Leita í fréttum mbl.is

Forsætisráðherra virðist ekki enn vera búin að læra af reynslunni

Það sem forsætisráðherra virðist vera að mæla með er að almenningur eigi að borga brúsann, koma fótunum undir bankana á ný og setja þá síðan í hendur nýrra (eða sömu) "víkinganna". Sem sagt, almenningur borgar tapið en einkaaðilar taka gróðann. Slíkt væri pilsfaldakapítalismi af verstu tegund og við ættum að hafa lært af reynslunni. Landsbankinn var rekinn af ríkinu í yfir 100 ár en það tók "snillingana" einungis 6 ár að éta bankann upp og skilja almenning eftir með hundruða milljarða skuldasúpu. Þetta má aldrei gerast aftur.

Vandamálið er einfalt. Það er ekki hægt að loka fjármálakerfi landsins þannig að almenningur (ríkið) kemur alltaf til með að vera "lender of last resort". Slíkt er auðvitað óþolandi fyrir almenning. Einfaldasta leiðin er að ríkið reki stóran banka sem lagaður væri að íslenskum aðstæðum. Ríkið þarf ekki að reka 3 banka. Hugsanlega mætti selja einn bankann í hendur erlendra aðila sem útibú, þannig að þeir (og land þeirra) tækju ábyrgð á rekstrinum. Annan banka má hugsanlega "einkavæða" með dreifðri eignaraðild, svo lengi sem ríkið haldi áfram að reka stóran og sterkan banka. Þá er engin hætta á að fjármálakerfið lamist fari einkabanki á hausinn. Tryggingasjóður gæti tryggt innistæður upp að ákveðnu marki slíks banka, en allt annað væri áhætturekstur. Ef bankinn færi á hausinn þá væri ekkert "elsku mamma", fjármálakerfið myndi ekki lamast því ríkisbankinn væri enn til staðar og einkabankanum því leyft að sigla sinn sjó. Að einkavæða allt fjármálakerfið á ný er mesta fásinna og ég trúi því ekki að ríkisstjórnin fari út í slíka dellu, allavega ekki með VG innanborðs.


mbl.is Bankar einkavæddir innan 5 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jú akkúrat með VG innanborðs.Þeir vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara. Þeir duttu ofaní peningagryfju auðmanna leið og þeir komust í ríkisstjórn með spilltasta flokk landsins Samfylkingunni, það virðist vera að það megi ekki hrófla við þessum bankastjóraþjófum, allt virðist  svo loðið af spillingu og sóðaskap..

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Guðmundur Auðunsson
Guðmundur Auðunsson

Vill leggja sitt af mörkum til að byggja upp nýtt samfélag jöfnuðar og réttlætis.

mummi[á]btinternet.com

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband