugmyndin er svo sem ágæt og má alveg hlægja að þessu, en menn verða að kunna að taka því að upp um þá komist. Þar sem ég sá að þetta var augljóslega grínsíða setti ég inn tvö létt komment um að hér væru augljóslega grínarar á ferð. En greyin kunna greinilega ekki að höndla brandarann vel, enda fjarlægðu þeir kurteisleg innlegg mín með snari og bönnuðu mér að kommenta á síðuna. Brandarinn missir augljóslega marks þegar menn fara að ritskoða síðuna stórlega. Þeir áttu auðvitað að svara í karakter og skamma mig fyrir að trúa því ekki að valinkunnur hópur háskólamenntaðra kvenfrelsissinna stæði bak við síðuna. Þeir hefðu getað sagt eitthvað á þessa leið:
"Er þetta ekki dæmigert fyrir þessa karlembupunga? Þeim finnst sjálfsagðar skoðanir femínista svo hlægilegar að þeir trúa því ekki að nokkur aðhyllist slíkar skoðanir. Vaknið upp strákar, mæður ykkar, systur og kærustur láta ekki segja sér fyrir verkum lengur. Þetta er enginn brandari, okkur er fúlasta alvara." En þar sem greyin bak við Bleiku Eldinguna virðast ekkert allt of klárir, þá kunna þeir þetta ekki. Þeir eyðilögðu brandarann með desperat ritskoðunum til að það komist ekki upp um þá. Jæja, þetta stóð stutt.
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007