23.6.2009 | 15:54
Forsætisráðherra virðist ekki enn vera búin að læra af reynslunni
Það sem forsætisráðherra virðist vera að mæla með er að almenningur eigi að borga brúsann, koma fótunum undir bankana á ný og setja þá síðan í hendur nýrra (eða sömu) "víkinganna". Sem sagt, almenningur borgar tapið en einkaaðilar taka gróðann. Slíkt væri pilsfaldakapítalismi af verstu tegund og við ættum að hafa lært af reynslunni. Landsbankinn var rekinn af ríkinu í yfir 100 ár en það tók "snillingana" einungis 6 ár að éta bankann upp og skilja almenning eftir með hundruða milljarða skuldasúpu. Þetta má aldrei gerast aftur.
Vandamálið er einfalt. Það er ekki hægt að loka fjármálakerfi landsins þannig að almenningur (ríkið) kemur alltaf til með að vera "lender of last resort". Slíkt er auðvitað óþolandi fyrir almenning. Einfaldasta leiðin er að ríkið reki stóran banka sem lagaður væri að íslenskum aðstæðum. Ríkið þarf ekki að reka 3 banka. Hugsanlega mætti selja einn bankann í hendur erlendra aðila sem útibú, þannig að þeir (og land þeirra) tækju ábyrgð á rekstrinum. Annan banka má hugsanlega "einkavæða" með dreifðri eignaraðild, svo lengi sem ríkið haldi áfram að reka stóran og sterkan banka. Þá er engin hætta á að fjármálakerfið lamist fari einkabanki á hausinn. Tryggingasjóður gæti tryggt innistæður upp að ákveðnu marki slíks banka, en allt annað væri áhætturekstur. Ef bankinn færi á hausinn þá væri ekkert "elsku mamma", fjármálakerfið myndi ekki lamast því ríkisbankinn væri enn til staðar og einkabankanum því leyft að sigla sinn sjó. Að einkavæða allt fjármálakerfið á ný er mesta fásinna og ég trúi því ekki að ríkisstjórnin fari út í slíka dellu, allavega ekki með VG innanborðs.
![]() |
Bankar einkavæddir innan 5 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Gætum fundið fyrir dvínandi áhuga á Bandaríkjunum
- Ég elska ekki líkama minn, mér er bara drullusama
- Alveg skelfileg tilhugsun
- Rifu þakplötur til að slökkva eld í bílskúr
- Riddarar kærleikans í Boðunarkirkjunni
- Einn hlaut 441 þúsund krónur
- Nemendur ósáttir: Við viljum vera hér
- Skjálftahrina í Ljósufjallakerfinu
- Menn gómaðir með steikarhníf, kjötöxi og fíkniefni
- Get ekki séð hvernig þetta á að vera valdníðsla
Erlent
- Íbúum fyrirskipað að yfirgefa borg sína
- Birtu myndskeið af gísl gagnrýna Netanjahú
- Óbeinar viðræður um kjarnorkuáætlun hafnar
- Í tvo mánuði lá ég meðvitundarlaus
- Trump undanþiggur snjallsíma og tölvur frá tollum
- Bandarískir tollar valdi fátækum þjóðum alvarlegum skaða
- Páfagaukurinn öskraði fuck you
- Grunaður um tilraun til morðs á móður sinni
- Hundruð flugferða aflýst í Peking vegna veðurs
- Trump skiptir mynd af Obama út fyrir málverk af sjálfum sér
Fólk
- Það eru svikin sem eru verst
- Gestur hátíðarinnar handtekinn
- Breskar poppstjörnur á Húsavík
- Fræg TikTok-stjarna opnar sig um ofbeldissamband
- Ósátt við forsjárkerfið
- Mikilvægt að búa til sýnileika
- Faðir hennar þegar byrjaður að skipuleggja greftrunina
- Tvö ný lög frá Sycamore Tree
- Eric Dane greindur með hreyfitaugahrörnun
- Rúrik gekkst undir aðgerð
Viðskipti
- Svipmynd: Kvika banki stendur á tímamótum
- Hefur barist við tvö ráðuneyti
- Þjóðhagsvarúð skapar stöðugri tekjur
- Um 168 milljarðar falla á ríkissjóð
- Efla viðskiptasambönd í Japan
- Iðnaður grundvöllur lífsgæða
- Frumskilyrði að fjárfestingin sé arðbær
- Skuldabréfamarkaðurinn hagar sér með óhefðbundnum hætti
- Fréttaskýring: Hvað á núna að gera við Trump?
- Ágæt þróun en alþjóðleg óvissa vofir yfir
Athugasemdir
Jú akkúrat með VG innanborðs.Þeir vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara. Þeir duttu ofaní peningagryfju auðmanna leið og þeir komust í ríkisstjórn með spilltasta flokk landsins Samfylkingunni, það virðist vera að það megi ekki hrófla við þessum bankastjóraþjófum, allt virðist svo loðið af spillingu og sóðaskap..
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 17:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.