19.6.2009 | 12:38
Ríkisfjármál í rétta átt en meira þarf að gera
Þetta ríkisfjármálafrumvarp er í rétta átt en meira þarf auðvitað að gera. Vissulega má ekki skera að ráði niður í velferðarkerfinu, en réttlætanlegt að skerða bætur hjá þeim sem best eru staddir um tíma með hækkunum á skerðingum vegna aukatekna. Í prinsíppinu finnst mér þó að áunnar bætur eigi að almennt að vera óskertar en hækka á móti skatta. Þó er þetta rétt ákvörðun með tilliti til rústanna sem Sjálfstæðisflokkurinn skilur eftir sig.
Hvers vegna er "Varnarmálastofnun" ekki lögð af og sparaður rúmur milljarður? Okkur stendur engin ógn af erlendum herjum og því mesta bruðl að vera með slíka stofnun. Hins vegar er það mjög jákvætt að lækka á laun hæst launuðu starfsmanna ríkisins með því að flytja þær ákvarðanir inn í kjaradóm og tryggja að enginn hafi hærri laun en forsætisráðherra.
Það sem mér finnst helst stinga í augun er að hátekjuskatturinn er settur á "tímabundið". Það er fjarstæða, það er mikið réttlætismál að þeir sem hafa hæstu launin borgi hærri skatt, og það ekki tímabundið. En almennt er ég ánægður með fjárlagafrumvarpið og trúi því að tekið verði á vanköntunum í náinni framtíð.
Ríkisfjármálafrumvarp lagt fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
Athugasemdir
hefur þú eitthvað séð hvað ætlunin er að ná miklum tekjum með leigu aflaheimilda eða er ætlunin að svíkja það kosningaloforð að innkalla aflaheimildirnar?
zappa (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 13:10
Aflaheimildir verða innkallaðar, en ekki á þessu ári. Til lengdar skapar þetta auðvitað miklar tekjur, enda er eðlilegt að almenningur njóti arðsins af fiskimiðunum.
Guðmundur Auðunsson, 19.6.2009 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.