Leita í fréttum mbl.is

Að vera gjörsamlega úr tengslum við samfélagið

Hinir nýju eigendur Morgunblaðsins, sem keyptu blaðið eftir að almenningur tók á sig milljarða skuldir blaðsins, virðast gersamlega vera úr tengslum við raunveruleikann. Morgunblaðið bar lengi höfuð og herðar yfir önnur dagblöð á Íslandi. Þó það væri oftast mjög flokksrækið fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þá þótti flestum vænt um Moggann. Hann hafði ákveðinn sjarma. mbl.is var síðan velheppnuð internetsvæðing og margir, sem eins og ég, hafa fengið fréttir sínar daglega af þeirri síðu. En kvótagreifarnir sem keyptu Moggann af okkur almenningi virðast ekki hafa verið að kaupa sér fréttamiðil, heldur tæki til ómerkilegs áróðurs. Hvernig er annars hægt að skilja það að ráðinn sé ritstjóri sem ekki er einungis mest hataði pólitíkus Íslands, heldur einnig sá sem ber mesta ábyrgð á hruninu frá stjórnvalda hálfu. Ég spyr því, hvernig geta nýir eigendur verið svo gersamlega úr tengslum við samfélagið að þeir ráði ritstjóra sem vissulega mun kosta blaðið þúsundir lesenda og leiða til snarlækkaðra auglýsingatekna. Eru þeir virkilega svo efnaðir að þeir hafi efni á því að reka dýran áróðurssnepil úr eigin vasa? Ef svo er, er ekki kominn tími til að taka til baka kvóta almennings sem þeir hafa sölsað undir sig?
mbl.is Nýir ritstjórar til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Davíð er nú ekki pólitíkus lengur, en þegar hann var mest hataði pólitíkus landsins þá var hann samt líka mest dáði pólitíkus landsins.

Ég held að Davíð eigi eftir að standa sig vel í þessu starfi.

Andri (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 10:33

2 Smámynd: Magnús Már Halldórsson

Vel spurt hjá þér.

Mogginn var alltaf hliðhollur x-D, en ég vil meina að í tíð Styrmis hafi hann haft mjög sjálfstæðar skoðanir sem ekki voru alltaf jafn vel liðnar af forystu flokksins. T.a.m. í Evrópumálum og í fiskveiðistjórnunarmálum, sem hafa jú verið helstu bitbein stjórnmála hér á landi. Að þessu leyti skar blaðið sig áberandi úr hópi flokkstengdra blaða.

Hinn nýrekni ritstjóri Ólafur Steph hafði einnig mjög progressífar hugmyndir. Fyrstu viðbrögð leiðara eftir að Icesave málið fór á kreik bera dæmi um það. Eftir því sem leið á árið virtist sem afturhaldsöflin í flokknum hafi eflst í blaðinu. Það sló allt út þegar Davíð var tekin drottningarviðtali af Agnesi Bragadóttur.

Ljóst er að núverandi eigendur vilja styrkja íhaldsöflin í flokknum. Því miður fær Mogginn að líða fyrir það. Ekki get ég látið það yfir mig ganga, og hef því sagt upp áskrift eftir 14 ára samfelldan lestur.

Magnús Már Halldórsson, 25.9.2009 kl. 10:47

3 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Sammála Maggi að Mogginn hafði alltaf ákveðið sjálfstæði. Það er augljóst með þessari ráðningu eru eigendurnir að breyta blaðinu í málpípu, ekki fyrir Sjálfstæðisflokkinn per se, heldur afturhaldsöflin í flokknum. Hörð andi EU stefna, standa vörð um kvótaþjófnaðinn o.sv.fr. Kominn tími á að taka kvótann aftur til almennings. Óli Steph er sjálfstæðisflokksmaður, en sýndi ákveðið sjálfstæði og fagmennsku. Þess vegna var hann látinn fara. Auk allra þeirra blaðamanna sem líklegir væru til að starfa ekki samkvæmt línunni.

Guðmundur Auðunsson, 25.9.2009 kl. 11:06

4 identicon

Já....thetta er vidbjódslegt.   Og ekki er ég ánaegdur med hvernig ríkisstjórnarflokkarnir draga lappirnar í kvótamálinu.

Ísland er skrípóland....thad er ógedslegt ad verda vitni ad thví ad fullordid fólk laetur vada yfir höfudid á sér vardandi kvótakerfid sem er RÁN.

Kvótakerfid eydileggur sidferdislega og efnahagslega framtíd íslendinga.  Thetta er nú meira bjánalandid.

Reinold (IP-tala skráð) 25.9.2009 kl. 11:21

5 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Sammála Reinold að ríkisstjórnarflokkarnir þurfa að taka sig á í kvótamálunum.

Guðmundur Auðunsson, 25.9.2009 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband