Leita í fréttum mbl.is

Rétt að fara í viðræður

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að ólíklegt sé að okkur sé betur borgið innan Evrópusambandsins heldur en utan. Ég er enn þeirrar skoðunar. Þó Evrópusambandið sé á ákveðin hátt gamaldags tollabandalag sem múrar þá inni sem teljast verðugir á kostað hinna þá er það í dag meira en það. Evrópusambandið er líka pólitískt fyrirbæri, þar sem fjölþjóðleg samvinna á sér stað. Slíkt hefur bæði kosti og galla. Helsta vandamálið er lýðræðishalli sambandsins. Ákvarðanir eru fyrst og fremst gerðar af skriffinnabatteríi, ekki lýðræðislega kjörnu Evrópuþingi. Ákvarðanir eru líka aðallega teknar af þeim þremur stóru, Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi og litlu löndin hafa þar lítið að segja. Því miður hefur sagan sýnt okkur að Evrópusambandið stendur fyrst og fremst vörð um fjármagnseigendur og fyrirtæki, þó ákveðin félagsleg og umhverfisleg sjónarmið hafi þar fengið einhvern framgang. Því er mér það efins að út frá þessum pólitíska lýðræðishalla og litlum áhrifum smáþjóða sé rétt að ganga í sambandið. Þessi skoðun mín kemur þjóðerniskennd ekkert við, enda er ég gegnheill alþjóðasinni. Margir virðast þó rugla saman alþjóðahyggju og svæðahyggju (tollabandalagshugsunarhætti).

Út frá efnahagslegum sjónarmiðum er ég líka efins um að rétt sé að ganga í sambandið. Okkar efnahagskerfi er allt öðruvísi upp byggt heldur en flest kerfin í ESB, og á ég þar ekki einungis við fiskinn. Sem dæmi má taka að það má færa frekar sterk efnahagsleg rök fyrir því að Svíþjóð eigi heima í sambandinu vegna þess að efnahagskerfi þeirra er mjög svipað því þýska, en Noregur eigi ekki heima þar vegna þess að efnahagur þess lands byggir á öðru. Ísland á enn síður heima þar út frá þessum sjónarmiðum. Auk þess er íslenskt efnahagskerfi mjög viðkvæmt fyrir "yfirtöku" stórfyrirtækja og gæti í versta falli orðið "Vestfirðir" sambandsins. Það kemur því ekki til greina að opna á nokkurn hátt upp náttúruauðlindir okkar, þær eiga að vera í sameign þjóðarinnar og það á að binda í stjórnarskrá. Það eru líka nokkur efnahagsleg rök sem mæla með inngöngu, og sjálfsagt að ræða þau. En mér sýnist að efnahagsrökin hallist frekar að því að vera utan ESB.

Þrátt fyrir ofansagðar skoðanir mínar tel ég að við verðum að fara í viðræður. Þetta mál getur ekki hangið lengur yfir okkur og þjóðin verður að fá að taka ákvörðun hvort við viljum ganga inn í sambandið. Þingið á því að samþykkja aðildarviðræður. Ég mun fylgjast vel með viðræðunum og skoða alla kosti og galla þegar kemur að ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu. Enn ég segi að lokum að það verður erfitt að sannfæra mig um réttmæti inngöngu og áskil ég mér rétt til að leggjast gegn því í þjóðaratkvæðagreiðslu. En það er ekki rétt að fella viðræðurnar á þinginu í dag.


mbl.is „Bjart yfir þessum degi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll Eggert og þakka þér pistilinn.

Finnst þér samt ekki undarlegt að ef, og þegar, til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur, þá skuli hún ekki vera bindandi ??

Slíkt finnst mér alls ekki koma til greina og það verður að vera geirneglt að þjóðin hafi síðasta orðið í þessu máli.

Reyndar tel ég að sú samninganefnd sem fer til viðræðna hafi afar veikt bakland, ég er sannfærður um að meirihluti þjóðarinnar vill EKKI ganga í ESB.

Sigurður Sigurðsson, 16.7.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband